Starfsemi Medcare færð úr landi 26. október 2005 13:00 Stefnt er að því að færa starfsemi Medcare-Flögu úr landi og styrkja starfsemi félagsins í Bandaríkjunum og á Evrópumarkaði. Hátt í 40 starfsmönnum hér á landi verður sagt upp störfum um næstu mánaðamót og hefur það verið tilkynnt á starfsmannafundum. Gengi hlutabréfa í Flögu hefur hríðfallið á þessu ári, mest allra hlutabréfa hjá skráðum fyrirtækjum í Kauphöllinni. Höfuðstöðvar móðurfélagsins Flögu Group hf. verða áfram á Íslandi. Dótturfélög Flögu Group eru tvö, Medcare og Sleeptech, og ná skipulagsbreytingarnar eingöngu til Medcare. Nýjar höfuðstöðvar Medcare verða opnaðar fyrir Bandaríkjamarkað og starfsemin í Evrópu, sérstaklega í Hollandi og Þýskalandi, verður styrkt. Lykilstöður verða fluttar til Bandaríkjanna og Evrópu og telja stjórnendur félagsins að tækifærum til tækniþróunar muni fjölga. Stefnubreyting félagsins á að tryggja stöðu Medcare sem leiðandi aðila á alþjóðlegum tækjamarkaði til svefnrannsókna. Samkeppnishæfni er talin aukast vegna fækkunar starfsfólks og lækkunar á öðrum föstum kostnaði. Breytingarnar gera félaginu kleift að vaxa hraðar með aukinni arðsemi á vaxandi markaði. Framleiðslu, vöruhúsaþjónustu og dreifingu verður úthýst. Hugbúnaðarþróun og tækniþjónusta fyrir Bandaríkjamarkað verða flutt til Ottawa í Kanada. Bogi Pálsson, stjórnarformaður Flögu Group, segir félagið vera að færa sig nær viðskiptavinunum og geta þannig náð að þjónusta þá betur. Í skráningarlýsingu Medcare frá því í september 2004 kemur fram að helsti styrkur Medcare Flögu felist í stafsmönnum þess og sé það stefna félagsins að tapa hvorki hæfu starfsfólki né viðskiptavinum. Eruð þið ekki að tapa hæfu starfsfólki með þessum skipulagsbreytingum. Bogi segir aðspurður að það tapist hæft starfsfólk með uppsögnunum en félagið telji sig geta bæði haft það sterka ferla innan fyrirtækisins að þekkingin sitji eins mikið eftir og hægt sé. Til þess verði notið aðstoðar þeirra starfsmanna sem vinni hjá fyrirtækinu í dag auk þess sem reynt verði að afla nýrra starfsmanna annars staðar sem einnig hafa þekkingu í greininni. Gengi Medcare hefur lækkað langmest allra skráðra félaga í Kauphöllinni á þessu ári en það hefur lækkað um rúmlega þrjátíu og níu prósent frá áramótum. Aðspurður hvort reksturinn gangi erfiðlega segirBogiað skipulagsbreytingarnar nú sé augljóslega gerðar til að bæta rekstur félagsins og auka samkeppnishæfi þess. Stjórn félagsins telji þessar breytingar réttar fyrir félagið. Viðskipti Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Stefnt er að því að færa starfsemi Medcare-Flögu úr landi og styrkja starfsemi félagsins í Bandaríkjunum og á Evrópumarkaði. Hátt í 40 starfsmönnum hér á landi verður sagt upp störfum um næstu mánaðamót og hefur það verið tilkynnt á starfsmannafundum. Gengi hlutabréfa í Flögu hefur hríðfallið á þessu ári, mest allra hlutabréfa hjá skráðum fyrirtækjum í Kauphöllinni. Höfuðstöðvar móðurfélagsins Flögu Group hf. verða áfram á Íslandi. Dótturfélög Flögu Group eru tvö, Medcare og Sleeptech, og ná skipulagsbreytingarnar eingöngu til Medcare. Nýjar höfuðstöðvar Medcare verða opnaðar fyrir Bandaríkjamarkað og starfsemin í Evrópu, sérstaklega í Hollandi og Þýskalandi, verður styrkt. Lykilstöður verða fluttar til Bandaríkjanna og Evrópu og telja stjórnendur félagsins að tækifærum til tækniþróunar muni fjölga. Stefnubreyting félagsins á að tryggja stöðu Medcare sem leiðandi aðila á alþjóðlegum tækjamarkaði til svefnrannsókna. Samkeppnishæfni er talin aukast vegna fækkunar starfsfólks og lækkunar á öðrum föstum kostnaði. Breytingarnar gera félaginu kleift að vaxa hraðar með aukinni arðsemi á vaxandi markaði. Framleiðslu, vöruhúsaþjónustu og dreifingu verður úthýst. Hugbúnaðarþróun og tækniþjónusta fyrir Bandaríkjamarkað verða flutt til Ottawa í Kanada. Bogi Pálsson, stjórnarformaður Flögu Group, segir félagið vera að færa sig nær viðskiptavinunum og geta þannig náð að þjónusta þá betur. Í skráningarlýsingu Medcare frá því í september 2004 kemur fram að helsti styrkur Medcare Flögu felist í stafsmönnum þess og sé það stefna félagsins að tapa hvorki hæfu starfsfólki né viðskiptavinum. Eruð þið ekki að tapa hæfu starfsfólki með þessum skipulagsbreytingum. Bogi segir aðspurður að það tapist hæft starfsfólk með uppsögnunum en félagið telji sig geta bæði haft það sterka ferla innan fyrirtækisins að þekkingin sitji eins mikið eftir og hægt sé. Til þess verði notið aðstoðar þeirra starfsmanna sem vinni hjá fyrirtækinu í dag auk þess sem reynt verði að afla nýrra starfsmanna annars staðar sem einnig hafa þekkingu í greininni. Gengi Medcare hefur lækkað langmest allra skráðra félaga í Kauphöllinni á þessu ári en það hefur lækkað um rúmlega þrjátíu og níu prósent frá áramótum. Aðspurður hvort reksturinn gangi erfiðlega segirBogiað skipulagsbreytingarnar nú sé augljóslega gerðar til að bæta rekstur félagsins og auka samkeppnishæfi þess. Stjórn félagsins telji þessar breytingar réttar fyrir félagið.
Viðskipti Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira