Svart box í Seðlabankanum? Frosti Ólafsson skrifar 12. september 2014 07:00 Þar til gjaldeyrishöft verða afnumin munu íslensk fyrirtæki og heimili búa við óviðunandi efnahagsumhverfi. Meðan ástandið varir er því mikilvægt að stjórnvöld og opinberir aðilar leiti allra leiða til að lágmarka þann skaða sem af höftunum hlýst. Með það markmið í huga sendi Viðskiptaráð Íslands nýverið bréf til fjármálaráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis með ábendingu um nauðsynlegar umbætur á stjórnsýsluháttum Seðlabanka Íslands. Í ljósi umfjöllunar um efni bréfsins er rétt að árétta forsendur þeirrar gagnrýni sem þar birtist.Án upplýsinga myndast tortryggni Öllum er ljóst að fjármagnshöft voru upphaflega sett af illri nauðsyn. Áskorunin var bæði umfangsmikil og flókin enda miklir hagsmunir ólíkra aðila í húfi. Af þeim sökum hefur það tekið stjórnvöld og Seðlabankann þó nokkurn tíma að ná með heildstæðum hætti utan um eðli vandans og skapa ramma sem ætlaður er til úrlausnar. Eftir stendur að í dag búa íslensk fyrirtæki við umfangsmiklar takmarkanir í gjaldeyrismálum og verulegur hluti alþjóðlegrar starfsemi þeirra er háður undanþágu frá höftum. Afgreiðsla umsókna um undanþágur er í höndum gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Viðskiptaráð dregur ekki í efa að starfsmenn eftirlitsins hafi unnið hörðum höndum að því að leysa þetta vandasama verkefni. Það er engu að síður svo að skortur á upplýsingagjöf, gagnsæi og skýrri umgjörð hefur skapað vantraust og tortryggni sem er full ástæða til að taka alvarlega. Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru í húfi ætti að vera kappsmál gjaldeyriseftirlitsins að eyða þessari óvissu og byggja upp traust.Að opna bakherbergin Það er eðli eftirlitsstofnana að setja einstaklingum og fyrirtækjum skorður eða veita þeim undanþágur. Þegar refsingum eða réttindum er úthlutað með þessum hætti er því nauðsynlegt að meginreglan um jafnræði sé leiðarljós viðkomandi stofnana. Það er einkum skortur á upplýsingagjöf og gagnsæi sem Viðskiptaráð gagnrýnir gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands fyrir. Aðferðafræði og ferlar þurfa að liggja skýrt fyrir til að traust ríki gagnvart framkvæmdinni. Að öðrum kosti er erfitt að meta hvort samræmis og jafnræðis sé gætt. Meðan ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um þessa þætti er því skiljanlegt að umsækjendur upplifi að mikilvægar ákvarðanir séu teknar í bakherbergjum. Í því samhengi er fagnaðarefni að í yfirlýsingu Seðlabankans sem birt var vegna bréfs Viðskiptaráðs koma fram ýmsar upplýsingar um afgreiðsluferli undanþágubeiðna sem ekki hafa verið gerðar opinberar áður. En betur má ef duga skal.Að lokum Í áðurnefndri yfirlýsingu gagnrýnir Seðlabankinn Viðskiptaráð fyrir að gefa ekki frekari upplýsingar um ábendingu ráðsins um möguleg brot á jafnræðisreglu. Það liggur í hlutarins eðli að ekki er hægt að veita upplýsingar um heimildarmenn í þessu tilfelli. Ef kvörtunin á við rök að styðjast myndi slík upplýsingagjöf koma niður á viðkomandi við undanþáguumsóknir í framtíðinni. Eins og fram kemur í bréfinu er lykilatriðið ekki hvort þessar kvartanir eigi við rök að styðjast, heldur sú staðreynd að tortryggnin er til staðar. Það er engum til bóta að einstaklingar eða fyrirtæki upplifi gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem svart box. Til að sporna gegn þessu þarf að efla upplýsingagjöf og gagnsæi eftirlitsins til muna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Þar til gjaldeyrishöft verða afnumin munu íslensk fyrirtæki og heimili búa við óviðunandi efnahagsumhverfi. Meðan ástandið varir er því mikilvægt að stjórnvöld og opinberir aðilar leiti allra leiða til að lágmarka þann skaða sem af höftunum hlýst. Með það markmið í huga sendi Viðskiptaráð Íslands nýverið bréf til fjármálaráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis með ábendingu um nauðsynlegar umbætur á stjórnsýsluháttum Seðlabanka Íslands. Í ljósi umfjöllunar um efni bréfsins er rétt að árétta forsendur þeirrar gagnrýni sem þar birtist.Án upplýsinga myndast tortryggni Öllum er ljóst að fjármagnshöft voru upphaflega sett af illri nauðsyn. Áskorunin var bæði umfangsmikil og flókin enda miklir hagsmunir ólíkra aðila í húfi. Af þeim sökum hefur það tekið stjórnvöld og Seðlabankann þó nokkurn tíma að ná með heildstæðum hætti utan um eðli vandans og skapa ramma sem ætlaður er til úrlausnar. Eftir stendur að í dag búa íslensk fyrirtæki við umfangsmiklar takmarkanir í gjaldeyrismálum og verulegur hluti alþjóðlegrar starfsemi þeirra er háður undanþágu frá höftum. Afgreiðsla umsókna um undanþágur er í höndum gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Viðskiptaráð dregur ekki í efa að starfsmenn eftirlitsins hafi unnið hörðum höndum að því að leysa þetta vandasama verkefni. Það er engu að síður svo að skortur á upplýsingagjöf, gagnsæi og skýrri umgjörð hefur skapað vantraust og tortryggni sem er full ástæða til að taka alvarlega. Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru í húfi ætti að vera kappsmál gjaldeyriseftirlitsins að eyða þessari óvissu og byggja upp traust.Að opna bakherbergin Það er eðli eftirlitsstofnana að setja einstaklingum og fyrirtækjum skorður eða veita þeim undanþágur. Þegar refsingum eða réttindum er úthlutað með þessum hætti er því nauðsynlegt að meginreglan um jafnræði sé leiðarljós viðkomandi stofnana. Það er einkum skortur á upplýsingagjöf og gagnsæi sem Viðskiptaráð gagnrýnir gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands fyrir. Aðferðafræði og ferlar þurfa að liggja skýrt fyrir til að traust ríki gagnvart framkvæmdinni. Að öðrum kosti er erfitt að meta hvort samræmis og jafnræðis sé gætt. Meðan ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um þessa þætti er því skiljanlegt að umsækjendur upplifi að mikilvægar ákvarðanir séu teknar í bakherbergjum. Í því samhengi er fagnaðarefni að í yfirlýsingu Seðlabankans sem birt var vegna bréfs Viðskiptaráðs koma fram ýmsar upplýsingar um afgreiðsluferli undanþágubeiðna sem ekki hafa verið gerðar opinberar áður. En betur má ef duga skal.Að lokum Í áðurnefndri yfirlýsingu gagnrýnir Seðlabankinn Viðskiptaráð fyrir að gefa ekki frekari upplýsingar um ábendingu ráðsins um möguleg brot á jafnræðisreglu. Það liggur í hlutarins eðli að ekki er hægt að veita upplýsingar um heimildarmenn í þessu tilfelli. Ef kvörtunin á við rök að styðjast myndi slík upplýsingagjöf koma niður á viðkomandi við undanþáguumsóknir í framtíðinni. Eins og fram kemur í bréfinu er lykilatriðið ekki hvort þessar kvartanir eigi við rök að styðjast, heldur sú staðreynd að tortryggnin er til staðar. Það er engum til bóta að einstaklingar eða fyrirtæki upplifi gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem svart box. Til að sporna gegn þessu þarf að efla upplýsingagjöf og gagnsæi eftirlitsins til muna.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun