Freyr: Leikur upp á það hvort við ætlum okkur fyrsta sætið eða ekki Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2014 08:30 Freyr Alexandersson ræðir við stelpurnar okkar á æfingu í Nyon. Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson „Ég er bara að klára að setja upp kvöldfundinn fyrir stelpurnar,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, þegar Fréttablaðið heyrir í honum hljóðið fyrir stórleikinn í undankeppni HM 2015 gegn Sviss sem fram fer í Nyon klukkan 17.00 í dag. „Mesta vinnan fer í að klippa þessa leiki saman og nú er ég að setja upp myndræna taktík fyrir stelpurnar. Ég er að reyna að færa það sem við höfum verið að gera á æfingavellinum yfir á power-point til að fara betur yfir það,“ bætir Freyr við. Sviss er í efsta sæti riðilsins með 16 stig, sjö stigum á undan Íslandi, en okkar stelpur eiga tvo leiki til góða á svissneska liðið.Treysta á framherjana Þegar liðin mættust á Laugardalsvellinum síðasta haust í fyrsta leik riðlakeppninnar var Freyr nýtekinn við liðinu en Sviss vann þá öruggan 2-0 sigur. Spilamennska stelpnanna okkar var hálfvandræðaleg en liðið hefur tekið ótrúlegum framförum síðan þá. Freyr hefur sett sitt mark á liðið, það endaði í þriðja sæti Algarve-bikarmótsins og er búið að vinna sex leiki í röð í öllum keppnum. „Við vorum andlega illa undirbúin fyrir þann leik. En ekki bara það. Við spiluðum líka lágpressu sem virkaði engan veginn. Núna ætlum við töluvert framar á völlinn. Sviss beitir löngum sendingum mikið þrátt fyrir að skora svona mikið (28 mörk í 6 leikjum). Þær sparka mikið langt og þetta er nokkuð einfaldur fótbolti. Við munum reyna að loka á fyrsta spil út frá vörn og á næstu línu,“ segir Freyr en svissneska liðið er lítið breytt frá sigrinum í Dalnum síðastliðið haust.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Spila á sama liðinu nánast í öllum leikjum „Þær eru nánast á sama stað. Þær spila á sama liðinu nánast í öllum leikjum. Á sama tíma og við vorum í Algarve-bikarnum voru þær að keppa í Kýpur-bikarnum sem er svipað mót. Þar neyddust þær til að rúlla aðeins á liðinu því Ramona (Bachman, besti framherji liðsins) var aðeins meidd. Þeim gekk ekki vel á mótinu sem sýnir kannski hversu háðar þær eru þessu framherjapari sínu,“ segir Freyr. Stelpurnar hafa í viðtölum í aðdraganda leiksins mikið talað um að veikleikar Sviss séu fundnir og Freyr sé búinn að fara vel yfir það hvar íslenska liðið ætlar að ráðast á topplið riðilsins. Það er fyrst og fremst þessi hápressa sem Freyr talar um og að leyfa þeim ekki að vera rólegar á boltanum í öftustu línum. Þetta mun þó taka sinn toll af leikmönnunum. „Það verður mikil geðveiki í okkar leik og það verður rosaleg orka sem fer í þetta. En ég hef fulla trú á að þetta heppnist. Það er mikið sjálfstraust í liðinu og maður finnur líka fyrir mikilli samheldni. Þótt það sé samkeppni um allar stöður þá eru allir tilbúnir að gefa af sér og reyna að finna lausnir fyrir liðið til að vinna leiki,“ segir Freyr.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Verðum að vinna Sviss er sem fyrr segir á toppi riðilsins með 16 stig, sjö stigum á undan Íslandi sem á tvo leiki til góða. Leikið er í sjö riðlum í Evrópuhluta undankeppni HM og fara sigurvegararnir sjö beint á heimsmeistaramótið í Kanada á næsta ári. Þau fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti leika svo innbyrðis um síðasta sætið. „Þessi leikur er bara upp á það hvort við ætlum okkur fyrsta sætið eða ekki. Ef við töpum er Sviss komið áfram en ef við vinnum er þetta í okkar höndum. Ég er alveg meðvitaður um að við eigum eftir tvo leiki gegn Dönum en við höldum í þann draum að ná fyrsta sætinu og því munum við gera allt til þess að vinna á morgun,“ segir Freyr.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór GuðmundssonMynd/KSÍ/HIlmar Þór GuðmundssonMynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
„Ég er bara að klára að setja upp kvöldfundinn fyrir stelpurnar,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, þegar Fréttablaðið heyrir í honum hljóðið fyrir stórleikinn í undankeppni HM 2015 gegn Sviss sem fram fer í Nyon klukkan 17.00 í dag. „Mesta vinnan fer í að klippa þessa leiki saman og nú er ég að setja upp myndræna taktík fyrir stelpurnar. Ég er að reyna að færa það sem við höfum verið að gera á æfingavellinum yfir á power-point til að fara betur yfir það,“ bætir Freyr við. Sviss er í efsta sæti riðilsins með 16 stig, sjö stigum á undan Íslandi, en okkar stelpur eiga tvo leiki til góða á svissneska liðið.Treysta á framherjana Þegar liðin mættust á Laugardalsvellinum síðasta haust í fyrsta leik riðlakeppninnar var Freyr nýtekinn við liðinu en Sviss vann þá öruggan 2-0 sigur. Spilamennska stelpnanna okkar var hálfvandræðaleg en liðið hefur tekið ótrúlegum framförum síðan þá. Freyr hefur sett sitt mark á liðið, það endaði í þriðja sæti Algarve-bikarmótsins og er búið að vinna sex leiki í röð í öllum keppnum. „Við vorum andlega illa undirbúin fyrir þann leik. En ekki bara það. Við spiluðum líka lágpressu sem virkaði engan veginn. Núna ætlum við töluvert framar á völlinn. Sviss beitir löngum sendingum mikið þrátt fyrir að skora svona mikið (28 mörk í 6 leikjum). Þær sparka mikið langt og þetta er nokkuð einfaldur fótbolti. Við munum reyna að loka á fyrsta spil út frá vörn og á næstu línu,“ segir Freyr en svissneska liðið er lítið breytt frá sigrinum í Dalnum síðastliðið haust.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Spila á sama liðinu nánast í öllum leikjum „Þær eru nánast á sama stað. Þær spila á sama liðinu nánast í öllum leikjum. Á sama tíma og við vorum í Algarve-bikarnum voru þær að keppa í Kýpur-bikarnum sem er svipað mót. Þar neyddust þær til að rúlla aðeins á liðinu því Ramona (Bachman, besti framherji liðsins) var aðeins meidd. Þeim gekk ekki vel á mótinu sem sýnir kannski hversu háðar þær eru þessu framherjapari sínu,“ segir Freyr. Stelpurnar hafa í viðtölum í aðdraganda leiksins mikið talað um að veikleikar Sviss séu fundnir og Freyr sé búinn að fara vel yfir það hvar íslenska liðið ætlar að ráðast á topplið riðilsins. Það er fyrst og fremst þessi hápressa sem Freyr talar um og að leyfa þeim ekki að vera rólegar á boltanum í öftustu línum. Þetta mun þó taka sinn toll af leikmönnunum. „Það verður mikil geðveiki í okkar leik og það verður rosaleg orka sem fer í þetta. En ég hef fulla trú á að þetta heppnist. Það er mikið sjálfstraust í liðinu og maður finnur líka fyrir mikilli samheldni. Þótt það sé samkeppni um allar stöður þá eru allir tilbúnir að gefa af sér og reyna að finna lausnir fyrir liðið til að vinna leiki,“ segir Freyr.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson Verðum að vinna Sviss er sem fyrr segir á toppi riðilsins með 16 stig, sjö stigum á undan Íslandi sem á tvo leiki til góða. Leikið er í sjö riðlum í Evrópuhluta undankeppni HM og fara sigurvegararnir sjö beint á heimsmeistaramótið í Kanada á næsta ári. Þau fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti leika svo innbyrðis um síðasta sætið. „Þessi leikur er bara upp á það hvort við ætlum okkur fyrsta sætið eða ekki. Ef við töpum er Sviss komið áfram en ef við vinnum er þetta í okkar höndum. Ég er alveg meðvitaður um að við eigum eftir tvo leiki gegn Dönum en við höldum í þann draum að ná fyrsta sætinu og því munum við gera allt til þess að vinna á morgun,“ segir Freyr.Mynd/KSÍ/HIlmar Þór GuðmundssonMynd/KSÍ/HIlmar Þór GuðmundssonMynd/KSÍ/HIlmar Þór Guðmundsson
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira