Rás 2 selur gistirými Dr. Gunni skrifar 12. desember 2013 06:00 Þegar spilaborgin hrundi árið 2008 og íslenskir bankakarlar reyndust ekki þau séní sem búið var að innprenta okkur var fátt um fína drætti í hinni séríslensku minnimáttarkennd. Til að hækka risið á landsmönnum var fljótlega farið að benda á að íslenska tónlistarútrásin væri nú alls ekkert feik eins og bankaruglið.Grunnstoðir poppsins Eftir að Mezzoforte og Sykurmolarnir ruddu brautina hafa Björk, Sigur Rós, Of Monsters & Men og fjöldinn allur af öðru listafólki selt ófá gistirými úti um allt land. Túristarnir – hinar nýju síldartorfur – koma nefnilega ekki eingöngu hingað út af náttúrunni og Bláa lóninu, heldur í stórum mæli vegna þessara sendiherra landsins. Það er staðreynd að í nánast öllum viðtölum sem þetta fólk fer í í útlöndum þarf það að svara spurningum um land og þjóð. Og það ásamt tónlistinni sjálfri auglýsir landið og kveikir ímynd af landi og þjóð í hugum væntanlegra gistináttanotenda. Einhvers staðar þarf að byrja og popplistafólk lifir ekki í tómarúmi, frekar en aðrir. Athygli og svörun er hverjum listamanni nauðsynleg. Nú er mikið talað um að horfa þurfi á „stóru myndina“. Hún er þessi: Grunnstoðir poppsins (hér nota ég orðið „popp“ eins vítt og hugsast getur) hafa lengi verið þrjár á Íslandi – Músíktilraunir, Iceland Airwaves og Rás 2. Þegar fólk byrjar að tala um að Rás 2 megi nú alveg missa sín því einkareknar stöðvar geti sinnt því að spila „poppgarg“, er það ekki alveg að skilja hvernig einkareknar útvarpsstöðvar funkera. Á þeim öllum er „playlisti“ sem stílar inn á markhópinn því talið er að markhópurinn geti ekki höndlað margar tegundir í einu. Einkareknar stöðvar eru reknar með gróða að markmiði og í því ljósi eru áherslur þeirra skiljanlegar. Það er ekkert sem gefur til kynna að hegðun einkarekinna stöðva myndi breytast ef Rás 2 yrði lögð niður.Fjársvelti, skilningsleysi og tuð Á Rás 2 eru jákvæðar tölur í ársskýrslu ekki helsta keppikeflið – eða ætti a.m.k. ekki að vera það – og því ægir þar öllu saman. Á eftir Geirmundi kemur kannski útúrsýrt lag með Dj Flugvél og geimskipi, þaðan er skipt í Skálmöld og svo kannski gamalt lag með Elly Vilhjálms. Rás 2 er víðsýnasta útvarp landsins og hlustendurnir hafa tamið sér umburðarlyndi fyrir mismunandi stílum. Þeir skipta ekki um stöð þótt það komi eitthvað sem þeim finnst leiðinlegt því þeir vita af reynslu að næsta lag verður eitthvað allt annað. Auk fjölbreytninnar hefur Rás 2 sinnt frábæru starfi við að taka upp og varðveita ómetanlegar heimildir um jálka poppsins jafnt sem nýgræðinga, búið til fræðandi og metnaðarfulla þætti og almennt reynt að hlúa að senunni þrátt fyrir endalaust fjársvelti, eilíft skilningsleysi og viðvarandi tuð. Ég hélt satt að segja að það þyrfti ekki að ræða þetta lengur. Ég hélt að hin fúla umræða um lág- og hámenningu frá því á síðustu öld væri fyrir bí, þetta andlausa stagl um hvað sé menning og hvað sé ekki menning. Ég hélt að árangur íslensks tónlistarfólks væri nóg til að þess að hver hugsandi maður skildi af hverju frjálst og víðsýnt útvarp sem sinnir fræðslu, uppbyggingu og varðveislu er nauðsynlegt. En svo er ekki og þess vegna skrifaði ég þessa grein. Þótt ég skrifi bara einn undir hana er ég nánast öruggur um að hver og einn einasta poppari landsins myndi skrifa undir hana líka ef til hans væri leitað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Þegar spilaborgin hrundi árið 2008 og íslenskir bankakarlar reyndust ekki þau séní sem búið var að innprenta okkur var fátt um fína drætti í hinni séríslensku minnimáttarkennd. Til að hækka risið á landsmönnum var fljótlega farið að benda á að íslenska tónlistarútrásin væri nú alls ekkert feik eins og bankaruglið.Grunnstoðir poppsins Eftir að Mezzoforte og Sykurmolarnir ruddu brautina hafa Björk, Sigur Rós, Of Monsters & Men og fjöldinn allur af öðru listafólki selt ófá gistirými úti um allt land. Túristarnir – hinar nýju síldartorfur – koma nefnilega ekki eingöngu hingað út af náttúrunni og Bláa lóninu, heldur í stórum mæli vegna þessara sendiherra landsins. Það er staðreynd að í nánast öllum viðtölum sem þetta fólk fer í í útlöndum þarf það að svara spurningum um land og þjóð. Og það ásamt tónlistinni sjálfri auglýsir landið og kveikir ímynd af landi og þjóð í hugum væntanlegra gistináttanotenda. Einhvers staðar þarf að byrja og popplistafólk lifir ekki í tómarúmi, frekar en aðrir. Athygli og svörun er hverjum listamanni nauðsynleg. Nú er mikið talað um að horfa þurfi á „stóru myndina“. Hún er þessi: Grunnstoðir poppsins (hér nota ég orðið „popp“ eins vítt og hugsast getur) hafa lengi verið þrjár á Íslandi – Músíktilraunir, Iceland Airwaves og Rás 2. Þegar fólk byrjar að tala um að Rás 2 megi nú alveg missa sín því einkareknar stöðvar geti sinnt því að spila „poppgarg“, er það ekki alveg að skilja hvernig einkareknar útvarpsstöðvar funkera. Á þeim öllum er „playlisti“ sem stílar inn á markhópinn því talið er að markhópurinn geti ekki höndlað margar tegundir í einu. Einkareknar stöðvar eru reknar með gróða að markmiði og í því ljósi eru áherslur þeirra skiljanlegar. Það er ekkert sem gefur til kynna að hegðun einkarekinna stöðva myndi breytast ef Rás 2 yrði lögð niður.Fjársvelti, skilningsleysi og tuð Á Rás 2 eru jákvæðar tölur í ársskýrslu ekki helsta keppikeflið – eða ætti a.m.k. ekki að vera það – og því ægir þar öllu saman. Á eftir Geirmundi kemur kannski útúrsýrt lag með Dj Flugvél og geimskipi, þaðan er skipt í Skálmöld og svo kannski gamalt lag með Elly Vilhjálms. Rás 2 er víðsýnasta útvarp landsins og hlustendurnir hafa tamið sér umburðarlyndi fyrir mismunandi stílum. Þeir skipta ekki um stöð þótt það komi eitthvað sem þeim finnst leiðinlegt því þeir vita af reynslu að næsta lag verður eitthvað allt annað. Auk fjölbreytninnar hefur Rás 2 sinnt frábæru starfi við að taka upp og varðveita ómetanlegar heimildir um jálka poppsins jafnt sem nýgræðinga, búið til fræðandi og metnaðarfulla þætti og almennt reynt að hlúa að senunni þrátt fyrir endalaust fjársvelti, eilíft skilningsleysi og viðvarandi tuð. Ég hélt satt að segja að það þyrfti ekki að ræða þetta lengur. Ég hélt að hin fúla umræða um lág- og hámenningu frá því á síðustu öld væri fyrir bí, þetta andlausa stagl um hvað sé menning og hvað sé ekki menning. Ég hélt að árangur íslensks tónlistarfólks væri nóg til að þess að hver hugsandi maður skildi af hverju frjálst og víðsýnt útvarp sem sinnir fræðslu, uppbyggingu og varðveislu er nauðsynlegt. En svo er ekki og þess vegna skrifaði ég þessa grein. Þótt ég skrifi bara einn undir hana er ég nánast öruggur um að hver og einn einasta poppari landsins myndi skrifa undir hana líka ef til hans væri leitað.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun