Hafna öllum hugmyndum um að ríkið reisi áburðarverksmiðju Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. september 2014 10:57 Það eru ekki allir sammála Þorsteini um að ríkið eigi að kanna möguleika á áburðarverksmiðju. Vísir / Daníel Ungir sjálfstæðismenn mótmæla harðlega tillögu nokkurra Framsóknarmanna um að ríkið kanni hagkvæmni og möguleika þess að reisa áburðarverksmiðju hér á landi. „Það er ekki í verkahring ríkisins að standa að rekstri slíkrar verksmiðju og þá er erfitt að sjá hvernig ríkisáburðarverksmiðja geti vakið „ungum Íslendingum von í brjósti”, eins og segir í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögu þingmannanna,“ segir í ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknar, og sex aðrir félagar hans lögðu fram tillöguna í gær. Þetta er í annað sinn sem hópurinn leggur fram tillögu um áburðarverksmiðju. Í greinargerð þingsályktunartillögunnar segir að hópur áhugamanna um byggingu áburðarverksmiðju hafi gert frumáætlun um byggingu verksmiðju sem framleiða mundi 700 þúsund tonn af áburði og 700 þúsund tonn af kalsíumklóríði. Samkvæmt henni sé kostnaður við byggingu verksmiðjunnar um 120 milljarðar króna. Í ályktun SUS segir að ráðist ríkið í verkefnið yrði öll fjárfestingin á áhættu skattgreiðenda. „Gangi áætlanirnar eftir gæti það enn fremur þýtt að níðþungar skuldir ríkisins aukist um allt að 8%,“ segir í ályktuninni. „Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á að atvinnulífið verði leyst úr viðjum ríkisafskipta, svo sem hárra skatta, gjaldeyrishafta og íþyngjandi reglugerða, þannig að einkaframtakið fái að njóta sín. Öllum hugmyndum um að ríkið reisi áburðarverksmiðju er því hafnað.“ Alþingi Tengdar fréttir Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn mótmæla harðlega tillögu nokkurra Framsóknarmanna um að ríkið kanni hagkvæmni og möguleika þess að reisa áburðarverksmiðju hér á landi. „Það er ekki í verkahring ríkisins að standa að rekstri slíkrar verksmiðju og þá er erfitt að sjá hvernig ríkisáburðarverksmiðja geti vakið „ungum Íslendingum von í brjósti”, eins og segir í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögu þingmannanna,“ segir í ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknar, og sex aðrir félagar hans lögðu fram tillöguna í gær. Þetta er í annað sinn sem hópurinn leggur fram tillögu um áburðarverksmiðju. Í greinargerð þingsályktunartillögunnar segir að hópur áhugamanna um byggingu áburðarverksmiðju hafi gert frumáætlun um byggingu verksmiðju sem framleiða mundi 700 þúsund tonn af áburði og 700 þúsund tonn af kalsíumklóríði. Samkvæmt henni sé kostnaður við byggingu verksmiðjunnar um 120 milljarðar króna. Í ályktun SUS segir að ráðist ríkið í verkefnið yrði öll fjárfestingin á áhættu skattgreiðenda. „Gangi áætlanirnar eftir gæti það enn fremur þýtt að níðþungar skuldir ríkisins aukist um allt að 8%,“ segir í ályktuninni. „Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á að atvinnulífið verði leyst úr viðjum ríkisafskipta, svo sem hárra skatta, gjaldeyrishafta og íþyngjandi reglugerða, þannig að einkaframtakið fái að njóta sín. Öllum hugmyndum um að ríkið reisi áburðarverksmiðju er því hafnað.“
Alþingi Tengdar fréttir Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05
600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19