Cleveland aftur á sigurbraut | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2014 10:41 James og félagar í Cleveland Cavaliers gerðu góða ferð til Denver í gær. Vísir/Getty Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Denver Nuggets, 110-101, á einum erfiðasta útivelli deildarinnar. Alls skoruðu sjö leikmenn Cleveland tíu stig eða fleiri og það kom því ekki að sök að James, Kevin Love og Kyrie Irving hittu aðeins samtals úr 19 af 45 skotum sínum. Randy Foye var stigahæstur í liði Denver með 28 stig, auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar, en Denver hefur aðeins krækt í einn sigur það sem af er tímabili. Memphis Grizzlies heldur áfram að gera gott mót, en liðið vann sinn sjötta sigur í jafnmörgum leikjum á löskuðu liði Oklahoma City Thunder á útivelli. Lokatölur 91-89. Leikstjórnendur liðanna voru í aðalhlutverki í Chesapeake Energy Arena í Oklahoma í nótt. Mike Conley var stigahæstur gestanna með 20 stig, en hinum megin var Reggie Jackson atkvæðamestur með 22 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit í leik Sacramento Kings og Phoenix Suns í Arizona. Sacramento hafði að lokum betur, 114-112, en Rudy Gay skoraði mikilvægustu körfu leiksins þegar hann kom Kóngunum einu stigi yfir, 113-112, þegar rúm mínúta var eftir. DeMarcus Cousins var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, auk þess að rífa niður 18 fráköst. Bakverðirnir Goran Dragic og Eric Bledsoe fóru fyrir liði Phoenix, sá fyrrnefndi skoraði 22 stig, en sá síðarnefndi 23 stig, auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Leikur Atlanta Hawks og Charlotte Hornets var einnig tvíframlengdur, en það var Lance Stephenson sem tryggði Charlotte sigurinn með ótrúlegri þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út í seinni framlengingunni. Lokatölur 119-122, Charlotte í vil. Miðherjinn Al Jefferson skoraði mest fyrir Charlotte eða 34 stig, auk þess að taka níu fráköst. Gary Neal kom næstur með 23 stig og Stephenson skilaði 17 stigum og 13 fráköstum. Al Horford og Jeff Teague voru atkvæðamestir í liði Atlanta; Horford skoraði 24 stig og tók tíu fráköst og Teague skoraði 22 stig og gaf 15 stoðsendingar. Þá vann Brooklyn Nets ellefu stiga sigur á New York Knicks í New York-slagnum. Brooklyn hafði undirtökin allt frá byrjun og náði mest 22 stiga forystu í leiknum. Leikstjórnandinn Deron Williams átti sinn besta leik á tímabilinu, skoraði 29 stig fyrir Brooklyn og gaf sex stoðsendingar. Brook Lopez bætti 20 stigum og níu fráköstum í sarpinn. Carmelo Anthony var einu sinni sem oftar stigahæstur í liði New York með 19 stig.Öll úrslit næturinnar: Atlanta Hawks 119-122 Charlotte Hornets Minnesota Timberwolves 103-112 Orlando Magic Chicago Bulls 118-115 Philadelphia 76ers Indiana Pacers 98-101 Boston Celtics New York Knicks 99-110 Brooklyn Nets Milwaukee Bucks 95-98 Detroit Pistons Washington Wizards 84-103 Toronto Raptors Memphis Grizzlies 91-89 Oklahoma City Thunder Sacramento Kings 114-112 Phoenix Suns Dallas Mavericks 105-82 Utah Jazz Cleveland Cavaliers 110-101 Denver NuggetsFlottustu tilþrif næturinnar Mögnuð tilþrif hjá J.R. Smith Sigurkarfa Lance Stephenson gegn Atlanta NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Denver Nuggets, 110-101, á einum erfiðasta útivelli deildarinnar. Alls skoruðu sjö leikmenn Cleveland tíu stig eða fleiri og það kom því ekki að sök að James, Kevin Love og Kyrie Irving hittu aðeins samtals úr 19 af 45 skotum sínum. Randy Foye var stigahæstur í liði Denver með 28 stig, auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar, en Denver hefur aðeins krækt í einn sigur það sem af er tímabili. Memphis Grizzlies heldur áfram að gera gott mót, en liðið vann sinn sjötta sigur í jafnmörgum leikjum á löskuðu liði Oklahoma City Thunder á útivelli. Lokatölur 91-89. Leikstjórnendur liðanna voru í aðalhlutverki í Chesapeake Energy Arena í Oklahoma í nótt. Mike Conley var stigahæstur gestanna með 20 stig, en hinum megin var Reggie Jackson atkvæðamestur með 22 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit í leik Sacramento Kings og Phoenix Suns í Arizona. Sacramento hafði að lokum betur, 114-112, en Rudy Gay skoraði mikilvægustu körfu leiksins þegar hann kom Kóngunum einu stigi yfir, 113-112, þegar rúm mínúta var eftir. DeMarcus Cousins var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, auk þess að rífa niður 18 fráköst. Bakverðirnir Goran Dragic og Eric Bledsoe fóru fyrir liði Phoenix, sá fyrrnefndi skoraði 22 stig, en sá síðarnefndi 23 stig, auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Leikur Atlanta Hawks og Charlotte Hornets var einnig tvíframlengdur, en það var Lance Stephenson sem tryggði Charlotte sigurinn með ótrúlegri þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út í seinni framlengingunni. Lokatölur 119-122, Charlotte í vil. Miðherjinn Al Jefferson skoraði mest fyrir Charlotte eða 34 stig, auk þess að taka níu fráköst. Gary Neal kom næstur með 23 stig og Stephenson skilaði 17 stigum og 13 fráköstum. Al Horford og Jeff Teague voru atkvæðamestir í liði Atlanta; Horford skoraði 24 stig og tók tíu fráköst og Teague skoraði 22 stig og gaf 15 stoðsendingar. Þá vann Brooklyn Nets ellefu stiga sigur á New York Knicks í New York-slagnum. Brooklyn hafði undirtökin allt frá byrjun og náði mest 22 stiga forystu í leiknum. Leikstjórnandinn Deron Williams átti sinn besta leik á tímabilinu, skoraði 29 stig fyrir Brooklyn og gaf sex stoðsendingar. Brook Lopez bætti 20 stigum og níu fráköstum í sarpinn. Carmelo Anthony var einu sinni sem oftar stigahæstur í liði New York með 19 stig.Öll úrslit næturinnar: Atlanta Hawks 119-122 Charlotte Hornets Minnesota Timberwolves 103-112 Orlando Magic Chicago Bulls 118-115 Philadelphia 76ers Indiana Pacers 98-101 Boston Celtics New York Knicks 99-110 Brooklyn Nets Milwaukee Bucks 95-98 Detroit Pistons Washington Wizards 84-103 Toronto Raptors Memphis Grizzlies 91-89 Oklahoma City Thunder Sacramento Kings 114-112 Phoenix Suns Dallas Mavericks 105-82 Utah Jazz Cleveland Cavaliers 110-101 Denver NuggetsFlottustu tilþrif næturinnar Mögnuð tilþrif hjá J.R. Smith Sigurkarfa Lance Stephenson gegn Atlanta
NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira