Guðjón sár vegna ummæla Jónasar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2014 08:38 Vísir/Valli Guðjón Þórðarson segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann sé því feginn að máli hans gegn knattspyrnudeild Grindavíkur hafi verið til lykta leitt. Guðjón fór fram á skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar er Guðjóni var sagt upp störfum hjá Grindavík á haustmánuðum 2012. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Guðjóni í vil á sínum tíma og Hæstiréttur staðfesti dóminn á fimmtudag. Knattspyrnudeild Grindavíkur þarf að greiða Guðjóni rúmar 8,4 milljónir króna í skaðabætur auk málsvarnarkostnaðar upp á samtals 900 þúsund krónur. „Nú getur maður loksins horft fram á veginn á ný. En það er búið að valda mér miklum skaða að standa í þessu, ekki síst ómakleg ummæli sem hafa fallið í minn garð,“ segir Guðjón við Morgunblaðið. Hann hefur ekki þjálfað síðan hann hætti hjá Grindavík en hann ræddi við forráðamenn nokkra knattspyrnudeilda í haust. „Einn aðili í efstu deild sagði við mig að þeir vildu ekki ræða málin frekar á meðan ég ætti í málaferlum við eitt af aðildarfélögum hreyfingarinnar.“ Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði í viðtali við Víkurfréttir fyrir helgi að það hefðu verið hans stærstu mistök á ferlinum að ráða Guðjón. „Það var mjög dapurlegt að lesa viðtal við Jónas [...] þar sem hann talar um mig sem gallagrip.“ Guðjón hefur að undanförnu sótt sér menntun í Háskóla Íslands í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun. „Kannski má segja að ég hafi fengist við svipaða þætti á þjálfaraferlinum. Það er til dæmis gaman að skoða þá sem léku undir minni stjórn á Akranesi 1996 og með landsliðinu næstu ár á eftir og hve margir þeirra eru leiðtogar í fótboltanum í dag,“ sagði Guðjón. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Segir það vera sín stærstu mistök að hafa ráðið Guðjón Jónas Þórhallsson formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur, segir það í samtali við Víkurfréttir hafa verið sín stærstu mistök að ráða Guðjón Þórðarson sem þjálfar meistaraflokks Grindavíkur. 31. október 2014 18:12 Guðjón Þórðarson bíður enn eftir milljónum frá Grindavík Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ekki gefist upp í baráttu sinni við fyrrverandi þjálfara karlaliðs félagsins, Guðjón Þórðarson. 13. október 2014 07:00 Guðjón hafði betur í Hæstarétti Guðjón Þórðarson fær 8,4 milljónir frá knattspyrnudeild Grindavíkur. 30. október 2014 16:35 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Guðjón Þórðarson segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann sé því feginn að máli hans gegn knattspyrnudeild Grindavíkur hafi verið til lykta leitt. Guðjón fór fram á skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar er Guðjóni var sagt upp störfum hjá Grindavík á haustmánuðum 2012. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Guðjóni í vil á sínum tíma og Hæstiréttur staðfesti dóminn á fimmtudag. Knattspyrnudeild Grindavíkur þarf að greiða Guðjóni rúmar 8,4 milljónir króna í skaðabætur auk málsvarnarkostnaðar upp á samtals 900 þúsund krónur. „Nú getur maður loksins horft fram á veginn á ný. En það er búið að valda mér miklum skaða að standa í þessu, ekki síst ómakleg ummæli sem hafa fallið í minn garð,“ segir Guðjón við Morgunblaðið. Hann hefur ekki þjálfað síðan hann hætti hjá Grindavík en hann ræddi við forráðamenn nokkra knattspyrnudeilda í haust. „Einn aðili í efstu deild sagði við mig að þeir vildu ekki ræða málin frekar á meðan ég ætti í málaferlum við eitt af aðildarfélögum hreyfingarinnar.“ Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði í viðtali við Víkurfréttir fyrir helgi að það hefðu verið hans stærstu mistök á ferlinum að ráða Guðjón. „Það var mjög dapurlegt að lesa viðtal við Jónas [...] þar sem hann talar um mig sem gallagrip.“ Guðjón hefur að undanförnu sótt sér menntun í Háskóla Íslands í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun. „Kannski má segja að ég hafi fengist við svipaða þætti á þjálfaraferlinum. Það er til dæmis gaman að skoða þá sem léku undir minni stjórn á Akranesi 1996 og með landsliðinu næstu ár á eftir og hve margir þeirra eru leiðtogar í fótboltanum í dag,“ sagði Guðjón.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Segir það vera sín stærstu mistök að hafa ráðið Guðjón Jónas Þórhallsson formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur, segir það í samtali við Víkurfréttir hafa verið sín stærstu mistök að ráða Guðjón Þórðarson sem þjálfar meistaraflokks Grindavíkur. 31. október 2014 18:12 Guðjón Þórðarson bíður enn eftir milljónum frá Grindavík Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ekki gefist upp í baráttu sinni við fyrrverandi þjálfara karlaliðs félagsins, Guðjón Þórðarson. 13. október 2014 07:00 Guðjón hafði betur í Hæstarétti Guðjón Þórðarson fær 8,4 milljónir frá knattspyrnudeild Grindavíkur. 30. október 2014 16:35 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Segir það vera sín stærstu mistök að hafa ráðið Guðjón Jónas Þórhallsson formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur, segir það í samtali við Víkurfréttir hafa verið sín stærstu mistök að ráða Guðjón Þórðarson sem þjálfar meistaraflokks Grindavíkur. 31. október 2014 18:12
Guðjón Þórðarson bíður enn eftir milljónum frá Grindavík Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ekki gefist upp í baráttu sinni við fyrrverandi þjálfara karlaliðs félagsins, Guðjón Þórðarson. 13. október 2014 07:00
Guðjón hafði betur í Hæstarétti Guðjón Þórðarson fær 8,4 milljónir frá knattspyrnudeild Grindavíkur. 30. október 2014 16:35