Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Kjartan Atli Kjartansson skrifar 9. september 2014 16:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlögin í morgun Vísir/GVA Áætlað er að lægra þrep virðisaukaskatts hækki úr sjö prósentum í tólf og efra þrepið lækki úr 25,5 prósentum í 24 prósent þann 1. janúar á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárlögum fyrir árið 2015 sem kynnt voru í dag Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við Vísi að efra stigið hafi aldrei verið jafn lágt. „Lækkun efra þrepsins leiðir til þess að við verðum með lægsta efra þrepið í virðisaukaskattskerfinu frá stofnun þess,“ segir BjarniMatarkostnaður 40 þúsund krónum hærri Hækkunin á lægra virðisaukaskattsþrepinu þýðir að virðisaukaskattur á matvæli hækkar um fimm prósentustig. Samkvæmt greiningu sem var unnin fyrir fjármálaráðuneytið þýðir þetta að matarkostnaður fjögurra manna fjölskyldu, þar sem annað barnið er yngra en sjö ára, hækkar um 3520 krónur vegna aukins virðisaukaskatts. Það þýðir 42.240 króna hækkun á ári í matarkostnað. Að sögn fjármálaráðherra eru ýmsar mótvægisaðgerðir áætlaðar sem eiga að bæta kjört almennings þegar heildarmyndin er skoðuð. Vörugjöld verða afnumin auk þess sem skattur á ýmsar vörur, til dæmis sjónvörp, þvottavélar, rafgeyma í bifreiðar og blöndunartæki, muni lækka. Í gögnum frá fjármálaráðuneytinu kemur til dæmis fram að áætlað er að verð á sjónvörpum munu lækka um allt að 21 prósent. Fjármálaráðherra tók þó skýrt fram að ríkið væri ekki í verslunarekstri og að þessar tölur væru til viðmiðunar, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið fyrr í dag.Sjá einnig: Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðsLagt er til að barnabætur verði hækkaðar um 13 prósent.Barnabætur hækka og byggingakostnaður lækkarLagt er til að barnabætur verði hækkaðar um 13 prósent en auk þess er gert ráð fyrir tveggja og hálfs prósentu hækkunar vegna hærra verðlags. Í gögnum frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að hækkuninni verði frekar beint að tekjulægri foreldrum með eins prósentustigs hækkun á skerðingahlutföllum. Þegar fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir blaðamönnum í dag fjallaði hann sérstaklega um að byggingakostnaður myndi lækka vegna afnáms vörugjalda og lækkunar á efra þrepi virðisaukaskattsins. Hann tók dæmi um kostnað við byggingu á raðhúsi þar sem áætlaður byggingarkostnaður væri 42,7 milljónir. Í því dæmi var gert ráð fyrir að kostnaðurinn myndi minnka um 492.637 krónur og var mesta lækkunin í lægri kostnaði á gifsveggjum og gólfefni. Þetta þýðir að fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir því að byggingakostnaður á raðhúsum minnki um 1,2 prósent.Ætlað að auka jafnræðiÍ greinargerð frá fjármálaráðuneytinu sem var gefin út samhliða fjárlögum kemur fram að breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu séu hugsaðar til að auka jöfnuð. Þar segir: „Samkvæmt rannsóknum OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þrepaskiptu virðisaukaskattskerfi hagnast tekjuhá hemili mun meira en tekjulág á lægra skattþrepi matvæla. Tekjuhærri heimili eyða meiru í matarinnkaup, kaupa dýrari matvöru og hagnast þar með meira í krónum talið á lágu hlutfalli virðisaukaskatts. Sem tekjujöfnunarleið er núverandi fyrirkomulag því mjög óheppilegt. Þar segir einnig: „Breytingu á virðisaukaskattskerfinu er einnig ætlað að breikka skattstofna, auka jafnræði, bæta almennt umhverfi virðisaukaskattskyldra aðila og vinna gegn skattsniðgöngu.“Heildræn áhrif eiga að vera jákvæð Í úttektinni sem fjármálaráðuneytið lét vinna, á hag fjögurra manna fjölskyldu eftir að þær breytingar sem ríkisstjórnin boðar á næsta ári, kemur fram að þegar á heildina sé litið eigi ráðstöfunartekjur að aukast. Þegar hagur hjóna með 580 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt er skoðaður, þar sem vægi matvæla og drykkjarvöru er 16,2 prósent af heildarútgjöldum, kemur í ljós að samkvæmt áætlunum eigi fjölskyldan að hafa rúmlega tvö þúsund krónum meira milli handanna hver mánaðamót, eða um 24 þúsund krónur á ári. Gert er ráð fyrir að niðurfelling vörugjalds muni vega næstum jafn mikið og hækkun virðisaukaskatts á matvælum. Í þessu dæmi er einnig gert ráð fyrir því að barnabætur muni hækka um tæpar 1600 krónur á mánuði, en eins og kom fram í máli fjármálaráðherra eru þær tekjutengdar og gætu því verið lægri hjá fjölskyldu sem væri með hærri tekjur. Þegar áætlaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldalækkunar á húsnæðislánum eru teknar inn í dæmi þessarar fjögurra manna fjölskyldu, auk lækkunar á tekjuskatti sem tók gildi á þessu ári, kemur í ljós að gert er ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur hennar muni hækka um 17.607 krónur á mánuði. Þar vegur stærst lækkun á höfuðstól húsnæðisláns, að því gefnu að lækkunin nái tveimur milljónum króna. Sú aðgerð á að skila þessari fjögurra manna fjölskyldu tíu þúsund krónum meira á milli handanna hver mánaðarmót. Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Nýr skattur lagður á ferðaþjónustuna Afþreyingarferðir á borð við hvalaskoðun og flúðasiglingar gætu hækkað í verði. 9. september 2014 16:00 Framlag til Fiskistofu lækkar um 30 milljónir króna Gert ráð fyrir 10 milljóna króna lækkun vegna ráðstafana til að draga úr ríkisútgjöldum. 9. september 2014 16:00 Framlög í Kvikmyndasjóð hækka Heildarframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands rúmar 800 milljónir 9. september 2014 16:00 Framlög til Sinfóníunnar hækka um 67 milljónir Heildarfjárveiting til Sinfóníunnar árið 2015 verður 1.000,2 milljónir króna. 9. september 2014 16:00 Framlag til Háskóla Íslands hækkar Alls nemur framlag til Háskóla Íslands 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014. 9. september 2014 16:00 Barnabætur hækka um 13% Tekjutenging er á móti aukin þar sem skerðingarhlutföll hækka um eitt prósentustig. 9. september 2014 16:00 Útvarpsgjald lækkar á næsta ári Framlög til RÚV standa í stað. 9. september 2014 16:00 Framlög til Umboðsmanns skuldara lækka um 42 prósent Heildarfjárveiting til embættisins árið 2015 verður 496,4 milljónir króna, miðað við 855,6 milljónir króna árið 2014. 9. september 2014 16:00 Bridge og skák fá aukin framlög en aðrar íþróttir standa í stað Einu íþróttasambönd landsins sem fá aukin fjárlög frá því í fyrra í nýju fjárlagafrumvarpi eru Bridgesamband Íslands og Skáksamband Íslands. 9. september 2014 19:30 Framlög til Þjóðkirkjunnar hækkuð Framlög til Þjóðkirkjunnar hækka um rúmar 33 milljónir króna frá fjárlögum þessa árs og nema tæpum 1.508 milljónum króna á fjárlögum ársins 2015. 9. september 2014 16:00 Skorið niður hjá sérstökum saksóknara um 270 milljónir Stefnt að því að starfseminni ljúki á næsta ári. 9. september 2014 16:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Áætlað er að lægra þrep virðisaukaskatts hækki úr sjö prósentum í tólf og efra þrepið lækki úr 25,5 prósentum í 24 prósent þann 1. janúar á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárlögum fyrir árið 2015 sem kynnt voru í dag Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við Vísi að efra stigið hafi aldrei verið jafn lágt. „Lækkun efra þrepsins leiðir til þess að við verðum með lægsta efra þrepið í virðisaukaskattskerfinu frá stofnun þess,“ segir BjarniMatarkostnaður 40 þúsund krónum hærri Hækkunin á lægra virðisaukaskattsþrepinu þýðir að virðisaukaskattur á matvæli hækkar um fimm prósentustig. Samkvæmt greiningu sem var unnin fyrir fjármálaráðuneytið þýðir þetta að matarkostnaður fjögurra manna fjölskyldu, þar sem annað barnið er yngra en sjö ára, hækkar um 3520 krónur vegna aukins virðisaukaskatts. Það þýðir 42.240 króna hækkun á ári í matarkostnað. Að sögn fjármálaráðherra eru ýmsar mótvægisaðgerðir áætlaðar sem eiga að bæta kjört almennings þegar heildarmyndin er skoðuð. Vörugjöld verða afnumin auk þess sem skattur á ýmsar vörur, til dæmis sjónvörp, þvottavélar, rafgeyma í bifreiðar og blöndunartæki, muni lækka. Í gögnum frá fjármálaráðuneytinu kemur til dæmis fram að áætlað er að verð á sjónvörpum munu lækka um allt að 21 prósent. Fjármálaráðherra tók þó skýrt fram að ríkið væri ekki í verslunarekstri og að þessar tölur væru til viðmiðunar, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið fyrr í dag.Sjá einnig: Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðsLagt er til að barnabætur verði hækkaðar um 13 prósent.Barnabætur hækka og byggingakostnaður lækkarLagt er til að barnabætur verði hækkaðar um 13 prósent en auk þess er gert ráð fyrir tveggja og hálfs prósentu hækkunar vegna hærra verðlags. Í gögnum frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að hækkuninni verði frekar beint að tekjulægri foreldrum með eins prósentustigs hækkun á skerðingahlutföllum. Þegar fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir blaðamönnum í dag fjallaði hann sérstaklega um að byggingakostnaður myndi lækka vegna afnáms vörugjalda og lækkunar á efra þrepi virðisaukaskattsins. Hann tók dæmi um kostnað við byggingu á raðhúsi þar sem áætlaður byggingarkostnaður væri 42,7 milljónir. Í því dæmi var gert ráð fyrir að kostnaðurinn myndi minnka um 492.637 krónur og var mesta lækkunin í lægri kostnaði á gifsveggjum og gólfefni. Þetta þýðir að fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir því að byggingakostnaður á raðhúsum minnki um 1,2 prósent.Ætlað að auka jafnræðiÍ greinargerð frá fjármálaráðuneytinu sem var gefin út samhliða fjárlögum kemur fram að breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu séu hugsaðar til að auka jöfnuð. Þar segir: „Samkvæmt rannsóknum OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þrepaskiptu virðisaukaskattskerfi hagnast tekjuhá hemili mun meira en tekjulág á lægra skattþrepi matvæla. Tekjuhærri heimili eyða meiru í matarinnkaup, kaupa dýrari matvöru og hagnast þar með meira í krónum talið á lágu hlutfalli virðisaukaskatts. Sem tekjujöfnunarleið er núverandi fyrirkomulag því mjög óheppilegt. Þar segir einnig: „Breytingu á virðisaukaskattskerfinu er einnig ætlað að breikka skattstofna, auka jafnræði, bæta almennt umhverfi virðisaukaskattskyldra aðila og vinna gegn skattsniðgöngu.“Heildræn áhrif eiga að vera jákvæð Í úttektinni sem fjármálaráðuneytið lét vinna, á hag fjögurra manna fjölskyldu eftir að þær breytingar sem ríkisstjórnin boðar á næsta ári, kemur fram að þegar á heildina sé litið eigi ráðstöfunartekjur að aukast. Þegar hagur hjóna með 580 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt er skoðaður, þar sem vægi matvæla og drykkjarvöru er 16,2 prósent af heildarútgjöldum, kemur í ljós að samkvæmt áætlunum eigi fjölskyldan að hafa rúmlega tvö þúsund krónum meira milli handanna hver mánaðamót, eða um 24 þúsund krónur á ári. Gert er ráð fyrir að niðurfelling vörugjalds muni vega næstum jafn mikið og hækkun virðisaukaskatts á matvælum. Í þessu dæmi er einnig gert ráð fyrir því að barnabætur muni hækka um tæpar 1600 krónur á mánuði, en eins og kom fram í máli fjármálaráðherra eru þær tekjutengdar og gætu því verið lægri hjá fjölskyldu sem væri með hærri tekjur. Þegar áætlaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldalækkunar á húsnæðislánum eru teknar inn í dæmi þessarar fjögurra manna fjölskyldu, auk lækkunar á tekjuskatti sem tók gildi á þessu ári, kemur í ljós að gert er ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur hennar muni hækka um 17.607 krónur á mánuði. Þar vegur stærst lækkun á höfuðstól húsnæðisláns, að því gefnu að lækkunin nái tveimur milljónum króna. Sú aðgerð á að skila þessari fjögurra manna fjölskyldu tíu þúsund krónum meira á milli handanna hver mánaðarmót.
Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Nýr skattur lagður á ferðaþjónustuna Afþreyingarferðir á borð við hvalaskoðun og flúðasiglingar gætu hækkað í verði. 9. september 2014 16:00 Framlag til Fiskistofu lækkar um 30 milljónir króna Gert ráð fyrir 10 milljóna króna lækkun vegna ráðstafana til að draga úr ríkisútgjöldum. 9. september 2014 16:00 Framlög í Kvikmyndasjóð hækka Heildarframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands rúmar 800 milljónir 9. september 2014 16:00 Framlög til Sinfóníunnar hækka um 67 milljónir Heildarfjárveiting til Sinfóníunnar árið 2015 verður 1.000,2 milljónir króna. 9. september 2014 16:00 Framlag til Háskóla Íslands hækkar Alls nemur framlag til Háskóla Íslands 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014. 9. september 2014 16:00 Barnabætur hækka um 13% Tekjutenging er á móti aukin þar sem skerðingarhlutföll hækka um eitt prósentustig. 9. september 2014 16:00 Útvarpsgjald lækkar á næsta ári Framlög til RÚV standa í stað. 9. september 2014 16:00 Framlög til Umboðsmanns skuldara lækka um 42 prósent Heildarfjárveiting til embættisins árið 2015 verður 496,4 milljónir króna, miðað við 855,6 milljónir króna árið 2014. 9. september 2014 16:00 Bridge og skák fá aukin framlög en aðrar íþróttir standa í stað Einu íþróttasambönd landsins sem fá aukin fjárlög frá því í fyrra í nýju fjárlagafrumvarpi eru Bridgesamband Íslands og Skáksamband Íslands. 9. september 2014 19:30 Framlög til Þjóðkirkjunnar hækkuð Framlög til Þjóðkirkjunnar hækka um rúmar 33 milljónir króna frá fjárlögum þessa árs og nema tæpum 1.508 milljónum króna á fjárlögum ársins 2015. 9. september 2014 16:00 Skorið niður hjá sérstökum saksóknara um 270 milljónir Stefnt að því að starfseminni ljúki á næsta ári. 9. september 2014 16:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Nýr skattur lagður á ferðaþjónustuna Afþreyingarferðir á borð við hvalaskoðun og flúðasiglingar gætu hækkað í verði. 9. september 2014 16:00
Framlag til Fiskistofu lækkar um 30 milljónir króna Gert ráð fyrir 10 milljóna króna lækkun vegna ráðstafana til að draga úr ríkisútgjöldum. 9. september 2014 16:00
Framlög í Kvikmyndasjóð hækka Heildarframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands rúmar 800 milljónir 9. september 2014 16:00
Framlög til Sinfóníunnar hækka um 67 milljónir Heildarfjárveiting til Sinfóníunnar árið 2015 verður 1.000,2 milljónir króna. 9. september 2014 16:00
Framlag til Háskóla Íslands hækkar Alls nemur framlag til Háskóla Íslands 12.962,3 milljónir króna árið 2015, samanborið við 12.451,3 milljónir árið 2014. 9. september 2014 16:00
Barnabætur hækka um 13% Tekjutenging er á móti aukin þar sem skerðingarhlutföll hækka um eitt prósentustig. 9. september 2014 16:00
Framlög til Umboðsmanns skuldara lækka um 42 prósent Heildarfjárveiting til embættisins árið 2015 verður 496,4 milljónir króna, miðað við 855,6 milljónir króna árið 2014. 9. september 2014 16:00
Bridge og skák fá aukin framlög en aðrar íþróttir standa í stað Einu íþróttasambönd landsins sem fá aukin fjárlög frá því í fyrra í nýju fjárlagafrumvarpi eru Bridgesamband Íslands og Skáksamband Íslands. 9. september 2014 19:30
Framlög til Þjóðkirkjunnar hækkuð Framlög til Þjóðkirkjunnar hækka um rúmar 33 milljónir króna frá fjárlögum þessa árs og nema tæpum 1.508 milljónum króna á fjárlögum ársins 2015. 9. september 2014 16:00
Skorið niður hjá sérstökum saksóknara um 270 milljónir Stefnt að því að starfseminni ljúki á næsta ári. 9. september 2014 16:00