35 ára loforð endurtekið hjá S.þ. 27. september 2006 19:08 Í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hét Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, því að framlög til þróunaraðstoðar yrðu þrefölduð á næstu þremur árum. Ef það gengur eftir hafa Íslendingar aðeins náð að hálfu því markmiði sem lögfest var af Alþingi árið 1971 eða fyrir þrjátíu og fimm árum. Íslendingar hafa sett sér háleit markmið í aðstoð við þróunarlönd og kynnti utanríkisráðherra í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær metnaðarfull áform til næstu ára. Ráðherrann sagði að þrefalda ætti framlögin á næstu þremur árum og eftir það smám saman auka í 0,7% af þjóðartekjum. Gangi eftir þessi fögru fyrirheit mun framlag íslendinga til þróunaraðstoðar ná því marki að vera 0.35 prósent af þjóðartekjum árið 2009. Og einhvern tímann eftir það ná því metnarfulla markmiði að verja 0,7% af þjóðartekjum í þennan málaflokk. Hvenær það verður tilgreinir utanríkisráðherra ekki. En þarna var ráðherrann að endurtaka fyrirheit sem fyrst voru gefin fyrir 35 árum eða árið 1971. Þá lögfesti alþingi það markmið að 0.7% af auði þjóðarinnar færi til fátækari landa. Frumvarpið um þetta efni varð að lögum þrátt fyrir að sumir þegnar landsins væru með hundshaus og hvöttu til að þingið svæfði málið enda brýnna að eyða peningunum í brýn landgræðslu á Íslandi en í fátækar, þurfandi þjóðir. En nú 5 árum síðar eru íslendinga ekki miklu nær markinu og er framlag íslendinga til þróunarhjálpar aumlegt miðað við flest ríki OECD. Ekkert ríkjanna veitir innan við 0.20 prósent af landsframleiðslu til þróunaraðstoðar - nema Ísland. Jafnvel grikkir gefa meira. Samanburðurinn við önnur norræn ríki og gjafmildustu Evrópuríki er frekar aumlegur fyrir íslendinga. Þar standa Íslendingar langt að baki. Og samanburðurinn verður áfram okkur óhagstæður þó svo markmiðið næst, í ótilgreindri framtíð, sem sett var fyrir 35 árum síðan. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hét Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, því að framlög til þróunaraðstoðar yrðu þrefölduð á næstu þremur árum. Ef það gengur eftir hafa Íslendingar aðeins náð að hálfu því markmiði sem lögfest var af Alþingi árið 1971 eða fyrir þrjátíu og fimm árum. Íslendingar hafa sett sér háleit markmið í aðstoð við þróunarlönd og kynnti utanríkisráðherra í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær metnaðarfull áform til næstu ára. Ráðherrann sagði að þrefalda ætti framlögin á næstu þremur árum og eftir það smám saman auka í 0,7% af þjóðartekjum. Gangi eftir þessi fögru fyrirheit mun framlag íslendinga til þróunaraðstoðar ná því marki að vera 0.35 prósent af þjóðartekjum árið 2009. Og einhvern tímann eftir það ná því metnarfulla markmiði að verja 0,7% af þjóðartekjum í þennan málaflokk. Hvenær það verður tilgreinir utanríkisráðherra ekki. En þarna var ráðherrann að endurtaka fyrirheit sem fyrst voru gefin fyrir 35 árum eða árið 1971. Þá lögfesti alþingi það markmið að 0.7% af auði þjóðarinnar færi til fátækari landa. Frumvarpið um þetta efni varð að lögum þrátt fyrir að sumir þegnar landsins væru með hundshaus og hvöttu til að þingið svæfði málið enda brýnna að eyða peningunum í brýn landgræðslu á Íslandi en í fátækar, þurfandi þjóðir. En nú 5 árum síðar eru íslendinga ekki miklu nær markinu og er framlag íslendinga til þróunarhjálpar aumlegt miðað við flest ríki OECD. Ekkert ríkjanna veitir innan við 0.20 prósent af landsframleiðslu til þróunaraðstoðar - nema Ísland. Jafnvel grikkir gefa meira. Samanburðurinn við önnur norræn ríki og gjafmildustu Evrópuríki er frekar aumlegur fyrir íslendinga. Þar standa Íslendingar langt að baki. Og samanburðurinn verður áfram okkur óhagstæður þó svo markmiðið næst, í ótilgreindri framtíð, sem sett var fyrir 35 árum síðan.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira