NBA-lið láta sig dreyma um að semja við bæði LeBron og Melo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2014 11:30 LeBron James og Carmelo Anthony. Vísir/Getty Stærstu fréttir NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu dögum eru án vafa þær að stórstjörnurnar LeBron James og Carmelo Anthony nýttu báðir ákvæði í samningum sínum við lið sín Miami Heat (James) og New York Knicks (Anthony) og geta því samið við hvaða lið sem er í sumar. Bandarískir fjölmiðlar hafa verið uppfullir af vangaveltum um hvar súperstjörnurnar tvær ætli sér að spila á næsta tímabili en þeir LeBron James og Carmelo Anthony eru mjög góðir vinir. LeBron James og Carmelo Anthony hafa verið miklir félagar síðan þeir hittust fyrst 2001 á vegum bandaríska körfuboltasambandsins og þeir hafa báðir talað um að það spila í sama liði í framtíðinni. Miami Heat ætlar sér að sjálfsögðu að gera allt til þess að halda LeBron James og sögusagnir hafa verið uppi í einhvern tíma um að Pat Riley og félagar skoði nú allar leiðir til þess að bæta Carmelo í hópinn með þeim Lebron, Dwyane Wade og Chris Bosh. Cleveland Cavaliers og Atlanta Hawks eru meðal þeirra liða sem samkvæmt heimildum ESPN ætli að reyna að losa það mikið pláss undir launaþakinu svo þau geti samið við bæði LeBron James og Carmelo Anthony. Hvort það séu nógu spennandi lið fyrir þá félaga er önnur saga. Los Angeles Lakers er annað félag sem hyggur á svipaða pælingar en þá myndu þeir LeBron og Melo spila með Kobe Bryant. Chicago Bulls þykir einnig vænlegur kostur en þar er þó bara pláss fyrir annan þeirra. Los Angeles Clippers og Houston Rockets hafa líka samkvæmt heimildum ESPN mikinn áhuga á að semja við LeBron James. Hjá Clippers gæti James spilað með góðvini sínum Chris Paul (guðfaðir sonar LeBrons) sem og háloftakónginum Blake Griffin. Houston getur boðið LeBron að spila með þeim James Harden og Dwight Howard. Það eru því margir möguleikar í stöðunni fyrir þá LeBron James og Carmelo Anthony og kannski ekkert skrýtið að þeir hafi viljað skoða hvað sé í boði.Vísir/Getty NBA Tengdar fréttir LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði. 24. júní 2014 13:46 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 Anthony laus allra mála Carmelo Anthony verður stærsti bitinn á leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni í sumar en hann losaði sig undan samningi í gær samkvæmt ESPN. 23. júní 2014 10:15 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Stærstu fréttir NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu dögum eru án vafa þær að stórstjörnurnar LeBron James og Carmelo Anthony nýttu báðir ákvæði í samningum sínum við lið sín Miami Heat (James) og New York Knicks (Anthony) og geta því samið við hvaða lið sem er í sumar. Bandarískir fjölmiðlar hafa verið uppfullir af vangaveltum um hvar súperstjörnurnar tvær ætli sér að spila á næsta tímabili en þeir LeBron James og Carmelo Anthony eru mjög góðir vinir. LeBron James og Carmelo Anthony hafa verið miklir félagar síðan þeir hittust fyrst 2001 á vegum bandaríska körfuboltasambandsins og þeir hafa báðir talað um að það spila í sama liði í framtíðinni. Miami Heat ætlar sér að sjálfsögðu að gera allt til þess að halda LeBron James og sögusagnir hafa verið uppi í einhvern tíma um að Pat Riley og félagar skoði nú allar leiðir til þess að bæta Carmelo í hópinn með þeim Lebron, Dwyane Wade og Chris Bosh. Cleveland Cavaliers og Atlanta Hawks eru meðal þeirra liða sem samkvæmt heimildum ESPN ætli að reyna að losa það mikið pláss undir launaþakinu svo þau geti samið við bæði LeBron James og Carmelo Anthony. Hvort það séu nógu spennandi lið fyrir þá félaga er önnur saga. Los Angeles Lakers er annað félag sem hyggur á svipaða pælingar en þá myndu þeir LeBron og Melo spila með Kobe Bryant. Chicago Bulls þykir einnig vænlegur kostur en þar er þó bara pláss fyrir annan þeirra. Los Angeles Clippers og Houston Rockets hafa líka samkvæmt heimildum ESPN mikinn áhuga á að semja við LeBron James. Hjá Clippers gæti James spilað með góðvini sínum Chris Paul (guðfaðir sonar LeBrons) sem og háloftakónginum Blake Griffin. Houston getur boðið LeBron að spila með þeim James Harden og Dwight Howard. Það eru því margir möguleikar í stöðunni fyrir þá LeBron James og Carmelo Anthony og kannski ekkert skrýtið að þeir hafi viljað skoða hvað sé í boði.Vísir/Getty
NBA Tengdar fréttir LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði. 24. júní 2014 13:46 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 Anthony laus allra mála Carmelo Anthony verður stærsti bitinn á leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni í sumar en hann losaði sig undan samningi í gær samkvæmt ESPN. 23. júní 2014 10:15 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði. 24. júní 2014 13:46
Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10
Anthony laus allra mála Carmelo Anthony verður stærsti bitinn á leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni í sumar en hann losaði sig undan samningi í gær samkvæmt ESPN. 23. júní 2014 10:15