LeBron missti boltann og afhenti Spurs sigurinn | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. nóvember 2014 07:00 LeBron James tók tapið á sig. vísir/getty Meistarar San Antonio Spurs lögðu LeBron James og félaga hans í Cleveland Cavaliers, 92-90, á útivelli í spennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Skúrkurinn í liði heimamanna var sjálfur LeBron James en hann fór ansi illa að ráði sínu í lokasókn Cleveland þar sem liðið gat jafnað eða tryggt sér sigurinn. Manu Ginobli tók vítaskot fyrir Spurs þegar 9,1 sekúnda var eftir og hefði getað komið gestunum í þriggja stiga forystu. Hann klikkaði, Anderson Vareajao tók frákastið og gaf boltann beint á LeBron. Í smá umferð upp völlinn lék LeBron skemmtilega á Ginobili, en höfðinginn Tim Duncan, sem er eldri en tvævetur í bransanum, náði að slá boltann til Argentínumannsins þegar LeBron missti hann aðeins of langt frá sér. Ginobili gerði allt rétt eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan og sigurinn féll í skaut meistaranna. Stóru mennirnir Tim Cuncan og Boris Diaw fóru fyrir Spurs í leiknum með 19 stig hvor. Duncan bætti við 10 fráköstum og Diaw sjö slíkum. Anderson Varejao var stigahæstur Cleveland með 23 stig og 11 fráköst, en LeBron James skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Sjáðu LeBron missa boltann: Memphis Grizzlies, sem er á toppnum í vestrinu, tapaði öðrum leiknum í röð í nótt þegar liðið lá í valnum gegn firnasterku liði Toronto Raptors í Kanada, 96-92. Bakverðirnir tveir hjá Toronto; DeMar DeRozan (21 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar) og Kyle Lowry (18 stig og 7 stoðsendingar) voru frábærir í leiknum en þeir hafa byrjað tímabilið í NBA-deildinni af miklum krafti. Marc Gasol átti flottan leik fyrir fyrir Memphis og skoraði 22 stig og tók 12 fráköst. Zach Randolph var einnig mjög öflugur og skoraði 18 stig og tók 18 fráköst. Memphis með 10 sigra og 2 töp á toppi vestursins og Toronto með 9 sigra og 2 töp á toppi austursins. Los Angeles Lakers vann svo annan sigurinn í röð þegar það lagði eitt af toppliðum vesturdeildarinnar, Houston Rockets, á útivelli, 98-92. Kobe Bryant færðist aðeins nær Michael Jordan á stigalistanum, en hann skoraði 29 stig auk þess sem hann gaf 7 stoðsendingar. James Harden var atkvæðamestur Houston-liðsins með 24 stig og 7 stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 90-92 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 88-86 Orlando Magic - Los Angeles Clippers 90-114 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 90-101 Washington Wizards - Phoenix Suns 86-88 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 96-92 Minnesota Timberwolves - New York Knicks 115-99 Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 107-100 Houston Rockets - Los Angeles Lakers 92-98Staðan í deildinni.Skuggavélin fylgir Jabari Parker: Monta Ellis fer hamförum gegn Wizards: Tröllatroðsla Shabazz Muhammad: NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Meistarar San Antonio Spurs lögðu LeBron James og félaga hans í Cleveland Cavaliers, 92-90, á útivelli í spennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Skúrkurinn í liði heimamanna var sjálfur LeBron James en hann fór ansi illa að ráði sínu í lokasókn Cleveland þar sem liðið gat jafnað eða tryggt sér sigurinn. Manu Ginobli tók vítaskot fyrir Spurs þegar 9,1 sekúnda var eftir og hefði getað komið gestunum í þriggja stiga forystu. Hann klikkaði, Anderson Vareajao tók frákastið og gaf boltann beint á LeBron. Í smá umferð upp völlinn lék LeBron skemmtilega á Ginobili, en höfðinginn Tim Duncan, sem er eldri en tvævetur í bransanum, náði að slá boltann til Argentínumannsins þegar LeBron missti hann aðeins of langt frá sér. Ginobili gerði allt rétt eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan og sigurinn féll í skaut meistaranna. Stóru mennirnir Tim Cuncan og Boris Diaw fóru fyrir Spurs í leiknum með 19 stig hvor. Duncan bætti við 10 fráköstum og Diaw sjö slíkum. Anderson Varejao var stigahæstur Cleveland með 23 stig og 11 fráköst, en LeBron James skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Sjáðu LeBron missa boltann: Memphis Grizzlies, sem er á toppnum í vestrinu, tapaði öðrum leiknum í röð í nótt þegar liðið lá í valnum gegn firnasterku liði Toronto Raptors í Kanada, 96-92. Bakverðirnir tveir hjá Toronto; DeMar DeRozan (21 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar) og Kyle Lowry (18 stig og 7 stoðsendingar) voru frábærir í leiknum en þeir hafa byrjað tímabilið í NBA-deildinni af miklum krafti. Marc Gasol átti flottan leik fyrir fyrir Memphis og skoraði 22 stig og tók 12 fráköst. Zach Randolph var einnig mjög öflugur og skoraði 18 stig og tók 18 fráköst. Memphis með 10 sigra og 2 töp á toppi vestursins og Toronto með 9 sigra og 2 töp á toppi austursins. Los Angeles Lakers vann svo annan sigurinn í röð þegar það lagði eitt af toppliðum vesturdeildarinnar, Houston Rockets, á útivelli, 98-92. Kobe Bryant færðist aðeins nær Michael Jordan á stigalistanum, en hann skoraði 29 stig auk þess sem hann gaf 7 stoðsendingar. James Harden var atkvæðamestur Houston-liðsins með 24 stig og 7 stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 90-92 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 88-86 Orlando Magic - Los Angeles Clippers 90-114 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 90-101 Washington Wizards - Phoenix Suns 86-88 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 96-92 Minnesota Timberwolves - New York Knicks 115-99 Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 107-100 Houston Rockets - Los Angeles Lakers 92-98Staðan í deildinni.Skuggavélin fylgir Jabari Parker: Monta Ellis fer hamförum gegn Wizards: Tröllatroðsla Shabazz Muhammad:
NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira