Máli tannlæknisins var vísað frá dómi 31. mars 2011 07:00 tannViðgerðir Um leið og tannlæknirinn fékk matsgerð dómkvadds sérfræðings í hendur kannaði hann gögn sín og í ljós kom að eðlilegar skýringar voru á nánast öllum þeim tilvikum sem matsmaðurinn hafði gert athugasemdir við. Máli tannlæknis á Suðurnesjum sem ákærður hafði verið fyrir fjársvik, með því að framvísa til Tryggingastofnunar reikningum vegna tannviðgerða sem hann hafði ekki unnið, var í gær vísað frá dómi í Héraðsdómi Reykjaness. Dómurinn sagði „bresta svo mjög á skýrleika verknaðarlýsingar í ákæru að ákærða verði með réttu ekki talið fært að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum gegn þeim“. Forsaga þessa máls, sem verið hefur í gangi árum saman, er sú að 18. september 2006 kærði Tryggingastofnun ríkisins tannlækninn til lögreglu og krafðist þess að fram færi opinber rannsókn á ætluðum auðgunarbrotum hans í starfi sem tannlæknir með röngum reikningsfærslum á hendur stofnuninni. Í kærunni kom fram að tannlæknirinn hefði til margra ára skorið sig verulega úr í samanburði við aðra tannlækna í því hve margar viðgerðir hann gerði í munni hvers og eins. Hefði TR leitað eftir skýringum á þessu hjá tannlækninum en ekki verið sátt við skýringar hans. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum og var jafnvel talið, samkvæmt upplýsingum sem þeim voru veittar, að svikin næmu allt að 200 milljónum króna síðustu þrjátíu ár, uppreiknað til nóvember 2007. Samkvæmt ákærunni sem síðan var þingfest var tannlækninum gefið að sök á hafa á árunum 2003 til 2006 svikið út rúmar 129 þúsund krónur vegna 34 tannviðgerða í ellefu einstaklingum. Niðurstöðum tveggja matsmanna sem fengnir voru hvor í sínu lagi með þriggja ára tímabili til að skoða sama sjúklingahóp tannlæknisins bar ekki saman. Annar sagði 164 fyllingar vanta en hinn gat ekki greint 34 fyllingar. Tannlæknirinn kvaðst, eftir könnun gagna sinna, eðlilegar skýringar vera á nánast öllum þeim tilvikum sem síðarnefndi matsmaðurinn gerði athugasemdir við. Í niðurstöðu dómsins segir að í ákæru hafi ekki verið tilgreind rétt fjárhæð þeirra reikninga sem tannlækninum var gefið að sök að hafa framvísað við Tryggingastofnun. Þá væru dagsetningar og númer reikninganna ekki tilgreind í ákæru og verknaðarlýsing óljós. Í ljósi þessa var málinu vísað frá dómi. [email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Máli tannlæknis á Suðurnesjum sem ákærður hafði verið fyrir fjársvik, með því að framvísa til Tryggingastofnunar reikningum vegna tannviðgerða sem hann hafði ekki unnið, var í gær vísað frá dómi í Héraðsdómi Reykjaness. Dómurinn sagði „bresta svo mjög á skýrleika verknaðarlýsingar í ákæru að ákærða verði með réttu ekki talið fært að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum gegn þeim“. Forsaga þessa máls, sem verið hefur í gangi árum saman, er sú að 18. september 2006 kærði Tryggingastofnun ríkisins tannlækninn til lögreglu og krafðist þess að fram færi opinber rannsókn á ætluðum auðgunarbrotum hans í starfi sem tannlæknir með röngum reikningsfærslum á hendur stofnuninni. Í kærunni kom fram að tannlæknirinn hefði til margra ára skorið sig verulega úr í samanburði við aðra tannlækna í því hve margar viðgerðir hann gerði í munni hvers og eins. Hefði TR leitað eftir skýringum á þessu hjá tannlækninum en ekki verið sátt við skýringar hans. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum og var jafnvel talið, samkvæmt upplýsingum sem þeim voru veittar, að svikin næmu allt að 200 milljónum króna síðustu þrjátíu ár, uppreiknað til nóvember 2007. Samkvæmt ákærunni sem síðan var þingfest var tannlækninum gefið að sök á hafa á árunum 2003 til 2006 svikið út rúmar 129 þúsund krónur vegna 34 tannviðgerða í ellefu einstaklingum. Niðurstöðum tveggja matsmanna sem fengnir voru hvor í sínu lagi með þriggja ára tímabili til að skoða sama sjúklingahóp tannlæknisins bar ekki saman. Annar sagði 164 fyllingar vanta en hinn gat ekki greint 34 fyllingar. Tannlæknirinn kvaðst, eftir könnun gagna sinna, eðlilegar skýringar vera á nánast öllum þeim tilvikum sem síðarnefndi matsmaðurinn gerði athugasemdir við. Í niðurstöðu dómsins segir að í ákæru hafi ekki verið tilgreind rétt fjárhæð þeirra reikninga sem tannlækninum var gefið að sök að hafa framvísað við Tryggingastofnun. Þá væru dagsetningar og númer reikninganna ekki tilgreind í ákæru og verknaðarlýsing óljós. Í ljósi þessa var málinu vísað frá dómi. [email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira