NBA: Rose rosalegur í lokin í sigri Chicago og New York tapar enn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2011 11:00 Derrick Rose fagnar í nótt. Mynd/AP Það bendir allt til þess að Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, verði kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar á þessu tímabili og hann sýndi af hverju í nótt þegar hann vann leik liðsins við Milwaukee Bucks nánast upp á sitt einsdæmi. Atlanta Hawks tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni en New York Knicks tapaði hinsvegar sínum sjötta leik í röð og hefur gjörsamlega hrunið við komu Carmelo Anthony. Derrick Rose var allt í öllu á lokamínútunum þegar Chicago Bulls skoraði tólf síðustu stig leiksins í 95-87 sigri á Milwaukee Bucks. Rose var með 30 stig og 17 stoðsendingar í leiknum en það var framlag hans á síðustu þremur mínútum leiksins sem gerði útslagið en Chicago var þá 83-87 undir í leiknum. „Það versta sem þú getur gert á móti mér er að gefa mér sjálfstraust í einhverju sem ég geri. Ef ég fæ eitthvað sjálfstraust þá verður erfitt að stöðva mig," sagði Derrick Rose eftir leikinn. Rose byrjaði á því að hitta úr tveimur vítum og síðan gaf hann stoðsendingu á Joakim Noah, sem tróð í hraðaupphlaupi. Rose skoraði þá þrjár körfur í röð og endaði síðan á því að gefa stoðsendingu á Ronnie Brewer, sem tróð í hraðaupphlaupi. Rose var því með átta stig og tvær stoðsendingar og kom að öllum stigum Bulls-liðsins í þessum 12-0 lokaspretti. Carlos Boozer var með 14 stig og 11 fráköst hjá Chicago og Joakim Noah bætti við 12 stigum og 11 fráköstum. John Salmons skoraði 25 stig fyrir Milwaukee og Carlos Delfino var með 23 stig.Mynd/APBoris Diaw skoraði 20 stig og Stephen Jackson var með 19 stig þegar Charlotte Bobcats vann 114-106 sigur á New York Knicks, kvöldið eftir að Charlotte-liðið vann glæsilegan sigur í Boston. Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir New York en það kom ekki í veg fyrir sjötta tap liðsins í röð. New York liðið hefur aðeins unnið 7 af 19 leikjum sínum síðan að Carmelo kom frá Denver. Al Horford var með 23 stig og 12 fráköst þegar Atlanta Hawks tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 98-87 sigri á New Jersey Nets. Liðið missti Joe Johnson af velli í seinni hálfleik meiddan á þumalputta. Josh Smith skoraði 22 stig fyrir Hawks sem eru í úrslitakeppninni fjórða árið í röð. Anthony Morrow skoraði 25 stig fyrir Nets-liðið sem hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. Richard Hamilton skoraði 23 stig þegar Detroit Pistons vann 100-88 sigur á Indiana Pacers. Brandon Rush skoraði mest 19 stig fyrir Indiana sem er að berjast um sæti í úrslitakeppnina.Mynd/APJason Terry skoraði 5 af 22 stigum sínum í 13-0 spretti í fjórða leikhluta þegar Dallas Mavericks vann 94-77 útisigur á Utah Jazz. Þetta var fimmta tap Utah í röð. Dirk Nowitzki skoraði 19 stig og hefur nú hitt úr 72 vítum í röð. Blake Griffin var með 22 stig og 16 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann 94-90 sigur á Toronto Raptors sem tapaði sínum fjórða leik í röð. Chris Kaman var með 17 stig og 12 fráköst hjá Clippers og Eric Gordon skoraði 17 stig. Ed Davis var með 21 stig og 11 fráköst hjá Toronto. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APAtlanta Hawks-New Jersey Nets 98-87 Charlotte Bobcats-New York Knicks 114-106 Detroit Pistons-Indiana Pacers 100-88 Milwaukee Bucks-Chicago Bulls 87-95 Utah Jazz-Dallas Mavericks 77-94 Los Angeles Clippers-Toronto Raptors 94-90 NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Það bendir allt til þess að Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, verði kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar á þessu tímabili og hann sýndi af hverju í nótt þegar hann vann leik liðsins við Milwaukee Bucks nánast upp á sitt einsdæmi. Atlanta Hawks tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni en New York Knicks tapaði hinsvegar sínum sjötta leik í röð og hefur gjörsamlega hrunið við komu Carmelo Anthony. Derrick Rose var allt í öllu á lokamínútunum þegar Chicago Bulls skoraði tólf síðustu stig leiksins í 95-87 sigri á Milwaukee Bucks. Rose var með 30 stig og 17 stoðsendingar í leiknum en það var framlag hans á síðustu þremur mínútum leiksins sem gerði útslagið en Chicago var þá 83-87 undir í leiknum. „Það versta sem þú getur gert á móti mér er að gefa mér sjálfstraust í einhverju sem ég geri. Ef ég fæ eitthvað sjálfstraust þá verður erfitt að stöðva mig," sagði Derrick Rose eftir leikinn. Rose byrjaði á því að hitta úr tveimur vítum og síðan gaf hann stoðsendingu á Joakim Noah, sem tróð í hraðaupphlaupi. Rose skoraði þá þrjár körfur í röð og endaði síðan á því að gefa stoðsendingu á Ronnie Brewer, sem tróð í hraðaupphlaupi. Rose var því með átta stig og tvær stoðsendingar og kom að öllum stigum Bulls-liðsins í þessum 12-0 lokaspretti. Carlos Boozer var með 14 stig og 11 fráköst hjá Chicago og Joakim Noah bætti við 12 stigum og 11 fráköstum. John Salmons skoraði 25 stig fyrir Milwaukee og Carlos Delfino var með 23 stig.Mynd/APBoris Diaw skoraði 20 stig og Stephen Jackson var með 19 stig þegar Charlotte Bobcats vann 114-106 sigur á New York Knicks, kvöldið eftir að Charlotte-liðið vann glæsilegan sigur í Boston. Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir New York en það kom ekki í veg fyrir sjötta tap liðsins í röð. New York liðið hefur aðeins unnið 7 af 19 leikjum sínum síðan að Carmelo kom frá Denver. Al Horford var með 23 stig og 12 fráköst þegar Atlanta Hawks tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 98-87 sigri á New Jersey Nets. Liðið missti Joe Johnson af velli í seinni hálfleik meiddan á þumalputta. Josh Smith skoraði 22 stig fyrir Hawks sem eru í úrslitakeppninni fjórða árið í röð. Anthony Morrow skoraði 25 stig fyrir Nets-liðið sem hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. Richard Hamilton skoraði 23 stig þegar Detroit Pistons vann 100-88 sigur á Indiana Pacers. Brandon Rush skoraði mest 19 stig fyrir Indiana sem er að berjast um sæti í úrslitakeppnina.Mynd/APJason Terry skoraði 5 af 22 stigum sínum í 13-0 spretti í fjórða leikhluta þegar Dallas Mavericks vann 94-77 útisigur á Utah Jazz. Þetta var fimmta tap Utah í röð. Dirk Nowitzki skoraði 19 stig og hefur nú hitt úr 72 vítum í röð. Blake Griffin var með 22 stig og 16 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann 94-90 sigur á Toronto Raptors sem tapaði sínum fjórða leik í röð. Chris Kaman var með 17 stig og 12 fráköst hjá Clippers og Eric Gordon skoraði 17 stig. Ed Davis var með 21 stig og 11 fráköst hjá Toronto. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APAtlanta Hawks-New Jersey Nets 98-87 Charlotte Bobcats-New York Knicks 114-106 Detroit Pistons-Indiana Pacers 100-88 Milwaukee Bucks-Chicago Bulls 87-95 Utah Jazz-Dallas Mavericks 77-94 Los Angeles Clippers-Toronto Raptors 94-90
NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira