Viðskipti erlent

Topparnir yfirgefa efnahagsbrotadeild

Phillippa Williamson, framkvæmdastjóri efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) hefur sagt upp störfum óvænt. Einungis nokkrir dagar eru þangað til að forstjóri stofnunarinnar hættir störfum. Williamson bar ábyrgð á daglegum rekstri stofnunarinnar, en Richard Alderman forstjóri bar ábyrgð á stefnumótun.

Viðskipti erlent

Apple og Greenpeace í hár saman

Tæknirisinn Apple fær falleinkunn í nýlegri skýrslu Greenpeace um orkunotkun stórfyrirtækja. Þetta er annað árið í röð sem náttúruverndarsamtökin saka Apple um að nota umhverfisspillandi aðferðir við rekstur netþjónabúa sinna.

Viðskipti erlent

Skuldatryggingaálag Spánar tvöfalt hærra en Íslands

Töluverður skjálfti ríkir á fjármálamörkuðum í Evrópu þar sem að vextir á spænskum ríkisskuldabréfum til tíu ára fóru yfir 6% markið í gær. Á sama tíma fór skuldatryggingaálag Spánar í 520 punkta og hefur ekki verið hærra í sögunni. Það er nú tvöfalt hærra en skuldatryggingaálag Íslands.

Viðskipti erlent

Iron Man 3 verður undir kínverskum áhrifum

Kínverskt kvikmyndafyrirtæki mun koma að framleiðslu næstu Iron Man kvikmyndarinnar. Disney tilkynnti þetta í dag en talið er að samstarfið sé liður í áætlun fyrirtækisins um að styrkja tengsl sín við kvikmyndaiðnaðinn í Kína.

Viðskipti erlent

Seðlabanki Bandaríkjanna mun hagnast á björgunarlánum

Bandaríski seðlabankinn tilkynnti um það í dag, að útlit væri fyrir að bankinn myndi hagnast á fjárveitingum sem fóru til banka á Wall Street haustið 2008, þegar fjármálakerfið riðaði til falls. Þá munu öll lán, og jafnvel um tveir milljarðar dollara að auki, sem fóru til bílaframleiðenda og tryggingarfélaga skila sér til baka.

Viðskipti erlent

Apple berst við Flashback vírusinn

Tæknifyrirtækið Apple opinberaði nýja uppfærslu á forritinu Java í dag. Vonast er til að uppfærslan eigi eftir að koma í veg fyrir að Flashback trójuvírusinn smiti fleiri Mac tölvur. Um 600.000 tölvur urðu fyrir barðinu á vírusnum.

Viðskipti erlent

Nýtt viðmót Google+ opinberað í dag

Tæknifyrirtækið Google svipti hulunni af endurbættu notendaviðmóti samskiptasíðunnar Google+ í dag. Nýjungarnar eru margar hverjar keimlíkar þeim sem helstu keppinautar síðunnar hafa innleitt á síðustu mánuðum.

Viðskipti erlent

Ítalir glíma við skuldabaggann

Ítalir hafa að undanförnu glímt við mikinn skuldavanda sem erfiðlega hefur gengið að leysa. Gripið hefur verið til margvíslegra aðgerða sem hafa skilað takmörkuðum árangri. Al Jazeera sjónvarpsstöðin vann fréttaskýringu um stöðu Ítalíu í nóvember í fyrra, þar sem ítarlega er farið yfir vanda Ítalíu. Þó margt hafi breyst síðan, eru ýmis vandamál enn óleyst.

Viðskipti erlent

Kínverjar óðir í BMW

Þýski bíla- og vélaframleiðandinn BMW jók sölu á bifreiðum í Kína, á fyrstu þremur mánuðum ársins, um 37 prósent frá fyrra ári, og var þessi aukning helsta ástæðan fyrir mun meiri sölu á fyrstu þremur mánuðum ársins en spár gerðu ráð fyrir.

Viðskipti erlent

Einfaldlega bönnuðu landakaup Kínverja

Stjórnvöld á Nýja Sjálandi hafa fengið mörg mál inn á sitt borð er tengjast áhuga erlendra fjárfesta á landakaupum. Kínversk stjórnvöld hafa m.a. sýnt áhuga á því kaupa landareignir. Við þessu hefur verið brugðist með einföldum aðgerðum; banni við landakaupum Kínverja.

Viðskipti erlent