Sjónarvottar segja fleiri látna 7. júlí 2005 00:01 Röð sprenginga varð í London í morgun og segir breska útvarpið, BBC, að árás hafi verið gerð á borgina. Yfirvöld vilja ekki segja neitt um hvað kann að hafa gerst en engir aðrir velkjast í vafa um að hryðjuverkaárásir hafi verið gerðar. Fjöldi fólks hefur slasast og og staðfestu hefur verið að tveir féllu. Sjónarvottar sem breskir fjölmiðlar ræða við greina frá mun fleiri föllnum. Ljóst er að árásunum var beint að almenningssamgöngukerfi borgarinnar, sem löngum hefur verið talinn einn veikast hlekkurinn í öryggiskeðjunni þar. Hryðjuverkasérfræðingur sem Sky ræddi við sagði ummerkin bera þess vott að einn hópur hefði skipulagt árásirnar þar sem sprengjurnar sprungu í röð. Staðfest hefur verið að sprengingar urðu á lestarstöðvunum Aldgate, Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum auk þess sem tvær sprengingar urðu á Tavistock-torgi, eftir því sem virðist báðar í strætisvögnum þar. Þrjátíu farþegar voru í hvorum um sig. Sprengingarnar urðu í röð á háannatíma í morgun og streymdi fólk út úr neðanjarðarstöðvum, blóðugt og illa leikið á köflum. Við Aldgate-stöðina segja læknar að níutíu manns hafi hlotið aðhlynningu. Þar varð fyrsta sprengingin rétt fyrir klukkan níu á staðartíma. Fregnir af sprengingunum eru enn nokkuð óljósar, ekki síst þar sem að lögregluyfirvöld vildu í fyrstu ekkert segja um hvað hefði gerst. Jafnvel var borið við rafmagnstruflunum og árekstri tveggja lesta þegar ferðir neðanjarðarlesta stöðvuðust. Nú segir lögreglustjórinn í London hins vegar að hann hafi af því töluverðar áhyggjur að árásirnar hafi verið samhæfðar. Tony Blair er á fundi G-8 ríkjanna í Gleneagles í Skotlandi og hugðust nú skömmu fyrir fréttir ekki snúa aftur til London heldur fylgjast með í Gleneagles. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Röð sprenginga varð í London í morgun og segir breska útvarpið, BBC, að árás hafi verið gerð á borgina. Yfirvöld vilja ekki segja neitt um hvað kann að hafa gerst en engir aðrir velkjast í vafa um að hryðjuverkaárásir hafi verið gerðar. Fjöldi fólks hefur slasast og og staðfestu hefur verið að tveir féllu. Sjónarvottar sem breskir fjölmiðlar ræða við greina frá mun fleiri föllnum. Ljóst er að árásunum var beint að almenningssamgöngukerfi borgarinnar, sem löngum hefur verið talinn einn veikast hlekkurinn í öryggiskeðjunni þar. Hryðjuverkasérfræðingur sem Sky ræddi við sagði ummerkin bera þess vott að einn hópur hefði skipulagt árásirnar þar sem sprengjurnar sprungu í röð. Staðfest hefur verið að sprengingar urðu á lestarstöðvunum Aldgate, Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum auk þess sem tvær sprengingar urðu á Tavistock-torgi, eftir því sem virðist báðar í strætisvögnum þar. Þrjátíu farþegar voru í hvorum um sig. Sprengingarnar urðu í röð á háannatíma í morgun og streymdi fólk út úr neðanjarðarstöðvum, blóðugt og illa leikið á köflum. Við Aldgate-stöðina segja læknar að níutíu manns hafi hlotið aðhlynningu. Þar varð fyrsta sprengingin rétt fyrir klukkan níu á staðartíma. Fregnir af sprengingunum eru enn nokkuð óljósar, ekki síst þar sem að lögregluyfirvöld vildu í fyrstu ekkert segja um hvað hefði gerst. Jafnvel var borið við rafmagnstruflunum og árekstri tveggja lesta þegar ferðir neðanjarðarlesta stöðvuðust. Nú segir lögreglustjórinn í London hins vegar að hann hafi af því töluverðar áhyggjur að árásirnar hafi verið samhæfðar. Tony Blair er á fundi G-8 ríkjanna í Gleneagles í Skotlandi og hugðust nú skömmu fyrir fréttir ekki snúa aftur til London heldur fylgjast með í Gleneagles.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira