Landsbankinn kaupir írskt verðbréfafyrirtæki 15. nóvember 2005 21:15 Landsbanki Íslands herjar nú á Írland en bankinn keypti í morgun írska verðbréfafyrirtækið Merrion fyrir fjóra milljarða króna. Sjötíu og fimm manns vinna hjá fyrirtækinu og þeir verða fljótlega hluti af 1700 manna starfsliði Landsbankans. Fyrirtækið veltir hátt í 2 milljörðum króna á ári og hefur árlega skilað hálfum milljarði í hagnað frá því það var stofnað fyrir sex árum. Landsbankinn fær helminginn í fyrirtækinu núna en hinn helminginn eftir þrjú ár. Þangað til verður fyrirtækið á hendi gömlu eigendanna sem eru aðallega starfsmenn. Að auki eiga eftirlitsstofnanir, írskar og íslenskar eftir að leggja blessun sína yfir ráðahaginn, þannig að töluvert langt er í að smiðshöggið verði rekið á viðskiptin. Þau eiga sér langan aðdraganda. John Conray, forstjóri Merrion Capital, sagðist vera ánægður með kaup Landsbankans á fyrirtækinu. Hann sagðist hafa skoðað rekstur þeirra og að sér litist vel á hann. Landsbankamenn hafa verið grimmir í fyrirtækjakaupum á þessu ári. Í febrúar keyptu þeir breskt fyrirtæki og franskt fyrirtæki í september. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að bankinn sé að reyna að byggja upp fjármálafyrirtæki á meginlandi Evrópu og segir kaupin á Írlandi vera mikinn vaxtamarkað og hann sagði Merrion vera fjórða stærsta verðbréfafyrirtæki Írlands og að mörgu leyti mætti segja að breytingarnar á Írlandi og andinn í viðskiptum væru svipaðar og á Íslandi. Mikill vöxtur og fjárfestingar erlendra aðila og Írar í útrás eins og Íslendingar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Sjá meira
Landsbanki Íslands herjar nú á Írland en bankinn keypti í morgun írska verðbréfafyrirtækið Merrion fyrir fjóra milljarða króna. Sjötíu og fimm manns vinna hjá fyrirtækinu og þeir verða fljótlega hluti af 1700 manna starfsliði Landsbankans. Fyrirtækið veltir hátt í 2 milljörðum króna á ári og hefur árlega skilað hálfum milljarði í hagnað frá því það var stofnað fyrir sex árum. Landsbankinn fær helminginn í fyrirtækinu núna en hinn helminginn eftir þrjú ár. Þangað til verður fyrirtækið á hendi gömlu eigendanna sem eru aðallega starfsmenn. Að auki eiga eftirlitsstofnanir, írskar og íslenskar eftir að leggja blessun sína yfir ráðahaginn, þannig að töluvert langt er í að smiðshöggið verði rekið á viðskiptin. Þau eiga sér langan aðdraganda. John Conray, forstjóri Merrion Capital, sagðist vera ánægður með kaup Landsbankans á fyrirtækinu. Hann sagðist hafa skoðað rekstur þeirra og að sér litist vel á hann. Landsbankamenn hafa verið grimmir í fyrirtækjakaupum á þessu ári. Í febrúar keyptu þeir breskt fyrirtæki og franskt fyrirtæki í september. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að bankinn sé að reyna að byggja upp fjármálafyrirtæki á meginlandi Evrópu og segir kaupin á Írlandi vera mikinn vaxtamarkað og hann sagði Merrion vera fjórða stærsta verðbréfafyrirtæki Írlands og að mörgu leyti mætti segja að breytingarnar á Írlandi og andinn í viðskiptum væru svipaðar og á Íslandi. Mikill vöxtur og fjárfestingar erlendra aðila og Írar í útrás eins og Íslendingar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Sjá meira