Durant komst fram úr Jordan í tapleik | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 09:06 Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta, komst í nótt fram úr Michael Jordan með því að skora 25 stig eða meira í 41 leik í röð. Jordan skoraði 25 stig eða meira í 40 leikjum í röð tímabilið 1986/1987. Durant gerði gott betur en það og skoraði 38 stig í nótt auk þess sem hann tók 11 fráköst en það dugði ekki til því spútniklið Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og vann OKC á heimavelli, 122-115.Goran Dragic heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur í Phoenix. Slóveninn sem hefur komið svo skemmtilega á óvart á tímabilinu var stigahæstur heimamanna með 26 stig og það er ekki síst honum að þakka að liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Tíu flottustu tilþrif næturinnar Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni til Miami Heat en liðið hefur átt skelfilegu gengi að fagna undanfarið og tapað sjö af síðustu tíu leikjum sínum. Indiana tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt, 107-88, sem er sérstaklega slæmt því Atlanta er búið að vera eitt alversta liðið eftir áramót. Haukarnir unnu meira að segja á hinum erfiða heimavelli í Indiana, 107-88.Jeff Teague skoraði 25 stig fyrir gestina en Paul George skoraði 18 stig fyrir Indiana. Stóri maðurinn, Roy Hibbert, er ólíkur sjálfum sér þessa dagana en miðherjinn öflugi skoraði ekki körfu í fimm tilraunum og tók ekki eitt frákast á þeim níu mínútum sem hann spilaði í nótt. Miami Heat er því búið að hirða efsta sætið af Indiana í austrinu og verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina í austurdeildinni fari Indiana ekki að taka sig á. Það er einmitt það sem Indiana vill ekki; að lenda mögulega í leik sjö í úrslitum austurdeildarinnar í Miami eins og gerðist í fyrra. Miami vann New York Knicks í nótt, 102-91, þar sem LeBron James var sjóðheitur með 38 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar. J.R. Smith skoraði 32 stig fyrir New York sem er enn í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni.Úrslit næturinnar: Miami Heat - New York Knicks 91-102 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 120-97 Sacramento Kings - Dallas Mavericks 91-93 Indiana Pacers - Atlanta Hawks 88-107 Houston Rockets - Denver Nuggets 130-125 San Antonio Spurs - Memphis Grizzlies 112-92 Golden State Warriors - Utah Jazz 130-102 Phoenix Suns - Oklahoma City Thunder 122-115 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 100-94Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira
Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta, komst í nótt fram úr Michael Jordan með því að skora 25 stig eða meira í 41 leik í röð. Jordan skoraði 25 stig eða meira í 40 leikjum í röð tímabilið 1986/1987. Durant gerði gott betur en það og skoraði 38 stig í nótt auk þess sem hann tók 11 fráköst en það dugði ekki til því spútniklið Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og vann OKC á heimavelli, 122-115.Goran Dragic heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur í Phoenix. Slóveninn sem hefur komið svo skemmtilega á óvart á tímabilinu var stigahæstur heimamanna með 26 stig og það er ekki síst honum að þakka að liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Tíu flottustu tilþrif næturinnar Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni til Miami Heat en liðið hefur átt skelfilegu gengi að fagna undanfarið og tapað sjö af síðustu tíu leikjum sínum. Indiana tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt, 107-88, sem er sérstaklega slæmt því Atlanta er búið að vera eitt alversta liðið eftir áramót. Haukarnir unnu meira að segja á hinum erfiða heimavelli í Indiana, 107-88.Jeff Teague skoraði 25 stig fyrir gestina en Paul George skoraði 18 stig fyrir Indiana. Stóri maðurinn, Roy Hibbert, er ólíkur sjálfum sér þessa dagana en miðherjinn öflugi skoraði ekki körfu í fimm tilraunum og tók ekki eitt frákast á þeim níu mínútum sem hann spilaði í nótt. Miami Heat er því búið að hirða efsta sætið af Indiana í austrinu og verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina í austurdeildinni fari Indiana ekki að taka sig á. Það er einmitt það sem Indiana vill ekki; að lenda mögulega í leik sjö í úrslitum austurdeildarinnar í Miami eins og gerðist í fyrra. Miami vann New York Knicks í nótt, 102-91, þar sem LeBron James var sjóðheitur með 38 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar. J.R. Smith skoraði 32 stig fyrir New York sem er enn í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni.Úrslit næturinnar: Miami Heat - New York Knicks 91-102 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 120-97 Sacramento Kings - Dallas Mavericks 91-93 Indiana Pacers - Atlanta Hawks 88-107 Houston Rockets - Denver Nuggets 130-125 San Antonio Spurs - Memphis Grizzlies 112-92 Golden State Warriors - Utah Jazz 130-102 Phoenix Suns - Oklahoma City Thunder 122-115 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 100-94Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira