Ótrúlegar skýringar segir Byko 27. október 2005 06:15 Ásdís Halla Bragadóttir Auglýsingastofan Gott fólk segir Húsasmiðjuna verða að upplýsa um hvernig standi á að auglýsing fyrirtækisins hafi verið nauðalík annarri óbirtri sem auglýsingastofan vann fyrir Byko. "Okkur finnst gróflega brotið á rétti okkar," segir Ingvar Sverrisson, annar framkvæmdastjóra Góðs fólks. "Með ólíkindum er að tveir risar á byggingavörumarkaði skuli koma fram með nákvæmlega sömu hugmyndina á sama tíma." Hann segir fyrirtækið hafa lagst yfir að kanna allt upplýsingaöryggi hjá sér og hefur ekki útlilokað að málið verði kært. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir tilviljun hafa ráðið hversu líkar dagblaðaauglýsingarnar voru. "Ef ég hefði séð auglýsingu Byko hefði ég að sjálfsögðu ekki gert alveg eins auglýsingu, það er náttúrlega fáránlegt," segir hann og upplýsir að fyrirtækið hafi dregið ályktun um yfirvofandi auglýsingaherferð Byko af tilfallandi tali tveggja manna. "Fyrst við vorum tilbúnir með herferð sem var búin að bíða í nokkurn tíma ákváðum við bara að vera á undan." Hann áréttar þó að Húsasmiðjumenn hafi hvorki séð auglýsingar frá keppinautnum né haft um það vissu hvort, eða hvenær þær kæmu. Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko, segir ábyrgðarhluta að lýsa yfir verðvernd og því hafi málið verið undirbúið mjög vandlega og reynt að tryggja nokkra leynd yfir herferðinni fram á síðustu stundu. "Mér finnst tilviljunin ótrúleg að bæði fyrirtækin lýsi því yfir sama dag að þau taki upp verðvernd og að uppleggið í auglýsingu Húsasmiðjunnar sé efnislega það sama og hjá Byko. Tilviljunin er svo ótrúleg að þeir hljóta að hafa fengið trúnaðarupplýsingar í þessu tveggja manna tali. Mér finnst dapurlegt að þær skuli hafa borist þeim og enn dapurlegra að þeir skyldu misnota þær með þeim hætti sem þeir gerðu." Innlent Viðskipti Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Auglýsingastofan Gott fólk segir Húsasmiðjuna verða að upplýsa um hvernig standi á að auglýsing fyrirtækisins hafi verið nauðalík annarri óbirtri sem auglýsingastofan vann fyrir Byko. "Okkur finnst gróflega brotið á rétti okkar," segir Ingvar Sverrisson, annar framkvæmdastjóra Góðs fólks. "Með ólíkindum er að tveir risar á byggingavörumarkaði skuli koma fram með nákvæmlega sömu hugmyndina á sama tíma." Hann segir fyrirtækið hafa lagst yfir að kanna allt upplýsingaöryggi hjá sér og hefur ekki útlilokað að málið verði kært. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir tilviljun hafa ráðið hversu líkar dagblaðaauglýsingarnar voru. "Ef ég hefði séð auglýsingu Byko hefði ég að sjálfsögðu ekki gert alveg eins auglýsingu, það er náttúrlega fáránlegt," segir hann og upplýsir að fyrirtækið hafi dregið ályktun um yfirvofandi auglýsingaherferð Byko af tilfallandi tali tveggja manna. "Fyrst við vorum tilbúnir með herferð sem var búin að bíða í nokkurn tíma ákváðum við bara að vera á undan." Hann áréttar þó að Húsasmiðjumenn hafi hvorki séð auglýsingar frá keppinautnum né haft um það vissu hvort, eða hvenær þær kæmu. Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko, segir ábyrgðarhluta að lýsa yfir verðvernd og því hafi málið verið undirbúið mjög vandlega og reynt að tryggja nokkra leynd yfir herferðinni fram á síðustu stundu. "Mér finnst tilviljunin ótrúleg að bæði fyrirtækin lýsi því yfir sama dag að þau taki upp verðvernd og að uppleggið í auglýsingu Húsasmiðjunnar sé efnislega það sama og hjá Byko. Tilviljunin er svo ótrúleg að þeir hljóta að hafa fengið trúnaðarupplýsingar í þessu tveggja manna tali. Mér finnst dapurlegt að þær skuli hafa borist þeim og enn dapurlegra að þeir skyldu misnota þær með þeim hætti sem þeir gerðu."
Innlent Viðskipti Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira