Reyndu að smygla amfetamíni og LSD 24. júní 2005 00:01 Tveir menn á þrítugs- og fertugsaldri voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex og sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til að smygla tæpum átta kílóum af amfetamíni og töluverðu magni af LSD til landsins frá Hollandi. Alls voru sakborningarnir í málinu fimm og fengu aðrir tveir sem að málinu komu annars vegar hálfs árs fangelsisdóm og hins vegar fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var fimmti maðurinn sem hugðist taka á móti amfetamínsendingunni en gerði ekki, sektaður um 40 þúsund krónur fyrir aðild sína að málinu. Sjötti maðurinn sem þátt átti í málinu er nú látinn. Mennirnir komu amfetamíninu fyrir í loftpressu sem send var til landsins frá Hamborg í Þýskalandi með flutningaskipinu Dettifossi en tollverðir fundu það við leit þann 21. júlí í fyrra. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Bindis ehf. átti að leysa hana út en hvikaði síðan frá þeirri ætlan. Þess vegna er hann einungis dæmdur í fjársekt. LSD-skammtarnir tvö þúsund voru sendir í sendibréfi í september en tollgæslan fann þá við leit í Póstmiðstöðinni. Höfuðpaurinn í báðum málum fékk sex og hálfs árs dóm og sá er tók næstmestan þátt fékk sex ár, ekki síst vegna þess að hann hefur á síðustu árum gengist undir lögreglustjórasáttir og hlotið fangelsisdóm fyrir fíkniefnabrot. Sá dómur hefur ítrekunaráhrif nú. Dómara þótti hins vegar rétt að virða þrítugri konu það til refsilækkunar að hún er að vinna bug á fíkniefnavanda sínum og hefur fyrir tveimur börnum að sjá og fékk hún því fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Sá fjórði var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir annað fíkniefnabrot í lok maí og er þessi dómur því hegningarauki upp á sex mánuði. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Sjá meira
Tveir menn á þrítugs- og fertugsaldri voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex og sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til að smygla tæpum átta kílóum af amfetamíni og töluverðu magni af LSD til landsins frá Hollandi. Alls voru sakborningarnir í málinu fimm og fengu aðrir tveir sem að málinu komu annars vegar hálfs árs fangelsisdóm og hins vegar fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var fimmti maðurinn sem hugðist taka á móti amfetamínsendingunni en gerði ekki, sektaður um 40 þúsund krónur fyrir aðild sína að málinu. Sjötti maðurinn sem þátt átti í málinu er nú látinn. Mennirnir komu amfetamíninu fyrir í loftpressu sem send var til landsins frá Hamborg í Þýskalandi með flutningaskipinu Dettifossi en tollverðir fundu það við leit þann 21. júlí í fyrra. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Bindis ehf. átti að leysa hana út en hvikaði síðan frá þeirri ætlan. Þess vegna er hann einungis dæmdur í fjársekt. LSD-skammtarnir tvö þúsund voru sendir í sendibréfi í september en tollgæslan fann þá við leit í Póstmiðstöðinni. Höfuðpaurinn í báðum málum fékk sex og hálfs árs dóm og sá er tók næstmestan þátt fékk sex ár, ekki síst vegna þess að hann hefur á síðustu árum gengist undir lögreglustjórasáttir og hlotið fangelsisdóm fyrir fíkniefnabrot. Sá dómur hefur ítrekunaráhrif nú. Dómara þótti hins vegar rétt að virða þrítugri konu það til refsilækkunar að hún er að vinna bug á fíkniefnavanda sínum og hefur fyrir tveimur börnum að sjá og fékk hún því fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Sá fjórði var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir annað fíkniefnabrot í lok maí og er þessi dómur því hegningarauki upp á sex mánuði.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Sjá meira