Út á hvað gengur stjórnarskrá ESB? 26. maí 2005 00:01 Út á hvað gengur þessi umdeilda stjórnarskrá Evrópusambandsins sem virðist vekja hörð viðbrögð um alla álfuna? Fréttamaður Stöðvar 2 rýndi í skjalið og skýrir málið. Evrópusambandið var upphaflega bandalag sex ríkja og stjórnkerfi þess er arfleiðs þess tíma. Nú er það samband tuttugu og fimm ríkja og 450 milljóna íbúa og því er nauðsynlegt að gera breytingar. Margir íbúar sambandsins óttast að þetta þýði skref í áttina að sambandsríki, en því er hafnað í Brüssel. Raunar er stjórnarskráin, sem kynnt var fyrir ári, málamiðlum á milli þeirra sem vilja stíga skref í átt að sambandsríki og þeirra sem vilja halda sjálfsstjórn. Í henni er steypt saman fjöldamörgum sáttmálum og samningum sem þegar eru í gildi í þeim tilgangi að auka gegnsæi, efla stofnanir og festa í sessi þau gildi sem Evrópusambandið á að standa fyrir. Framvegis dugir til að mynda meirihluti atkvæða til að fá atriði samþykkt en þó með þeim fyrirvara að meirihlutinn verður að vera 55 prósent af þeim sem sitja í ráðherraráðinu, ekki færri en fimmtán ráðherrar, og þeir verða að vera fulltrúar í það minnsta 65 prósenta íbúa sambandsins. Verði stjórnarskráin samþykkt bætast við embætti forseta Evrópusambandsins, en sem stendur er því embætti skipt á milli aðildarríkjanna á hálfs árs fresti, og utanríkisráðherra kæmi til. Nú þegar er til fáni, þjóðsöngur og umfangsmikil embættismannastétt og þykir ýmsum þetta minna mjög á þjóðríki. Því er heldur ekki neitað að stjórnarskráin eykur á miðstýringuna - embættismannaveldið í Brüssel fær meira að gera. Það er þó ekki hræðslan við skrifræðisbáknið í Brüssel sem hræðir íbúa þeirra landa þar sem efinn er sem mestur: Frakkar vilja refsa Chirac forseta fyrir stefnu hans og finnst að auki sem efnahagsmál fái angló-saxneskan blæ í stjórnarskránni. Í Hollandi er það óttinn við innflytjendavanda sem eykur andstöðuna. Bretar eru einnig fullir efasemda en felli Holland og Frakkland stjórnarskrána er talið víst að Tony Blair sjái ekki tilgang í þjóðaratkvæðagreiðslu og að stjórnarskráin sé í raun og veru andvana fædd. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fer vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Út á hvað gengur þessi umdeilda stjórnarskrá Evrópusambandsins sem virðist vekja hörð viðbrögð um alla álfuna? Fréttamaður Stöðvar 2 rýndi í skjalið og skýrir málið. Evrópusambandið var upphaflega bandalag sex ríkja og stjórnkerfi þess er arfleiðs þess tíma. Nú er það samband tuttugu og fimm ríkja og 450 milljóna íbúa og því er nauðsynlegt að gera breytingar. Margir íbúar sambandsins óttast að þetta þýði skref í áttina að sambandsríki, en því er hafnað í Brüssel. Raunar er stjórnarskráin, sem kynnt var fyrir ári, málamiðlum á milli þeirra sem vilja stíga skref í átt að sambandsríki og þeirra sem vilja halda sjálfsstjórn. Í henni er steypt saman fjöldamörgum sáttmálum og samningum sem þegar eru í gildi í þeim tilgangi að auka gegnsæi, efla stofnanir og festa í sessi þau gildi sem Evrópusambandið á að standa fyrir. Framvegis dugir til að mynda meirihluti atkvæða til að fá atriði samþykkt en þó með þeim fyrirvara að meirihlutinn verður að vera 55 prósent af þeim sem sitja í ráðherraráðinu, ekki færri en fimmtán ráðherrar, og þeir verða að vera fulltrúar í það minnsta 65 prósenta íbúa sambandsins. Verði stjórnarskráin samþykkt bætast við embætti forseta Evrópusambandsins, en sem stendur er því embætti skipt á milli aðildarríkjanna á hálfs árs fresti, og utanríkisráðherra kæmi til. Nú þegar er til fáni, þjóðsöngur og umfangsmikil embættismannastétt og þykir ýmsum þetta minna mjög á þjóðríki. Því er heldur ekki neitað að stjórnarskráin eykur á miðstýringuna - embættismannaveldið í Brüssel fær meira að gera. Það er þó ekki hræðslan við skrifræðisbáknið í Brüssel sem hræðir íbúa þeirra landa þar sem efinn er sem mestur: Frakkar vilja refsa Chirac forseta fyrir stefnu hans og finnst að auki sem efnahagsmál fái angló-saxneskan blæ í stjórnarskránni. Í Hollandi er það óttinn við innflytjendavanda sem eykur andstöðuna. Bretar eru einnig fullir efasemda en felli Holland og Frakkland stjórnarskrána er talið víst að Tony Blair sjái ekki tilgang í þjóðaratkvæðagreiðslu og að stjórnarskráin sé í raun og veru andvana fædd.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fer vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira