Atvinnulífið fram yfir þingsæti 15. ágúst 2005 00:01 Ásgeir Friðgeirsson varaþingmaður tekur störf sín fyrir íslensk fyrirtæki á alþjóðavettvangi fram yfir þingsetu. Hann hefur afþakkað að setjast á þing fyrir Samfylkinguna. Ásgeir átti að taka þingsæti Guðmundar Árna Stefánssonar sem hættir þingmennsku um næstu mánaðamót þegar hann gerist sendiherra í Stokkhólmi. Í síðustu alþingiskosningum, vorið 2003, hlaut Samfylkingin fjögur þingsæti í Suðvesturkjördæmi og varð Ásgeir þar með fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í því kjördæmi. En hann vill ekki sæti Guðmundar Árna, hann vill áfram starfa að útrás íslenskra fyrirtækja og segist telja að hann komi að meira að gagni á þeim vettvangi. Veturinn 2003 - 2004 settist Ásgeir Friðgeirsson á þing svo að hann veit af hverju hann er að missa. „Ég tel að það sem mun trúlega móta íslenskt samfélag hvað mest á næstu árum er einmitt framrás íslensks atvinnulífs á alþjóðamarkaði og þess vegna finnst mér það mjög áhugvert verkefni að taka þátt í því. Íslensk stjórnmál eru að sjálfsögðu áhugaverð fyrir sinn hatt enda eru vonandi spennandi tímar fram undan með tveimur kosningum en ég stóð frammi fyrir vali og varð að velja og það er ánægjulegt að eiga góðra kosta völ í lífinu,“ segir Ásgeir. Aðspurður hvort hann sé þá alfarið hættur að starfa fyrir Samfylkinguna segir Ásgeir svo ekki vera. Hann vonist til þess að fá að taka þátt í störfum Samfylkingarinnar og hann geri sér vonir um að geta komið að einhverju liði við mótun stefnu flokksins í atvinnumálum. Valdimar L. Friðriksson tekur sæti Guðmundar í haust en hann starfar sem framkæmdastjóri ungmennafélagsins Aftureldingar í Mosfellsbæ. Hann sat meðal annars á þingi í forföllum Katrínar Júlíusdóttur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Ásgeir Friðgeirsson varaþingmaður tekur störf sín fyrir íslensk fyrirtæki á alþjóðavettvangi fram yfir þingsetu. Hann hefur afþakkað að setjast á þing fyrir Samfylkinguna. Ásgeir átti að taka þingsæti Guðmundar Árna Stefánssonar sem hættir þingmennsku um næstu mánaðamót þegar hann gerist sendiherra í Stokkhólmi. Í síðustu alþingiskosningum, vorið 2003, hlaut Samfylkingin fjögur þingsæti í Suðvesturkjördæmi og varð Ásgeir þar með fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í því kjördæmi. En hann vill ekki sæti Guðmundar Árna, hann vill áfram starfa að útrás íslenskra fyrirtækja og segist telja að hann komi að meira að gagni á þeim vettvangi. Veturinn 2003 - 2004 settist Ásgeir Friðgeirsson á þing svo að hann veit af hverju hann er að missa. „Ég tel að það sem mun trúlega móta íslenskt samfélag hvað mest á næstu árum er einmitt framrás íslensks atvinnulífs á alþjóðamarkaði og þess vegna finnst mér það mjög áhugvert verkefni að taka þátt í því. Íslensk stjórnmál eru að sjálfsögðu áhugaverð fyrir sinn hatt enda eru vonandi spennandi tímar fram undan með tveimur kosningum en ég stóð frammi fyrir vali og varð að velja og það er ánægjulegt að eiga góðra kosta völ í lífinu,“ segir Ásgeir. Aðspurður hvort hann sé þá alfarið hættur að starfa fyrir Samfylkinguna segir Ásgeir svo ekki vera. Hann vonist til þess að fá að taka þátt í störfum Samfylkingarinnar og hann geri sér vonir um að geta komið að einhverju liði við mótun stefnu flokksins í atvinnumálum. Valdimar L. Friðriksson tekur sæti Guðmundar í haust en hann starfar sem framkæmdastjóri ungmennafélagsins Aftureldingar í Mosfellsbæ. Hann sat meðal annars á þingi í forföllum Katrínar Júlíusdóttur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira