Segja Ísland stefna í að verða krabbameinslæknalaust Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2014 09:12 Vísir/Getty „Ekki verður hægt að segja annað en að neyðarástand ríki í krabbameinslækningum á Íslandi í dag.“ Þetta skrifa krabbameinslæknar í grein í Fréttablaðinu í dag sem ber heitið „Krabbameinslæknalaust Ísland árið 2020?“. Höfundar greinarinnar eru þau Einar Björgvinsson, Helga Tryggvadóttir, Ólöf K. Bjarnadóttir, Sigurdís Haraldsdóttir, Vaka Ýr Sævarsdóttir og Örvar Gunnarsson. Þau eru læknar sem hafa nýlokið eða eru í sérnámi í krabbameinslækningum og eru búsett í Bandaríkjunum, Danmörku og Svíþjóð. Þau segja að þriðjungur þjóðarinnar muni greinast með krabbamein á lífsleiðinni og þurfa á læknisaðstoð að halda. Framan af hafi íslenska heilbrigðiskerfið þótt vel í stakk búið en undanfarin fimm til sjö ár hafi verulega hallað undan fæti. Svo mikið hafi hallað undan fæti að í raun hafi skapast neyðarástand í krabbameinslækningum á Íslandi.Fleiri sjúklingar en færri læknar „Á sama tíma og fjöldi sjúklinga hefur aukist, hefur starfandi krabbameinslæknum á Íslandi fækkað verulega. Árið 2008 voru 13 krabbameinslæknar starfandi á Íslandi sem var ekki talið fullnægjandi á þeim tíma en í dag eru þeir sjö talsins.“ Þetta segja þau að stafi bæði af því að sérfræðingar flytji ekki heim að loknu sérnámi og sumir hafi flutt aftur frá landinu eftir að hafa kynnst starfsaðstæðum á Íslandi í nokkur ár. „Því hefur álagið aukist óheyrilega á þá sem enn standa vaktina og augljóslega má lítið út af að bregða til að þeir sem eftir starfa hreinlega kikni undan álaginu og krabbameinslækningar eins og þær leggja sig hrynji.“ Spyrja þau Einar, Helga, Ólöf, Sigurdís, Vaka og Örvar hvert stjórnvöld hafi þá hugsað sér að senda krabbameinssjúklinga til meðferðar.Verulega dregið úr starfsánægju „Kjör lækna hafa dregist aftur úr kjörum annarra sambærilegra stétta. Grunnlaun læknis eftir sex ára nám í læknadeild eru 340.000 ISK og grunnlaun sérfræðilæknis eru 530.000 ISK. Góð vinnuskilyrði þurfa að vera fyrir hendi með þeim lækningatækjum og lyfjum sem nútímalækningar gera kröfu um. Þessu er verulega ábótavant í dag.“ Einnig benda þau á að nýjustu meðferðir og myndgreiningartæki séu ekki til staðar á Íslandi og því þurfi að senda sjúklinga út með tilheyrandi kostnaði. „Húsnæðið þarf að vera þannig að heilsa sjúklinga og starfsfólks sé ekki sett í hættu í hripleku og sveppasýktu húsnæði eins og gert er í dag.“ Verulega hefur dregið úr starfsánægju og þar sem læknar eigi hægt um vik með að finna vinnu í öðrum löndum kjósi fleiri og fleiri einfaldlega að koma ekki heim eftir sérnám eða flytji búferlum aftur út með fjölskylduna.Kerfið að hruni komið „Íslendingar og oft sér í lagi íslenskir stjórnmálamenn hafa lengi hreykt sér af því að búa að framúrskarandi heilbrigðiskerfi með fyrsta flokks þjónustu. Af framansögðu má öllum vera ljóst að sú er ekki lengur raunin og réttast að það verði viðurkennt.“ Þau segja það vera á ábyrgð Alþingis að ákveða hver forgangsröðunin skuli vera til framtíðar. „Einn möguleikinn er hreinlega að lýsa því yfir að héðan í frá sé ekki stefnt að því að íslenskir sjúklingar fái sambærilega þjónustu og gerist erlendis. Hinn möguleikinn er að reyna að snúa þessari óheillaþróun við.“ Verði þróuninni ekki snúið við segja þau að öllum ætti að vera ljóst að þegar kerfið hrynji, sem muni eflaust gerast þegar næsti krabbameinslæknir hætti, sé það á ábyrgð stjórnvalda þegar sjúklingar þurfi að fara til útlanda til að leita sér læknisaðstoðar.Óska eftir stefnumörkun „Við undirrituð erum meðal þeirra sem hafa nýlega eða munu klára sérnám í krabbameinslækningum á næstunni, nám sem hefur tekið okkur í kringum 15 ár frá því við hófum nám í læknadeild. Öll viljum við gjarnan koma aftur til Íslands að loknu sérnámi en ef við getum ekki séð fyrir okkur og fjölskyldum okkar á sambærilegan máta og sambærilegar stéttir með styttra háskólanám að baki og þaðan af síður sinnt okkar sjúklingum á mannsæmandi hátt, eigum við erfitt með að sjá það fyrir okkur.“ Þau segjast þurfa tækifæri til að vinna sína vinnu almennilega, laus við samviskubit gagnvart sjúklingum, sem ekki sé hægt að sinna að fullnustu. „Við óskum því eftir skýrri stefnumörkun og framtíðarsýn heilbrigðisyfirvalda í stað innantómra loforða undanfarinna ára svo hægt sé að snúa vörn í sókn og finna leiðir til úrbóta í málum heilbrigðiskerfisins, Landspítala – Háskólasjúkrahúss og þar með talið krabbameinslækningum áður en það verður of seint.“ Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
„Ekki verður hægt að segja annað en að neyðarástand ríki í krabbameinslækningum á Íslandi í dag.“ Þetta skrifa krabbameinslæknar í grein í Fréttablaðinu í dag sem ber heitið „Krabbameinslæknalaust Ísland árið 2020?“. Höfundar greinarinnar eru þau Einar Björgvinsson, Helga Tryggvadóttir, Ólöf K. Bjarnadóttir, Sigurdís Haraldsdóttir, Vaka Ýr Sævarsdóttir og Örvar Gunnarsson. Þau eru læknar sem hafa nýlokið eða eru í sérnámi í krabbameinslækningum og eru búsett í Bandaríkjunum, Danmörku og Svíþjóð. Þau segja að þriðjungur þjóðarinnar muni greinast með krabbamein á lífsleiðinni og þurfa á læknisaðstoð að halda. Framan af hafi íslenska heilbrigðiskerfið þótt vel í stakk búið en undanfarin fimm til sjö ár hafi verulega hallað undan fæti. Svo mikið hafi hallað undan fæti að í raun hafi skapast neyðarástand í krabbameinslækningum á Íslandi.Fleiri sjúklingar en færri læknar „Á sama tíma og fjöldi sjúklinga hefur aukist, hefur starfandi krabbameinslæknum á Íslandi fækkað verulega. Árið 2008 voru 13 krabbameinslæknar starfandi á Íslandi sem var ekki talið fullnægjandi á þeim tíma en í dag eru þeir sjö talsins.“ Þetta segja þau að stafi bæði af því að sérfræðingar flytji ekki heim að loknu sérnámi og sumir hafi flutt aftur frá landinu eftir að hafa kynnst starfsaðstæðum á Íslandi í nokkur ár. „Því hefur álagið aukist óheyrilega á þá sem enn standa vaktina og augljóslega má lítið út af að bregða til að þeir sem eftir starfa hreinlega kikni undan álaginu og krabbameinslækningar eins og þær leggja sig hrynji.“ Spyrja þau Einar, Helga, Ólöf, Sigurdís, Vaka og Örvar hvert stjórnvöld hafi þá hugsað sér að senda krabbameinssjúklinga til meðferðar.Verulega dregið úr starfsánægju „Kjör lækna hafa dregist aftur úr kjörum annarra sambærilegra stétta. Grunnlaun læknis eftir sex ára nám í læknadeild eru 340.000 ISK og grunnlaun sérfræðilæknis eru 530.000 ISK. Góð vinnuskilyrði þurfa að vera fyrir hendi með þeim lækningatækjum og lyfjum sem nútímalækningar gera kröfu um. Þessu er verulega ábótavant í dag.“ Einnig benda þau á að nýjustu meðferðir og myndgreiningartæki séu ekki til staðar á Íslandi og því þurfi að senda sjúklinga út með tilheyrandi kostnaði. „Húsnæðið þarf að vera þannig að heilsa sjúklinga og starfsfólks sé ekki sett í hættu í hripleku og sveppasýktu húsnæði eins og gert er í dag.“ Verulega hefur dregið úr starfsánægju og þar sem læknar eigi hægt um vik með að finna vinnu í öðrum löndum kjósi fleiri og fleiri einfaldlega að koma ekki heim eftir sérnám eða flytji búferlum aftur út með fjölskylduna.Kerfið að hruni komið „Íslendingar og oft sér í lagi íslenskir stjórnmálamenn hafa lengi hreykt sér af því að búa að framúrskarandi heilbrigðiskerfi með fyrsta flokks þjónustu. Af framansögðu má öllum vera ljóst að sú er ekki lengur raunin og réttast að það verði viðurkennt.“ Þau segja það vera á ábyrgð Alþingis að ákveða hver forgangsröðunin skuli vera til framtíðar. „Einn möguleikinn er hreinlega að lýsa því yfir að héðan í frá sé ekki stefnt að því að íslenskir sjúklingar fái sambærilega þjónustu og gerist erlendis. Hinn möguleikinn er að reyna að snúa þessari óheillaþróun við.“ Verði þróuninni ekki snúið við segja þau að öllum ætti að vera ljóst að þegar kerfið hrynji, sem muni eflaust gerast þegar næsti krabbameinslæknir hætti, sé það á ábyrgð stjórnvalda þegar sjúklingar þurfi að fara til útlanda til að leita sér læknisaðstoðar.Óska eftir stefnumörkun „Við undirrituð erum meðal þeirra sem hafa nýlega eða munu klára sérnám í krabbameinslækningum á næstunni, nám sem hefur tekið okkur í kringum 15 ár frá því við hófum nám í læknadeild. Öll viljum við gjarnan koma aftur til Íslands að loknu sérnámi en ef við getum ekki séð fyrir okkur og fjölskyldum okkar á sambærilegan máta og sambærilegar stéttir með styttra háskólanám að baki og þaðan af síður sinnt okkar sjúklingum á mannsæmandi hátt, eigum við erfitt með að sjá það fyrir okkur.“ Þau segjast þurfa tækifæri til að vinna sína vinnu almennilega, laus við samviskubit gagnvart sjúklingum, sem ekki sé hægt að sinna að fullnustu. „Við óskum því eftir skýrri stefnumörkun og framtíðarsýn heilbrigðisyfirvalda í stað innantómra loforða undanfarinna ára svo hægt sé að snúa vörn í sókn og finna leiðir til úrbóta í málum heilbrigðiskerfisins, Landspítala – Háskólasjúkrahúss og þar með talið krabbameinslækningum áður en það verður of seint.“
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira