NBA: Dallas í úrslitin eftir þriðja sigurinn í röð á Oklahoma City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2011 09:00 Dirk Nowitzki með bikarinn fyrir að vinna Vesturdeildina. Mynd/AP Dallas Mavericks tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 100-96 heimasigur á Oklahoma City Thunder en Dallas vann einvígið þar með 4-1 efrir að hafa unnið þrjá síðustu leikina. Dallas hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni og er komið í úrslitin í fyrsta sinn síðan 2006. „Við eigum þegar einn svona bikar og þetta er ágætt í dag. Markmiðið okkar í október var að fara alla leið og við erum ekki búnir að uppfylla það ennþá. Það er frábært að vera kominn aftur í úrslitin og vonandi getum við klárað titilinn núna," sagði Dirk Nowitzki en hann fór með Dallas alla leið í úrslitin fyrir fimm árum síðan þegar liðið tapaði fyrir Miami Heat. Dallas komst þá í 2-0 í einvíginu en tapaði því síðan 2-4. Það hefur tekið liðið langan tíma að jafna sig eftir það enda hafði það fyrir þetta tímabilið aðeins unnið eitt einvígi í úrslitakeppninni.Dirk Nowitzki og Shawn Marion.Mynd/APDallas er reynslumikið lið og þeir hafa nýtt sér það gegn ungu liði Oklahoma City. Dallas vann upp 15 stiga forskot á síðustu fimm mínútunum í leik fjögur og í nótt var liðið sex stigum undir þegar 4 mínútur og 37 sekúndur voru eftir. Dallas vann lokakaflann 14-4 og tryggði sér sigur í Vesturdeildinni og sæti í lokaúrslitunum. Nowitzki, Jason Kidd, Shawn Marion og Jason Terry voru allt í öllu á lokamínútunum. Dirk Nowitzki og Shawn Marion voru stigahæstir hjá Dallas með 26 stig. Marion skoraði 15 þeirra í fjórða leikhlutanum og Nowitzki skoraði 9 stiga sinna í þeim fjórða. Nowitzki var með 32,2 stig að meðaltali í einvíginu þar af 11,8 stig að meðaltali í lokaleikhlutanum. „Þeirra tími mun koma en hann var ekki núna. Okkur líður eins og núna sé okkar tími runninn upp," sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas. Elsti leikmaður byrjunarliðs Oklahoma City er 27 ára en yngsti leikmaður byrjunarliðs Dallas er 28 ára. Þessi tölfræði segir margt um muninn á reynslu þessara tveggja liða.Russell Westbrook.Mynd/AP„Það er erfitt að sætta sig við þetta en við verðum að læra frá þessu og eina leiðin til þess að verða betri er að halda áfram að leggja mikið á sig," sagði Kevin Durant og bætti við: „Við spiluðum á fullu en tókst bara ekki að landa sigrinum," sagði Durant. „Það er ekki hægt að hoppa yfir þrep í ferlinu. Við verðum allir að verða betri og þar er ég líka meðtalinn," sagði Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder. Russell Westbrook skoraði 31 stig fyrir Oklahoma City og þeir Kevin Durant og James Harden voru með 23 stig hvor.Mynd/APDallas fær því í það minnsta sex daga hvíld fyrir lokaúrslitin og það eru góðar fréttir fyrir hinn 38 ára gamla leikstjórnanda liðsins, Jason Kidd. „Það er mikill bónus að fá auka hvíld á þessum tíma ársins. Það var mjög stórt fyrir okkur að ná að klára þetta í þessum leik," sagði Kidd sem fór tvisvar sinnum í úrslitin með New Jersey Nets árin 2002 og 2003. NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Dallas Mavericks tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 100-96 heimasigur á Oklahoma City Thunder en Dallas vann einvígið þar með 4-1 efrir að hafa unnið þrjá síðustu leikina. Dallas hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni og er komið í úrslitin í fyrsta sinn síðan 2006. „Við eigum þegar einn svona bikar og þetta er ágætt í dag. Markmiðið okkar í október var að fara alla leið og við erum ekki búnir að uppfylla það ennþá. Það er frábært að vera kominn aftur í úrslitin og vonandi getum við klárað titilinn núna," sagði Dirk Nowitzki en hann fór með Dallas alla leið í úrslitin fyrir fimm árum síðan þegar liðið tapaði fyrir Miami Heat. Dallas komst þá í 2-0 í einvíginu en tapaði því síðan 2-4. Það hefur tekið liðið langan tíma að jafna sig eftir það enda hafði það fyrir þetta tímabilið aðeins unnið eitt einvígi í úrslitakeppninni.Dirk Nowitzki og Shawn Marion.Mynd/APDallas er reynslumikið lið og þeir hafa nýtt sér það gegn ungu liði Oklahoma City. Dallas vann upp 15 stiga forskot á síðustu fimm mínútunum í leik fjögur og í nótt var liðið sex stigum undir þegar 4 mínútur og 37 sekúndur voru eftir. Dallas vann lokakaflann 14-4 og tryggði sér sigur í Vesturdeildinni og sæti í lokaúrslitunum. Nowitzki, Jason Kidd, Shawn Marion og Jason Terry voru allt í öllu á lokamínútunum. Dirk Nowitzki og Shawn Marion voru stigahæstir hjá Dallas með 26 stig. Marion skoraði 15 þeirra í fjórða leikhlutanum og Nowitzki skoraði 9 stiga sinna í þeim fjórða. Nowitzki var með 32,2 stig að meðaltali í einvíginu þar af 11,8 stig að meðaltali í lokaleikhlutanum. „Þeirra tími mun koma en hann var ekki núna. Okkur líður eins og núna sé okkar tími runninn upp," sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas. Elsti leikmaður byrjunarliðs Oklahoma City er 27 ára en yngsti leikmaður byrjunarliðs Dallas er 28 ára. Þessi tölfræði segir margt um muninn á reynslu þessara tveggja liða.Russell Westbrook.Mynd/AP„Það er erfitt að sætta sig við þetta en við verðum að læra frá þessu og eina leiðin til þess að verða betri er að halda áfram að leggja mikið á sig," sagði Kevin Durant og bætti við: „Við spiluðum á fullu en tókst bara ekki að landa sigrinum," sagði Durant. „Það er ekki hægt að hoppa yfir þrep í ferlinu. Við verðum allir að verða betri og þar er ég líka meðtalinn," sagði Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder. Russell Westbrook skoraði 31 stig fyrir Oklahoma City og þeir Kevin Durant og James Harden voru með 23 stig hvor.Mynd/APDallas fær því í það minnsta sex daga hvíld fyrir lokaúrslitin og það eru góðar fréttir fyrir hinn 38 ára gamla leikstjórnanda liðsins, Jason Kidd. „Það er mikill bónus að fá auka hvíld á þessum tíma ársins. Það var mjög stórt fyrir okkur að ná að klára þetta í þessum leik," sagði Kidd sem fór tvisvar sinnum í úrslitin með New Jersey Nets árin 2002 og 2003.
NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira