1. maí 1. maí 2006 00:01 Alþjóðlegur dagur verkalýðsins er haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Rauðir fánar og kröfugöngur hafa löngum einkennt yfirbragð þessa dags, en í Austantjaldsríkjunum sálugu voru það reyndar fjölmennar hersýningar sem einkenndu hátíðarhöld dagsins. Þar gengu þúsundir hermanna gæsagang og alþýðan var látin virða fyrir sér nýjustu hertólin að viðstöddum æðstu ráðmamönnum viðkomandi ríkja og stríðshetjum. Sögu 1.maí hátíðarhalda má rekja til Frakklands allt aftur til ársins 1889 og er hún því orðið æði löng og viðburðarík. Þá var það krafan um átta stunda vinnudag sem var efst á blaði. Það var á þessum árum sem fyrstu íslensku verklýðsfélögin voru stofnuð, eins og prentarafélagið og blaðamannafélagið 1897, en fyrsta kröfugangan 1. maí var þó ekki fyrr en nokkru síðar hér á landi, eða 1923. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og miklar breytingar orðið á íslensku þjóðfélagi. Fyrst á fyrri hluta síðustu aldar, síðan á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina, og svo nú á allra síðustu árum, þegar islenskt efnahagslíf hefur blómstrað sem aldrei fyrr og margvíslegar umbætur hafa orðið á högum launafólks. Enn á þó verkalýðshreyfingin og þar með talin samtök ríkisstarfsmanna ærið vekefni fyrir höndum. Það snýr þá ekki síst að því að fylgjast með tímanum og taka þátt í þjóðfélagsbreytingunum sem verða á hverjum tíma. Karp um launamál eru þar kannski ekki alltaf efst á blaði, heldur að standa vörð kjör launamanna og að þau skerðist ekki vegna ýmissa ytri aðstæðna, svo sem verðbólgu og vaxtastigsins í landinu. Dæmi um baráttu láglaunastéttar að undanföru, sem stundar umönnunarstörf, ætti þó að minna forystumenn verkalýðshreyfingarinnar á að halda vöku sinni, en þar hefur grasrótin sjálf tekið frumkvæðið til að berjast fyrir jafnrétti í launamálum. Það má segja að þessar stéttir njóti mikillar samúðar í þjóðfélaginu, og kröfur þeira hafi verið mjög sanngjarnar og hógværar, en samt sem áður hefur þessi stétt þurft að beita svo til öllum sínum ráðum til að ná fram jafnlaunakröfum sínum. Þetta er ekki stétt sem reið á vaðið í góðærinu til krefjast tugþúsunda launahækkunar, heldur þvert á móti er hér um fólk í lægstu launaflokkum , sem aðeins fer fram á að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og félagar þeirra sem vinna handan götunnar ef svo mætti að orðið komast. Það er langt í frá að þjóðfélagið fari á hvolf þótt gengið væri að fullu að kröfum umönnunarstéttanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum aldraðra. Það er kannski misréttið í þjóðfélaginu sem launþegahreyfingin i landinu þarf að einbeita sér að á næstu miserum, því það virðist aukast með hverri vikunni sem líður. Launþegahreyfingin hefur á undanförnum árum samið um margskonar úrbætur á velferðarsviðinu og beitt sér fyrir innleiðingu ýmissa réttlætismála, sem eiga rætur að rekja til ákvarðana Evrópusambandsins. Þar hefur ASÍ staðið vel á verði. Á hátíðisdegi verkalýðshreyfingarinnar á 90 ára afmælisárinu , er ástæða til að hvetja samtökin áfram til dáða. Það eru margir sigrar að baki í sögu verkalýðshreyfingarinnar en þar má aldrei láta staðar numið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Alþjóðlegur dagur verkalýðsins er haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Rauðir fánar og kröfugöngur hafa löngum einkennt yfirbragð þessa dags, en í Austantjaldsríkjunum sálugu voru það reyndar fjölmennar hersýningar sem einkenndu hátíðarhöld dagsins. Þar gengu þúsundir hermanna gæsagang og alþýðan var látin virða fyrir sér nýjustu hertólin að viðstöddum æðstu ráðmamönnum viðkomandi ríkja og stríðshetjum. Sögu 1.maí hátíðarhalda má rekja til Frakklands allt aftur til ársins 1889 og er hún því orðið æði löng og viðburðarík. Þá var það krafan um átta stunda vinnudag sem var efst á blaði. Það var á þessum árum sem fyrstu íslensku verklýðsfélögin voru stofnuð, eins og prentarafélagið og blaðamannafélagið 1897, en fyrsta kröfugangan 1. maí var þó ekki fyrr en nokkru síðar hér á landi, eða 1923. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og miklar breytingar orðið á íslensku þjóðfélagi. Fyrst á fyrri hluta síðustu aldar, síðan á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina, og svo nú á allra síðustu árum, þegar islenskt efnahagslíf hefur blómstrað sem aldrei fyrr og margvíslegar umbætur hafa orðið á högum launafólks. Enn á þó verkalýðshreyfingin og þar með talin samtök ríkisstarfsmanna ærið vekefni fyrir höndum. Það snýr þá ekki síst að því að fylgjast með tímanum og taka þátt í þjóðfélagsbreytingunum sem verða á hverjum tíma. Karp um launamál eru þar kannski ekki alltaf efst á blaði, heldur að standa vörð kjör launamanna og að þau skerðist ekki vegna ýmissa ytri aðstæðna, svo sem verðbólgu og vaxtastigsins í landinu. Dæmi um baráttu láglaunastéttar að undanföru, sem stundar umönnunarstörf, ætti þó að minna forystumenn verkalýðshreyfingarinnar á að halda vöku sinni, en þar hefur grasrótin sjálf tekið frumkvæðið til að berjast fyrir jafnrétti í launamálum. Það má segja að þessar stéttir njóti mikillar samúðar í þjóðfélaginu, og kröfur þeira hafi verið mjög sanngjarnar og hógværar, en samt sem áður hefur þessi stétt þurft að beita svo til öllum sínum ráðum til að ná fram jafnlaunakröfum sínum. Þetta er ekki stétt sem reið á vaðið í góðærinu til krefjast tugþúsunda launahækkunar, heldur þvert á móti er hér um fólk í lægstu launaflokkum , sem aðeins fer fram á að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og félagar þeirra sem vinna handan götunnar ef svo mætti að orðið komast. Það er langt í frá að þjóðfélagið fari á hvolf þótt gengið væri að fullu að kröfum umönnunarstéttanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum aldraðra. Það er kannski misréttið í þjóðfélaginu sem launþegahreyfingin i landinu þarf að einbeita sér að á næstu miserum, því það virðist aukast með hverri vikunni sem líður. Launþegahreyfingin hefur á undanförnum árum samið um margskonar úrbætur á velferðarsviðinu og beitt sér fyrir innleiðingu ýmissa réttlætismála, sem eiga rætur að rekja til ákvarðana Evrópusambandsins. Þar hefur ASÍ staðið vel á verði. Á hátíðisdegi verkalýðshreyfingarinnar á 90 ára afmælisárinu , er ástæða til að hvetja samtökin áfram til dáða. Það eru margir sigrar að baki í sögu verkalýðshreyfingarinnar en þar má aldrei láta staðar numið.