Íslensku stelpurnar í beinni á Eurosport í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2011 06:00 Íslenska 17 ára landsliðið. Mynd/Ksi.is Stelpurnar í 17 ára landsliðinu í fótbolta mæta Spánverjum í undanúrslitum EM í Nyon í Sviss í dag. Þetta mót er haldið í höfuðstöðvum UEFA í fjórða sinn. Leikurinn hefst klukkan 12.00 að íslenskum tíma en strax á eftir mætast Þýskaland og Frakkland í hinum undanúrslitaleiknum. Í boði er sæti í úrslitaleiknum sem fer fram á sama stað á sunnudaginn kemur. Leikirnir verða í beinni útsendingu á Eurosport sem er stöð númer 40 á Digital Íslandi. Íslenska liðið vann alla sex leiki sína í undankeppninni með markatölunni 37-3. Fyrst unnu stelpurnar riðlakeppni í Búlgaríu þar sem þær slógu út Búlgari, Ítali og Litháa. Svo var það milliriðill í Póllandi í apríl þar sem þær unnu Englendinga, Svía og Pólverja. U19 ára þjálfari Íslands (Ólafur Guðbjörnsson) og A-landsliðsþjálfari Íslands (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) Íslands eru báðir mættir til Sviss til að horfa á stelpurnar. Sænska knattspyrnusambandið er svo frá sér numið af frábærum árangri Íslands að það sendi hingað U17 ára þjálfara sinn og aðstoðarkonu hennar til að fylgjast með Íslandi á öllum æfingum og í leikjum. Þeir vilja læra af Íslandi Á blaðamannafundi í gær var Láki (Þorlákur Árnason þjálfari Íslands u17) mikið spurður um þennan frábæra árangur Íslands í þessari keppni og undanfarin ár, einnig U21 árs lið karla. Hvernig færi svona lítil þjóð eiginlega að því að búa til svona frábæra fótboltamenn. Láki sagði það fyrst og fremst góðum þjálfurum að þakka alveg niður í yngri flokka og góðri þjálfaramenntun ásamt nálægðinni á landinu og flottri inniaðstöðu. Láki sagði einnig að gott liðið hafi tekið með sér gott sjálfstraust úr Norðurlandamótinu og vaxið frá því. Hann hafi byrjað að vinna með vörnina og þannig náði liðið árangri í byrjun eftir að hann tók við 2009. Í kjölfarið varð sóknin betri enda séum við með mjög góða framherja og höfum unnið alla leiki í þessari undankeppni. Láki sagði ennfremur "Leikmenn eru stoltir að vera hérna. Hér er flott andrúmsloft. Aðalatriðið fyrir okkur er að fá góða reynslu útúr þessu móti og búa til góða framtíðarleikmenn fyrir Ísland. Það er líka gaman að vinna og við vitum að við getum unnið stóru þjóðirnar." Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Stelpurnar í 17 ára landsliðinu í fótbolta mæta Spánverjum í undanúrslitum EM í Nyon í Sviss í dag. Þetta mót er haldið í höfuðstöðvum UEFA í fjórða sinn. Leikurinn hefst klukkan 12.00 að íslenskum tíma en strax á eftir mætast Þýskaland og Frakkland í hinum undanúrslitaleiknum. Í boði er sæti í úrslitaleiknum sem fer fram á sama stað á sunnudaginn kemur. Leikirnir verða í beinni útsendingu á Eurosport sem er stöð númer 40 á Digital Íslandi. Íslenska liðið vann alla sex leiki sína í undankeppninni með markatölunni 37-3. Fyrst unnu stelpurnar riðlakeppni í Búlgaríu þar sem þær slógu út Búlgari, Ítali og Litháa. Svo var það milliriðill í Póllandi í apríl þar sem þær unnu Englendinga, Svía og Pólverja. U19 ára þjálfari Íslands (Ólafur Guðbjörnsson) og A-landsliðsþjálfari Íslands (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) Íslands eru báðir mættir til Sviss til að horfa á stelpurnar. Sænska knattspyrnusambandið er svo frá sér numið af frábærum árangri Íslands að það sendi hingað U17 ára þjálfara sinn og aðstoðarkonu hennar til að fylgjast með Íslandi á öllum æfingum og í leikjum. Þeir vilja læra af Íslandi Á blaðamannafundi í gær var Láki (Þorlákur Árnason þjálfari Íslands u17) mikið spurður um þennan frábæra árangur Íslands í þessari keppni og undanfarin ár, einnig U21 árs lið karla. Hvernig færi svona lítil þjóð eiginlega að því að búa til svona frábæra fótboltamenn. Láki sagði það fyrst og fremst góðum þjálfurum að þakka alveg niður í yngri flokka og góðri þjálfaramenntun ásamt nálægðinni á landinu og flottri inniaðstöðu. Láki sagði einnig að gott liðið hafi tekið með sér gott sjálfstraust úr Norðurlandamótinu og vaxið frá því. Hann hafi byrjað að vinna með vörnina og þannig náði liðið árangri í byrjun eftir að hann tók við 2009. Í kjölfarið varð sóknin betri enda séum við með mjög góða framherja og höfum unnið alla leiki í þessari undankeppni. Láki sagði ennfremur "Leikmenn eru stoltir að vera hérna. Hér er flott andrúmsloft. Aðalatriðið fyrir okkur er að fá góða reynslu útúr þessu móti og búa til góða framtíðarleikmenn fyrir Ísland. Það er líka gaman að vinna og við vitum að við getum unnið stóru þjóðirnar."
Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira