Kosningaþátttaka innflytjenda geti hugsanlega ráðið úrslitum 17. maí 2006 23:00 Þátttaka innflytjenda getur hugsanlega skipt sköpum varðandi úrslit kosninga í einstökum bæjarfélögum, að mati framkvæmdastjóra Alþjóðahúss. Hann bendir á hópurinn sé stór og mikilvægur og að stjórnmálaflokkarnir séu að átta sig á þeirri staðreynd. Nærri 4500 erlendir ríkisborgarar hafi rétt til að kjósa í kosningunum eftir tíu daga samkvæmt opinberum tölum. Eru það ríflega tvöfalt fleiri en fyrir fjórum árum þegar um 2150 erlendir ríkisborgarar höfðu kosningarétt. Um eitt þúsund erlendir ríkisborgarar sem hafa kosningarétt nú koma frá einhverju hinna norrænu ríkjanna en til þess að öðlast kosningarétt þurfa þeir að hafa búið hér samfellt í þrjúr ár fram á kjördag. Aðrir erlendir ríkisborgarar þurfa hins vegar að hafa búið hér í fimm ár samfellt. Í þeirra hópi eru Pólverjar langfjölmennastir á kjörskrá eða 822. Alþjóðahúsið hefur kynnt kosningarnar fyrir innflytjendum hér á landi og hefur meðal annars haldið fundi á ellefu tungumálum með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í borginni. Þá hefur Alþjóðahúsið gefið út blað með upplýsingum um kosningarnar og dreift um allt land. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir stjórnmálaflokkana vera að átta sig á hversu stór hópur innflytjendur með kosningarétt séu. Hann bendir á að tvö prósent kjósenda séu erlendir ríkisborgarar og önnur tvö prósent fólk sem fengið hafi íslenskan ríkisborgararétt og því sé hér um stækkandi hóp að ræða. Einar bendir á kjósendur af erlendu bergi brotnir séu margir hverjir óskrifað blað í stjórnmálum og því spennandi að sjá hverjum þeir greiði atkvæði. Í einstökum sveitarfélögum þar sem innflytjendur séu margir geti þeir ráðið miklu um niðurstöðu kosninga. Frambjóðendur úr röðum innflytjenda er einnig að finna á listum víða um land. Hann nefnir Bolungarvík sem dæmi en þar eru innflytjendur á öllum listum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Þátttaka innflytjenda getur hugsanlega skipt sköpum varðandi úrslit kosninga í einstökum bæjarfélögum, að mati framkvæmdastjóra Alþjóðahúss. Hann bendir á hópurinn sé stór og mikilvægur og að stjórnmálaflokkarnir séu að átta sig á þeirri staðreynd. Nærri 4500 erlendir ríkisborgarar hafi rétt til að kjósa í kosningunum eftir tíu daga samkvæmt opinberum tölum. Eru það ríflega tvöfalt fleiri en fyrir fjórum árum þegar um 2150 erlendir ríkisborgarar höfðu kosningarétt. Um eitt þúsund erlendir ríkisborgarar sem hafa kosningarétt nú koma frá einhverju hinna norrænu ríkjanna en til þess að öðlast kosningarétt þurfa þeir að hafa búið hér samfellt í þrjúr ár fram á kjördag. Aðrir erlendir ríkisborgarar þurfa hins vegar að hafa búið hér í fimm ár samfellt. Í þeirra hópi eru Pólverjar langfjölmennastir á kjörskrá eða 822. Alþjóðahúsið hefur kynnt kosningarnar fyrir innflytjendum hér á landi og hefur meðal annars haldið fundi á ellefu tungumálum með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í borginni. Þá hefur Alþjóðahúsið gefið út blað með upplýsingum um kosningarnar og dreift um allt land. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir stjórnmálaflokkana vera að átta sig á hversu stór hópur innflytjendur með kosningarétt séu. Hann bendir á að tvö prósent kjósenda séu erlendir ríkisborgarar og önnur tvö prósent fólk sem fengið hafi íslenskan ríkisborgararétt og því sé hér um stækkandi hóp að ræða. Einar bendir á kjósendur af erlendu bergi brotnir séu margir hverjir óskrifað blað í stjórnmálum og því spennandi að sjá hverjum þeir greiði atkvæði. Í einstökum sveitarfélögum þar sem innflytjendur séu margir geti þeir ráðið miklu um niðurstöðu kosninga. Frambjóðendur úr röðum innflytjenda er einnig að finna á listum víða um land. Hann nefnir Bolungarvík sem dæmi en þar eru innflytjendur á öllum listum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira