Vigdís furðar sig á auknum framlögum til Jafnréttisstofu Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2014 13:11 Vigdis segir Jafnréttisstofu ekki eitt þeirra fyrirbæra sem telja má brýnt árið 2014. Kristín Ástgeirsdóttir fer fyrir stofnuninni. Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokks og formanni fjárlaganefndar Alþingis, kemur á óvart að til standi að auka framlög úr ríkissjóði til Jafnréttisstofu. Mikil umræða stendur nú yfir vegna fjárlaga; og telja margir að niðurskurður og hækkun virðisaukaskatts sem þar er boðuð gangi nærri velferðarkerfinu. Ekki er þó allstaðar skorið niður, þannig eru framlög til Jafnréttisstofu aukin um 17 milljónir milli ára eða um 21 prósent. Framlög verða 94 milljónir á næsta ári samanborið við 77,2 milljónir en stofnunin fór 18 milljónir fram úr fjárlögum sínum um mitt síðasta ár. Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar en hún átti jafnframt sæti í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, en til stóð að störf hennar væru til grundvallar fjárlagagerð. Voru málefni Jafnréttisstofu ekkert til skoðunar þar? „Jú, við fórum yfir það eins og flestar aðrar ríkisstofnanir og það fór nú svo að milli annarrar og þriðju umræðu í fjárlögum fyrir 2014 tókum við hana niður um tæpar tíu milljónir. Þannig að þessi aukning kemur mér spánskt fyrir sjónir.“Við niðurskurð, oft sársaukafullan, hlýtur forgangsröðun að skipta öllu máli? „Já, ég verð að viðurkenna það að Jafnréttisstofa er nú ekki efst á forgangslistanum í mínum huga. Þetta er líka svolítið „spes“ því fjárlaganefnd fór í fyrra í heimsókn til jafnréttisstofu og þar störfuðu nú sjö konur og einn karl. Og ég spurði; hvar eru karlarnir, er þetta ekki jafnréttisstofa? En, að öllu gamni slepptu þá er þetta nú ekki ein af þeim stofnunum sem eru brýnar, að mínu mati, árið 2014; að því leyti til að þar sé lagt til að þar sé bætt inní 17 milljónum. Þetta er frumvarp og frumvörp eru breytanleg, eins og ég hef alltaf sagt,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Hún hefur um málið að segja og því ættu stuðningsmenn Jafnréttisstofu að fanga aukinni fjárveitingu varlega. Og víst er að meðal Sjálfstæðismanna eru einnig uppi verulegar efasemdir um tilgang Jafnréttisstofu. Þannig er þetta mál til umræðu á Facebooksíðu Brynjars Níelssonar alþingismanns. Hann segist ekki hrifinn af því að ríkið reki stofnanir um pólitíska hugmyndafræði, á þeim forsendum væri allt eins hægt að setja fé í Heimdall. „Þessi hækkun er ekki að mínu undirlagi,“ segir Brynjar... „og ég veit ekki hvað kallar á þessa hækkun á framlögum. Hins vegar er það svo þegar sett voru lög um jafnan rétt og stöðu karla og kvenna(sem fjalla samt aðallega um mismunun) þurfti stofnun til að sjá um framkvæmd laganna. Þessi undarlega löggjöf var sett í tíð framsóknar og sjálfstæðismanna, sennilega að skandivavískri fyrirmynd.“ Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokks og formanni fjárlaganefndar Alþingis, kemur á óvart að til standi að auka framlög úr ríkissjóði til Jafnréttisstofu. Mikil umræða stendur nú yfir vegna fjárlaga; og telja margir að niðurskurður og hækkun virðisaukaskatts sem þar er boðuð gangi nærri velferðarkerfinu. Ekki er þó allstaðar skorið niður, þannig eru framlög til Jafnréttisstofu aukin um 17 milljónir milli ára eða um 21 prósent. Framlög verða 94 milljónir á næsta ári samanborið við 77,2 milljónir en stofnunin fór 18 milljónir fram úr fjárlögum sínum um mitt síðasta ár. Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar en hún átti jafnframt sæti í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, en til stóð að störf hennar væru til grundvallar fjárlagagerð. Voru málefni Jafnréttisstofu ekkert til skoðunar þar? „Jú, við fórum yfir það eins og flestar aðrar ríkisstofnanir og það fór nú svo að milli annarrar og þriðju umræðu í fjárlögum fyrir 2014 tókum við hana niður um tæpar tíu milljónir. Þannig að þessi aukning kemur mér spánskt fyrir sjónir.“Við niðurskurð, oft sársaukafullan, hlýtur forgangsröðun að skipta öllu máli? „Já, ég verð að viðurkenna það að Jafnréttisstofa er nú ekki efst á forgangslistanum í mínum huga. Þetta er líka svolítið „spes“ því fjárlaganefnd fór í fyrra í heimsókn til jafnréttisstofu og þar störfuðu nú sjö konur og einn karl. Og ég spurði; hvar eru karlarnir, er þetta ekki jafnréttisstofa? En, að öllu gamni slepptu þá er þetta nú ekki ein af þeim stofnunum sem eru brýnar, að mínu mati, árið 2014; að því leyti til að þar sé lagt til að þar sé bætt inní 17 milljónum. Þetta er frumvarp og frumvörp eru breytanleg, eins og ég hef alltaf sagt,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Hún hefur um málið að segja og því ættu stuðningsmenn Jafnréttisstofu að fanga aukinni fjárveitingu varlega. Og víst er að meðal Sjálfstæðismanna eru einnig uppi verulegar efasemdir um tilgang Jafnréttisstofu. Þannig er þetta mál til umræðu á Facebooksíðu Brynjars Níelssonar alþingismanns. Hann segist ekki hrifinn af því að ríkið reki stofnanir um pólitíska hugmyndafræði, á þeim forsendum væri allt eins hægt að setja fé í Heimdall. „Þessi hækkun er ekki að mínu undirlagi,“ segir Brynjar... „og ég veit ekki hvað kallar á þessa hækkun á framlögum. Hins vegar er það svo þegar sett voru lög um jafnan rétt og stöðu karla og kvenna(sem fjalla samt aðallega um mismunun) þurfti stofnun til að sjá um framkvæmd laganna. Þessi undarlega löggjöf var sett í tíð framsóknar og sjálfstæðismanna, sennilega að skandivavískri fyrirmynd.“
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira