Breytingar geti lækkað matarverð um 20 prósent 18. maí 2006 22:45 MYND/Sigurður Jökull Samtök verslunar og þjónustu segja að matarverð geti lækkað um hátt í 20 prósent ef breytingar verði gerðar á skatta- og gjaldaumhverfi á matvörumarkaði. Samtökin vilja frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum í skrefum en vilja breytingar á vörugjöldum og virðisaukaskatti sem fyrst. Alþýðusamband Íslands birti í gær niðurstöður matvörukönnunar sem gerð var í höfuðborgum allra norrænu ríkjanna. Þar kom í ljós að matarkarfa með helstu nauðsynjum var nærri tvöfalt dýrarir í Reykjavík en í Stokkhólmi og að aðeins Oslóbúar borguðu svipað verð fyrir matinn og Reykvíkingar. Samtök verslunar og þjónustu segja niðurstöður könnunarinnar sýna að það séu einkum landbúnaðarvörur sem séu dýrari hér en að meðaltali í samanburðarlöndunum. Þau vilja því að allir tollar á innfluttar landbúnaðarvörur og framleiðslustyrkir verði afnumdir í skrefum. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir samtökin ekki vilja neinar kollsteypur eða byltingar. Þau hafi bent stjórnvöldum á að taka ákveðna stefnu í málinu og feta sig svo áfram í tímasettum skrefum að því marki sem menn vilji ná, þ.e. að það ríki verslunarfrelsi í innflutningi á landbúnaðarvörum og að innlend framleiðsla verði að standa sig í samkeppni við þær. Sigurður bendir á innflutningstollar á grænmeti hafi verið lækkaðir með góðum ávinningi fyrir neytendur. Hann segir að matarverð geti lækkað um 12-20 prósent við slíkar breytingar. Hann bendir einnig á vörugjöld og virðisaukaskatt á matvæli sem beri að breyta. Samtökin hafi lagt mjög ákveðið til við matvælanefnd forsætisráðherra að byrjað væri á því að fella niður vörugjöld af matvælum, sem kosti tæpa tvo milljarða. Síðan verði allur matur færður niður í eitt lægra virðisaukaskattsþrep sem væri 12 prósent. Það yrði þá svipað og annars staðar í Evrópu, en einungis í Danmörku sé hærri virðisaukaskattur á matvæli en hér. Samtök verslunar og þjónustu binda miklar vonir við niðurstöðu matvælanefndar forsætisráðherra sem á að koma með tillögur til lækkunar á matvælaverði . Nefndin á skila tillögum fyrir mitt ár og að sögn Hallgríms Snorrasonar, hagstofustjóra og formanns nefndarinnar, verður það gert og því er niðurstaðna að vænta á næstu vikum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss á Kötlujökli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu segja að matarverð geti lækkað um hátt í 20 prósent ef breytingar verði gerðar á skatta- og gjaldaumhverfi á matvörumarkaði. Samtökin vilja frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum í skrefum en vilja breytingar á vörugjöldum og virðisaukaskatti sem fyrst. Alþýðusamband Íslands birti í gær niðurstöður matvörukönnunar sem gerð var í höfuðborgum allra norrænu ríkjanna. Þar kom í ljós að matarkarfa með helstu nauðsynjum var nærri tvöfalt dýrarir í Reykjavík en í Stokkhólmi og að aðeins Oslóbúar borguðu svipað verð fyrir matinn og Reykvíkingar. Samtök verslunar og þjónustu segja niðurstöður könnunarinnar sýna að það séu einkum landbúnaðarvörur sem séu dýrari hér en að meðaltali í samanburðarlöndunum. Þau vilja því að allir tollar á innfluttar landbúnaðarvörur og framleiðslustyrkir verði afnumdir í skrefum. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir samtökin ekki vilja neinar kollsteypur eða byltingar. Þau hafi bent stjórnvöldum á að taka ákveðna stefnu í málinu og feta sig svo áfram í tímasettum skrefum að því marki sem menn vilji ná, þ.e. að það ríki verslunarfrelsi í innflutningi á landbúnaðarvörum og að innlend framleiðsla verði að standa sig í samkeppni við þær. Sigurður bendir á innflutningstollar á grænmeti hafi verið lækkaðir með góðum ávinningi fyrir neytendur. Hann segir að matarverð geti lækkað um 12-20 prósent við slíkar breytingar. Hann bendir einnig á vörugjöld og virðisaukaskatt á matvæli sem beri að breyta. Samtökin hafi lagt mjög ákveðið til við matvælanefnd forsætisráðherra að byrjað væri á því að fella niður vörugjöld af matvælum, sem kosti tæpa tvo milljarða. Síðan verði allur matur færður niður í eitt lægra virðisaukaskattsþrep sem væri 12 prósent. Það yrði þá svipað og annars staðar í Evrópu, en einungis í Danmörku sé hærri virðisaukaskattur á matvæli en hér. Samtök verslunar og þjónustu binda miklar vonir við niðurstöðu matvælanefndar forsætisráðherra sem á að koma með tillögur til lækkunar á matvælaverði . Nefndin á skila tillögum fyrir mitt ár og að sögn Hallgríms Snorrasonar, hagstofustjóra og formanns nefndarinnar, verður það gert og því er niðurstaðna að vænta á næstu vikum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss á Kötlujökli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Sjá meira