Breytingarnar vanhugsaðar Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 13. september 2014 06:00 Hækkun matarskattsins verður án efa eitt af stóru málunum á Alþingi. Vísir/Stefán Vísir/stefán „Ég hef velt því fyrir mér hvort ríkisstjórnin sé ekki að setja á svið leikrit. Það er mjög sérkennilegt þegar annar stjórnarflokkurinn setur almennan fyrirvara við fjárlagafrumvarpið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa síðustu daga lýst miklum efasemdum yfir hækkun á virðisaukaskatti á mat úr sjö í tólf í prósent. Auk þess hefur forsætisráðherra lýst þeirri skoðun sinni að hægt sé að endurskoða fjárlagafrumvarpið. Flestir þingmanna Sjálfstæðisflokksins styðja hins vegar breytinguna. „Tekjuöflunarfrumvarpið gengur lengra, þar er gert ráð fyrir að matarskatturinn hækki í tólf prósent en í fjárlagafrumvarpinu er gengið út frá því að hann verði 11 prósent. Þetta gefur sögusögnum um að það sé verið að setja á svið leikrit byr undir báða vængi. Þetta verði svo dregið til baka,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segist þó varla trúa því fyrr en hann taki á að þannig sé í pottinn búið. „Á maður ekki að ætla að ríkisstjórnin meini það að hún vilji hækka matarskattinn?“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og bætir við að hann telji málið vera vanhugsað frá upphafi. „Stjórnin sagðist ætla að einfalda virðisaukaskattskerfið. Það er hins vegar engin einföldun í þessu. Þrepin eru jafnmörg og þau voru og það er ein undanþága fyrir ferðaþjónustuna. Fjármálaráðherra segir að það verði ekki frekari breytingar,“ segir hann og bætir við að Björt framtíð styðji ekki hækkun á matarskatti. „Á sama tíma og auðlegðarskattur upp á 10 milljarða er felldur niður og veiðigjöldin lækkuð enn meira er farið í skattahækkanir á almenning í landinu,“ segir Katrín og telur þetta ranga forgangsröðun. „Mér finnst ótrúlegt, einmitt þegar við erum komin út úr kreppunni og fólk er búið að leggja mikið á sig í mörg ár, þá sé komið inn með ellefu milljarða hækkun á helstu lífsnauðsynjar. Þetta er stærsta einstaka skattahækkunin á almenning frá hruni,“ segir Helgi. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira
„Ég hef velt því fyrir mér hvort ríkisstjórnin sé ekki að setja á svið leikrit. Það er mjög sérkennilegt þegar annar stjórnarflokkurinn setur almennan fyrirvara við fjárlagafrumvarpið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa síðustu daga lýst miklum efasemdum yfir hækkun á virðisaukaskatti á mat úr sjö í tólf í prósent. Auk þess hefur forsætisráðherra lýst þeirri skoðun sinni að hægt sé að endurskoða fjárlagafrumvarpið. Flestir þingmanna Sjálfstæðisflokksins styðja hins vegar breytinguna. „Tekjuöflunarfrumvarpið gengur lengra, þar er gert ráð fyrir að matarskatturinn hækki í tólf prósent en í fjárlagafrumvarpinu er gengið út frá því að hann verði 11 prósent. Þetta gefur sögusögnum um að það sé verið að setja á svið leikrit byr undir báða vængi. Þetta verði svo dregið til baka,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segist þó varla trúa því fyrr en hann taki á að þannig sé í pottinn búið. „Á maður ekki að ætla að ríkisstjórnin meini það að hún vilji hækka matarskattinn?“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og bætir við að hann telji málið vera vanhugsað frá upphafi. „Stjórnin sagðist ætla að einfalda virðisaukaskattskerfið. Það er hins vegar engin einföldun í þessu. Þrepin eru jafnmörg og þau voru og það er ein undanþága fyrir ferðaþjónustuna. Fjármálaráðherra segir að það verði ekki frekari breytingar,“ segir hann og bætir við að Björt framtíð styðji ekki hækkun á matarskatti. „Á sama tíma og auðlegðarskattur upp á 10 milljarða er felldur niður og veiðigjöldin lækkuð enn meira er farið í skattahækkanir á almenning í landinu,“ segir Katrín og telur þetta ranga forgangsröðun. „Mér finnst ótrúlegt, einmitt þegar við erum komin út úr kreppunni og fólk er búið að leggja mikið á sig í mörg ár, þá sé komið inn með ellefu milljarða hækkun á helstu lífsnauðsynjar. Þetta er stærsta einstaka skattahækkunin á almenning frá hruni,“ segir Helgi.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira