Ásgeir valdi atvinnulífið 15. ágúst 2005 00:01 Ásgeir Friðgeirsson segir af sér varaþingmennsku fyrir Samfylkinguna. Hann kýs heldur að starfa í framvarðasveit íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi. Ásgeir Friðgeirsson hefur verið varaþingmaður Samfylkingarinnar síðan 2003. Síðan þá hefur hann einnig starfað sem sjálfstæður ráðgjafi fyrirtækja og fjárfesta, meðal annars fyrir Björgólfsfeðga. Ásgeir segir að á síðustu tveimur árum hafi viðskiptavinir hans stóraukið umsvif sín á alþjóðavettvangi og hafi hann fylgt þeim eftir í framrásinni ytra. Guðmundur Árni Stefánsson hættir þingmennsku um næstu mánaðamót þegar hann gerist sendiherra í Stokkhólmi. Með réttu ætti Ásgeir því að verða fjórði þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi en hann hefur gefið eftir þingsæti sitt. Hann segir það ekki fyllilega heiðarlegt gagnvart kjósendum að halda áfram þingsetu á meðan hann gegni öðru starfi. Ásgeir neitar þó að þau rök gildi um varaþingmennskuna. „Þegar ég var varaþingmaður var ég kallaður inn til tímabundinna starfa og það er hefð fyrir því á Íslandi að þeir sem eru kallaðir til losi sig ekki undan öllum þeim störfum eða þeim skyldum sem þeir annars hefðu. Það að vera varamaður utan þings er ekki launað starf,“ segir Ásgeir. Í sífellt auknum mæli hafna menn þingsæti fyrir önnur störf. Það má velta því fyrir sér hvort starfið þyki einfaldlega ekki nógu spennandi og launin ef til vill of lág? Ásgeir segir launin á Alþingi góð miðað við laun almennt. Laun hins opinbera hafi hins vegar á síðustu árum gefið eftir í samanburði við laun á almennum vinnumarkaði. Ásgeir þvertekur þó fyrir að laun hafi nokkuð með ákvörðun hans að gera. Þá segist hann ekki hafa fengið leið á þingmennsku. Hann hafi valið það starf sem hann teldi sig betur í stakk búinn til að sinna vel. Valdimar L. Friðriksson tekur við sæti Guðmundar í haust en hann starfar sem framkæmdastjóri ungmennafélagsins Aftureldingar í Mosfellsbæ. Hann sat meðal annars á þingi í forföllum Katrínar Júlíusdóttur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sjá meira
Ásgeir Friðgeirsson segir af sér varaþingmennsku fyrir Samfylkinguna. Hann kýs heldur að starfa í framvarðasveit íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi. Ásgeir Friðgeirsson hefur verið varaþingmaður Samfylkingarinnar síðan 2003. Síðan þá hefur hann einnig starfað sem sjálfstæður ráðgjafi fyrirtækja og fjárfesta, meðal annars fyrir Björgólfsfeðga. Ásgeir segir að á síðustu tveimur árum hafi viðskiptavinir hans stóraukið umsvif sín á alþjóðavettvangi og hafi hann fylgt þeim eftir í framrásinni ytra. Guðmundur Árni Stefánsson hættir þingmennsku um næstu mánaðamót þegar hann gerist sendiherra í Stokkhólmi. Með réttu ætti Ásgeir því að verða fjórði þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi en hann hefur gefið eftir þingsæti sitt. Hann segir það ekki fyllilega heiðarlegt gagnvart kjósendum að halda áfram þingsetu á meðan hann gegni öðru starfi. Ásgeir neitar þó að þau rök gildi um varaþingmennskuna. „Þegar ég var varaþingmaður var ég kallaður inn til tímabundinna starfa og það er hefð fyrir því á Íslandi að þeir sem eru kallaðir til losi sig ekki undan öllum þeim störfum eða þeim skyldum sem þeir annars hefðu. Það að vera varamaður utan þings er ekki launað starf,“ segir Ásgeir. Í sífellt auknum mæli hafna menn þingsæti fyrir önnur störf. Það má velta því fyrir sér hvort starfið þyki einfaldlega ekki nógu spennandi og launin ef til vill of lág? Ásgeir segir launin á Alþingi góð miðað við laun almennt. Laun hins opinbera hafi hins vegar á síðustu árum gefið eftir í samanburði við laun á almennum vinnumarkaði. Ásgeir þvertekur þó fyrir að laun hafi nokkuð með ákvörðun hans að gera. Þá segist hann ekki hafa fengið leið á þingmennsku. Hann hafi valið það starf sem hann teldi sig betur í stakk búinn til að sinna vel. Valdimar L. Friðriksson tekur við sæti Guðmundar í haust en hann starfar sem framkæmdastjóri ungmennafélagsins Aftureldingar í Mosfellsbæ. Hann sat meðal annars á þingi í forföllum Katrínar Júlíusdóttur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sjá meira