Ferðakostnaður íþróttafólks eykst Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 17. september 2014 06:00 Þingmenn ræða frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti á þingi í gær. Vísir/stefán Kristján Möller, Samfylkingu, gerði fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatti á rútuferðir íþróttafélaga að umtalsefni á Alþingi í gær. Samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti leggst tólf prósenta virðisaukaskattur á fólksflutninga verði frumvarpið að lögum í óbreyttri mynd. Kristján sagði að ef farið væri með strætó væri það virðisaukaskattsfrjálst, sömuleiðis ef farið er með flugi en rútufarið hækki því á það leggist virðisaukaskattur og langflestir noti rútu til að fara á milli staða. Þetta er bara einfalt reiknisdæmi. Ferð sem kostar eina milljón króna með 40 manns innanborðs hækkar um 120 þúsund krónur. Svo get ég eftirlátið fjármálaráðherra að reikna út hvað það þýðir fyrir hvern einstakling, sagði Kristján. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir auðvelt að halda því fram að þar sem eitthvað sé virðisaukaskattskylt eigi annað ekki að vera það. Línan sem er unnið eftir varðandi fólksflutninga er þessi: Áætlunarferðir eru undanskildar. Aðrar ferðir, sérstaklega í afþreyingarskyni og þar er horft til ferðamannaiðnaðarins, komi inn í kerfið. Það þýðir, já, að rútuferðir sem ekki eru í áætlun, sama hvort verið er að flytja íþróttafólk eða hóp eldri borgara eða þingmenn eða aðra, koma inn í kerfið, sagði Bjarni. Fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á mat var til umræðu og gagnrýndu þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna að þingmenn Framsóknar voru ekki viðstaddir umræðuna. Margir þingmenn flokksins hafa lýst andstöðu við hækkun matarskatts. „Á þessum fundi að ljúka án þess að við, almennir þingmenn, fáum að ræða við framsóknarmenn?“ spurði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og bætti við að það væri mikilvægt að þingmenn fengju að spyrja framsóknarmenn út í afstöðu þeirra. Ég hef ekki keypt ísskáp frá því 2001, þannig að hann má lækka ansi mikið í verði til að vega upp á móti öllum þeim matarkörfum sem ég hef keypt á því tímabili, sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, og benti á að ekki væri hægt að fresta matarkaupum. Lágtekjufólk þarf alla daga að kaupa mat en það getur frestað ýmsum útgjöldum af þessum toga, sagði Árni Páll. Bjarni svarði Árna Páli og benti á að tekjulágir notuðu að jafnaði hærra hlutfall ráðstöfunartekna í neyslu en aðrir tekjuhópar. „Það gildir ekki bara um matvöruna, sem menn vilja einblína á í þessari umræðu, sem er að hækka vissulega. Það gildir líka um alla hina neysluna, sem er í öðrum flokkum sem eru að lækka. Þess vegna njóta tekjulágir umfram aðra lækkana á öðru því sem lækkar í þessu frumvarpi. Þeir njóta hlutfallslega meiri ávinnings af lækkunum í frumvarpinu en aðrir tekjuhópar.“ Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira
Kristján Möller, Samfylkingu, gerði fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatti á rútuferðir íþróttafélaga að umtalsefni á Alþingi í gær. Samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti leggst tólf prósenta virðisaukaskattur á fólksflutninga verði frumvarpið að lögum í óbreyttri mynd. Kristján sagði að ef farið væri með strætó væri það virðisaukaskattsfrjálst, sömuleiðis ef farið er með flugi en rútufarið hækki því á það leggist virðisaukaskattur og langflestir noti rútu til að fara á milli staða. Þetta er bara einfalt reiknisdæmi. Ferð sem kostar eina milljón króna með 40 manns innanborðs hækkar um 120 þúsund krónur. Svo get ég eftirlátið fjármálaráðherra að reikna út hvað það þýðir fyrir hvern einstakling, sagði Kristján. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir auðvelt að halda því fram að þar sem eitthvað sé virðisaukaskattskylt eigi annað ekki að vera það. Línan sem er unnið eftir varðandi fólksflutninga er þessi: Áætlunarferðir eru undanskildar. Aðrar ferðir, sérstaklega í afþreyingarskyni og þar er horft til ferðamannaiðnaðarins, komi inn í kerfið. Það þýðir, já, að rútuferðir sem ekki eru í áætlun, sama hvort verið er að flytja íþróttafólk eða hóp eldri borgara eða þingmenn eða aðra, koma inn í kerfið, sagði Bjarni. Fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á mat var til umræðu og gagnrýndu þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna að þingmenn Framsóknar voru ekki viðstaddir umræðuna. Margir þingmenn flokksins hafa lýst andstöðu við hækkun matarskatts. „Á þessum fundi að ljúka án þess að við, almennir þingmenn, fáum að ræða við framsóknarmenn?“ spurði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og bætti við að það væri mikilvægt að þingmenn fengju að spyrja framsóknarmenn út í afstöðu þeirra. Ég hef ekki keypt ísskáp frá því 2001, þannig að hann má lækka ansi mikið í verði til að vega upp á móti öllum þeim matarkörfum sem ég hef keypt á því tímabili, sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, og benti á að ekki væri hægt að fresta matarkaupum. Lágtekjufólk þarf alla daga að kaupa mat en það getur frestað ýmsum útgjöldum af þessum toga, sagði Árni Páll. Bjarni svarði Árna Páli og benti á að tekjulágir notuðu að jafnaði hærra hlutfall ráðstöfunartekna í neyslu en aðrir tekjuhópar. „Það gildir ekki bara um matvöruna, sem menn vilja einblína á í þessari umræðu, sem er að hækka vissulega. Það gildir líka um alla hina neysluna, sem er í öðrum flokkum sem eru að lækka. Þess vegna njóta tekjulágir umfram aðra lækkana á öðru því sem lækkar í þessu frumvarpi. Þeir njóta hlutfallslega meiri ávinnings af lækkunum í frumvarpinu en aðrir tekjuhópar.“
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira