Ráðuneytum verður fækkað 12. ágúst 2005 00:01 "Við erum fyrst og fremst að vinna að því að gera stjórnsýsluna markvissari og meira í takt við tímann," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var samþykkt að fela Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra og Árna Magnússyni félagsmálaráðherra að leiða verkefni um endurskoðun á skipulagi stjórnsýslunnar. Verkefnið verður undir forystu forsætisráðuneytisins en Halldór Ásgrímsson viðraði upphaflega hugmyndir þessa efnis í hátíðarræðu sinni 17. júní síðastliðinn. "Það hafa orðið gífurlegar breytingar á okkar þjóðfélagi frá því að breytingar af þessu tagi voru gerðar síðast árið 1969 en reyndar hefur umhverfisráðuneytið verið stofnað síðan þá. Það hafa verið í gangi mjög margar hugmyndir um breytingar, þar á meðal að færa verkefni milli ráðuneyta, hugsanlega sameina einhver ráðuneyti og koma á starfi aðstoðarráðherra. Það er allavega orðið löngu tímabært að fara í vinnu af þessu tagi," segir Halldór. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist binda miklar vonir við þá vinnu sem er fram undan. "Við höfum lýst því yfir að það er tímabært að endurskipuleggja stjórnarráðið og hafa aðra og skýrari verkaskiptingu milli ráðuneyta með talsverðri fækkun þeirra líka. Ég held að það verði töluverð uppstokkun enda hefur lítil sem engin breyting orðið á þessu skipulagi frá árinu 1969," segir Árni. Hann segir of snemmt að segja til um hversu mikið ráðuneytum geti fækkað en búast megi við talsverðri fækkun. "Ég hef sjálfur sagt það að mér finnst að það sé hægt að fækka umtalsvert. En það verður að koma í ljós þegar vinnan er hafin," segir Árni. Ekki náðist í Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
"Við erum fyrst og fremst að vinna að því að gera stjórnsýsluna markvissari og meira í takt við tímann," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var samþykkt að fela Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra og Árna Magnússyni félagsmálaráðherra að leiða verkefni um endurskoðun á skipulagi stjórnsýslunnar. Verkefnið verður undir forystu forsætisráðuneytisins en Halldór Ásgrímsson viðraði upphaflega hugmyndir þessa efnis í hátíðarræðu sinni 17. júní síðastliðinn. "Það hafa orðið gífurlegar breytingar á okkar þjóðfélagi frá því að breytingar af þessu tagi voru gerðar síðast árið 1969 en reyndar hefur umhverfisráðuneytið verið stofnað síðan þá. Það hafa verið í gangi mjög margar hugmyndir um breytingar, þar á meðal að færa verkefni milli ráðuneyta, hugsanlega sameina einhver ráðuneyti og koma á starfi aðstoðarráðherra. Það er allavega orðið löngu tímabært að fara í vinnu af þessu tagi," segir Halldór. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist binda miklar vonir við þá vinnu sem er fram undan. "Við höfum lýst því yfir að það er tímabært að endurskipuleggja stjórnarráðið og hafa aðra og skýrari verkaskiptingu milli ráðuneyta með talsverðri fækkun þeirra líka. Ég held að það verði töluverð uppstokkun enda hefur lítil sem engin breyting orðið á þessu skipulagi frá árinu 1969," segir Árni. Hann segir of snemmt að segja til um hversu mikið ráðuneytum geti fækkað en búast megi við talsverðri fækkun. "Ég hef sjálfur sagt það að mér finnst að það sé hægt að fækka umtalsvert. En það verður að koma í ljós þegar vinnan er hafin," segir Árni. Ekki náðist í Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira