Icelandair Group í Kauphöllina 10. febrúar 2006 13:46 MYND/Vísir Stjórn FL Group hefur ákveðið að óska eftir skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands og er undirbúningur skráningarinnar þegar hafinn. "Stefnt er að því að ljúka því ferli á fyrri hluta þessa árs," segir í tilkynningu félagsins, en stjórn FL Group vill koma Icelandair Group í dreifða eignaraðild og gefa almenningi og fagfjárfestum þannig kost á að eignast beint hlut í félögum tengdum flugrekstri. FL Group hefur tekið miklum breytingum á liðnum misserum og er nú fjárfestingarfélag sem er reiðubúið til að veita Icelandair Group áfram trausta kjölfestu. Kaupþing banki og Íslandsbanki verða umsjónaraðilar með útboðs- og skráningarferlinu. Stefnt er að því að frekari útfærsla á söluferlinu og skráningu Icelandair Group muni liggja fyrir á vormánuðum. Þá hefur stjórn FL Group ákveðið að setja Kynnisferðir og Bílaleigu Flugleiða í sölumeðferð en Ferðaskrifstofa Íslands var nýlega seld. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sér um sölu þessara félaga. Önnur félög innan FL Travel Group verða færð inn í Icelandair Group og FL Travel Group lagt niður í framhaldinu. Fyrirtækin Bláfugl, Flugflutingar og Fjárvakur verða einnig færð undir Icelandair Group sem mun enn frekar styrkja stöðu félagsins sem alhliða fyrirtækis á sviði alþjóða flug- og flutningastarfsemi. Þau félög sem munu mynda Icelandair Group eftir þessar breytingar eru: Icelandair, Icelandair Cargo, Loftleiðir Icelandic, Icelandair Technical Services (ITS), Icelandair Ground Services (IGS), Bláfugl, Flugflutningar, Fjárvakur, Flugfélag Íslands, Icelandair Hotels og Íslandsferðir. Jón Karl Þá var í dag tilkynnt um ráðningu Þorsteins Arnar Guðmundssonar sem framkvæmdastjóra yfir nýju sviði rekstrarstjórnunar (e. Operation Management) hjá FL Group. Þorsteinn Örn hefur á síðustu misserum gengt stöðu forstjóra FL Travel Group en hverfur nú aftur til starfa hjá FL Group. Nýja sviðinu er ætlað það hlutverk að sinna rekstrarstjórnun og eftir atvikum fylgja eftir umbreytingum í félögum sem FL Group fjárfestir í, þar sem starfað verður náið með stjórnendum félaganna. Jafnframt hefur verið ákveðið að Icelease, sem áður var sérstakt svið innan FL Group, verði gert að rekstrarfélagi í eigu FL Group. Halldór Vilhjálmsson verður áfram framkvæmdastjóri þessarar rekstrareiningar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Sjá meira
Stjórn FL Group hefur ákveðið að óska eftir skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands og er undirbúningur skráningarinnar þegar hafinn. "Stefnt er að því að ljúka því ferli á fyrri hluta þessa árs," segir í tilkynningu félagsins, en stjórn FL Group vill koma Icelandair Group í dreifða eignaraðild og gefa almenningi og fagfjárfestum þannig kost á að eignast beint hlut í félögum tengdum flugrekstri. FL Group hefur tekið miklum breytingum á liðnum misserum og er nú fjárfestingarfélag sem er reiðubúið til að veita Icelandair Group áfram trausta kjölfestu. Kaupþing banki og Íslandsbanki verða umsjónaraðilar með útboðs- og skráningarferlinu. Stefnt er að því að frekari útfærsla á söluferlinu og skráningu Icelandair Group muni liggja fyrir á vormánuðum. Þá hefur stjórn FL Group ákveðið að setja Kynnisferðir og Bílaleigu Flugleiða í sölumeðferð en Ferðaskrifstofa Íslands var nýlega seld. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sér um sölu þessara félaga. Önnur félög innan FL Travel Group verða færð inn í Icelandair Group og FL Travel Group lagt niður í framhaldinu. Fyrirtækin Bláfugl, Flugflutingar og Fjárvakur verða einnig færð undir Icelandair Group sem mun enn frekar styrkja stöðu félagsins sem alhliða fyrirtækis á sviði alþjóða flug- og flutningastarfsemi. Þau félög sem munu mynda Icelandair Group eftir þessar breytingar eru: Icelandair, Icelandair Cargo, Loftleiðir Icelandic, Icelandair Technical Services (ITS), Icelandair Ground Services (IGS), Bláfugl, Flugflutningar, Fjárvakur, Flugfélag Íslands, Icelandair Hotels og Íslandsferðir. Jón Karl Þá var í dag tilkynnt um ráðningu Þorsteins Arnar Guðmundssonar sem framkvæmdastjóra yfir nýju sviði rekstrarstjórnunar (e. Operation Management) hjá FL Group. Þorsteinn Örn hefur á síðustu misserum gengt stöðu forstjóra FL Travel Group en hverfur nú aftur til starfa hjá FL Group. Nýja sviðinu er ætlað það hlutverk að sinna rekstrarstjórnun og eftir atvikum fylgja eftir umbreytingum í félögum sem FL Group fjárfestir í, þar sem starfað verður náið með stjórnendum félaganna. Jafnframt hefur verið ákveðið að Icelease, sem áður var sérstakt svið innan FL Group, verði gert að rekstrarfélagi í eigu FL Group. Halldór Vilhjálmsson verður áfram framkvæmdastjóri þessarar rekstrareiningar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Sjá meira