Vilja allir hækka laun leikskólakennara 18. maí 2006 22:19 Talsmenn flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnakosninga telja allir að hækka beri laun leikskólakennara og efla faglegt starf innan leikskólanna með fjölgun menntaðra leikskólakennara. Þetta kom fram á fundi haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Það var Reykjavíkurdeild Félags leikskólakennara sem stóð fyrir fundinum en þar kynntu frambjóðendur stefnu sinna flokka í málefnum leikskóla. Allir voru þeir sammála um að töluverðar framfarir hefðu orðið í málaflokknum í tíð R-listans en engu að síður biðu mörg verkefni á næstu árum. Talið barst meðal annars að gjaldfrjálsum leikskóla. Allir flokkarnir hafa hann á stefnuskrá sinni nema Sjálfstæðisflokkurinn sem leggur meiri áherslu á að tryggja fyrst öllum vistun fyrir börn sín eftir að fæðingarorlofi lýkur. Fram kom á fundinum að það kosti um tvo milljarða á ári að gera leikskóla gjaldfrjálsa en ekki fengust skýr svör um það á fundinum hvaðan þeir fjármunir ættu að koma. Umræðan um gjaldfrjálsan leikskóla er nátengd umræðu um leikskólann sem fyrsta skólastigið og töldu talsmenn allra flokka að starfið innan leikskólanna yrði sífellt metnaðarfyllra. Þeir sögðu þó engu að síður mikilvægt að efla enn frekar faglegt starf á leikskólunum og efla tengsl grunn- og leikskóla. Fram kom að liður í eflingu á faglegu starfi á leikskólum væri að fá fleiri faglærða starfsmenn inn á leikskólana, en eins og kunnugt er plagaði mannekla marga leikskólana í vetur. Til þess að lokka fleiri leikskólakennara til starfa í leikskólum þyrfti að hækka launin enn meira en gert hefði verið nú eftir áramót. Benti einn fundargesta þá á að samningar við leikskólakennara væru lausir í haust og því verður fróðlegt að fylgjast með hvort þeir sem stjórna borginni eftir kosningar fylgi orðunum eftir með gjörðum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss á Kötlujökli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Sjá meira
Talsmenn flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnakosninga telja allir að hækka beri laun leikskólakennara og efla faglegt starf innan leikskólanna með fjölgun menntaðra leikskólakennara. Þetta kom fram á fundi haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Það var Reykjavíkurdeild Félags leikskólakennara sem stóð fyrir fundinum en þar kynntu frambjóðendur stefnu sinna flokka í málefnum leikskóla. Allir voru þeir sammála um að töluverðar framfarir hefðu orðið í málaflokknum í tíð R-listans en engu að síður biðu mörg verkefni á næstu árum. Talið barst meðal annars að gjaldfrjálsum leikskóla. Allir flokkarnir hafa hann á stefnuskrá sinni nema Sjálfstæðisflokkurinn sem leggur meiri áherslu á að tryggja fyrst öllum vistun fyrir börn sín eftir að fæðingarorlofi lýkur. Fram kom á fundinum að það kosti um tvo milljarða á ári að gera leikskóla gjaldfrjálsa en ekki fengust skýr svör um það á fundinum hvaðan þeir fjármunir ættu að koma. Umræðan um gjaldfrjálsan leikskóla er nátengd umræðu um leikskólann sem fyrsta skólastigið og töldu talsmenn allra flokka að starfið innan leikskólanna yrði sífellt metnaðarfyllra. Þeir sögðu þó engu að síður mikilvægt að efla enn frekar faglegt starf á leikskólunum og efla tengsl grunn- og leikskóla. Fram kom að liður í eflingu á faglegu starfi á leikskólum væri að fá fleiri faglærða starfsmenn inn á leikskólana, en eins og kunnugt er plagaði mannekla marga leikskólana í vetur. Til þess að lokka fleiri leikskólakennara til starfa í leikskólum þyrfti að hækka launin enn meira en gert hefði verið nú eftir áramót. Benti einn fundargesta þá á að samningar við leikskólakennara væru lausir í haust og því verður fróðlegt að fylgjast með hvort þeir sem stjórna borginni eftir kosningar fylgi orðunum eftir með gjörðum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss á Kötlujökli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Sjá meira