Lars: Þetta snýst allt um smáatriðin Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2014 12:57 Lars Lagerbäck. vísir/getty Ísland hefur leik í undankeppni 2016 í fótbolta á þriðjudaginn þegar liðið mætir Tyrklandi á Laugardalsvellinum. Strákarnir okkar æfðu í mígandi rigningu í Laugardalnum í morgun þar sem Vísir tók LarsLagerbäck, annan landsliðsþjálfara Íslands, tali. Hvað er það sem hann og Heimir Hallgrímsson eru búnir að vera að predika fyrir strákunum um hið firnasterka tyrkneska lið sem Lars segir sjálfur vera það næstbesta í riðlinum á eftir Hollandi. „Heimir er búinn að kynna tyrkneska liðið fyrir strákunum. Við erum búnir að fara í gegnum það hvernig þeir spila og hvernig þeir stilla upp í föstum leikatriðum,“ sagði Lagerbäck. „Við erum með allar þær upplýsingar sem við þurfum, en þetta snýst alltaf meira um það sem við ætlum að gera.“ Áhuginn er eðlilega mikill á liðinu eftir sögulega undankeppni sem lauk með grátlegu tapi í Króatíu í fyrra. Það verður líklega fullur Laugardalsvöllur á þriðjudagskvöldið og Svíinn segir það mikilvægt að byrja vel til að halda stuðningi fólksins. „Það er mikilvægt að byrja vel til að vera með fólkið á bakvið okkur. Það skiptir okkur miklu máli að fá stuðning íslensku þjóðarinnar og við tökum því alvarlega að spila á heimavelli,“ sagði Lagerbäck. „Fyrir okkur sjálfa er líka bara gott að fara vel af stað. Þessi riðill er mjög erfiður, en líka mjög jafnt. Því eigum við alveg möguleika þó illa fari á þriðjudaginn.“ Síðustu undankeppni lauk í Zagreb þar sem strákunum okkar var skellt af Króötum og draumurinn um fyrsta stórmótið dó. Hvernig er að reyna að endurræsa hópinn fyrir nýja undankeppni eftir slíkt ævintýri? „Við höfum aðeins litið til baka á síðustu undankeppni en ekki mikið. Þá helst bara til að hvetja okkur áfram. Við sáum að þetta snýst alltaf um smáatriðin, sérstaklega gegn góðu liði eins og Tyrklandi. Við þurfum að spila vel í öllum tíu leikjunum til að komast áfram og það er það sem við höfum verið að einbeita okkur að,“ sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03 Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag. 7. september 2014 12:37 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00 Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Ísland hefur leik í undankeppni 2016 í fótbolta á þriðjudaginn þegar liðið mætir Tyrklandi á Laugardalsvellinum. Strákarnir okkar æfðu í mígandi rigningu í Laugardalnum í morgun þar sem Vísir tók LarsLagerbäck, annan landsliðsþjálfara Íslands, tali. Hvað er það sem hann og Heimir Hallgrímsson eru búnir að vera að predika fyrir strákunum um hið firnasterka tyrkneska lið sem Lars segir sjálfur vera það næstbesta í riðlinum á eftir Hollandi. „Heimir er búinn að kynna tyrkneska liðið fyrir strákunum. Við erum búnir að fara í gegnum það hvernig þeir spila og hvernig þeir stilla upp í föstum leikatriðum,“ sagði Lagerbäck. „Við erum með allar þær upplýsingar sem við þurfum, en þetta snýst alltaf meira um það sem við ætlum að gera.“ Áhuginn er eðlilega mikill á liðinu eftir sögulega undankeppni sem lauk með grátlegu tapi í Króatíu í fyrra. Það verður líklega fullur Laugardalsvöllur á þriðjudagskvöldið og Svíinn segir það mikilvægt að byrja vel til að halda stuðningi fólksins. „Það er mikilvægt að byrja vel til að vera með fólkið á bakvið okkur. Það skiptir okkur miklu máli að fá stuðning íslensku þjóðarinnar og við tökum því alvarlega að spila á heimavelli,“ sagði Lagerbäck. „Fyrir okkur sjálfa er líka bara gott að fara vel af stað. Þessi riðill er mjög erfiður, en líka mjög jafnt. Því eigum við alveg möguleika þó illa fari á þriðjudaginn.“ Síðustu undankeppni lauk í Zagreb þar sem strákunum okkar var skellt af Króötum og draumurinn um fyrsta stórmótið dó. Hvernig er að reyna að endurræsa hópinn fyrir nýja undankeppni eftir slíkt ævintýri? „Við höfum aðeins litið til baka á síðustu undankeppni en ekki mikið. Þá helst bara til að hvetja okkur áfram. Við sáum að þetta snýst alltaf um smáatriðin, sérstaklega gegn góðu liði eins og Tyrklandi. Við þurfum að spila vel í öllum tíu leikjunum til að komast áfram og það er það sem við höfum verið að einbeita okkur að,“ sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03 Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag. 7. september 2014 12:37 Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54 Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00 Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Lars: Tyrkir eru næstbestir í riðlinum Landsliðsþjálfarinn telur Ísland, Tyrkland og Tékkland frekar jöfn að getu. 5. september 2014 13:03
Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35
Jóhann Berg tæpur fyrir leikinn gegn Tyrkjum Landsliðsmaðurinn meiddist í nára og æfði ekki með strákunum í dag. 7. september 2014 12:37
Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöldið. 5. september 2014 12:54
Var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið Aron Einar vann aftur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff á dögunum og hann segist vera sáttur á meðan hann fær að spila. 6. september 2014 07:00
Meiðsli í tyrkneska hópnum Miðvörðurinn Semih Kaya og miðjumaðurinn Oğuzhan Özyakup hafa dregið sig úr tyrkneska landsliðshópnum vegna meiðsla, en Tyrkland mætir Íslandi á þriðjudag. 7. september 2014 12:28