Ekki nægjanlegt að hækka barnabætur Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. september 2014 11:45 Sá munur sem er á aðstæðum foreldra sem eiga lögheimili með barni og umgengnisforeldra myndi aukast enn meira ef barnabætur yrðu notaðar sem mótvægisaðgerð. fréttablaðið/Vilhelm Hækkun barnabóta er ekki nægjanleg mótvægisaðgerð við fimm prósentustiga hækkun neðra þreps tekjuskattsins, að mati Guðmundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar. Hann leggur til hækkun persónuafsláttar í staðinn. Fyrstu umræðu um tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar og virðisaukaskattsfrumvarpið er lokið á Alþingi. Nú mun umræðan fara fram í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem Guðmundur situr. Hann telur að það yrði mun sanngjarnara, einkum fyrir barnlaust fólk og umgengnisforeldra, að hækka persónuafslátt sem mótvægisaðgerð við hækkun neðra virðisaukaskattsþrepsins. Ekkert sé gert til að mæta þessum hópi.Guðmundur Steingrímsson„Þetta eru meðlagsgreiðendur margir og ég held að þeir hafi það margir mjög skítt. Þeir eru skráðir núna sem einstæðingar en þeir eru uppalendur barna og foreldrar. Barnabætur ná ekkert til þessa hóps og við erum að nota tækifærið og vekja máls á þessu fyrst barnabætur eru eina mótvægisaðgerðin við hækkun á matarskatti,“ segir hann. Að sögn Guðmundar gagnast persónuafsláttur öllum sem hafi úr litlu að spila. „Sú leið nær líka til umgengnisforeldra, hún nær til námsmanna og hún nær til aldraðra og örorkubótaþega. Mér finnst það sanngjarnara ef hún nær til allra hópa sem mótvægisaðgerð við aðgerð sem kemur niður á öllum hópum.“Karl GarðarssonKarl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, segir hækkun á neðra þrepi ekki mega fara í tólf prósent. „Ég vil ekki nefna tölu núna en ég tel að hún þyrfti að vera lægri auk þess sem mótvægisaðgerðirnar þyrftu að ná til fleiri hópa. Það er ekki nóg að þær nái bara til barnafólks. Það eru svo margir aðrir stórir hópar sem yrðu skildir út undan,“ segir hann. Karl segir að sú hugmynd að hækka persónuafslátt hljómi ekki illa, en vandamálið sé að þá kæmu mótvægisaðgerðir líka til móts við þá sem eru með mestu tekjurnar og það sé kannski fullmikið. „Þó mér finnist alveg sjálfsagt að skoða það,“ segir hann. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira
Hækkun barnabóta er ekki nægjanleg mótvægisaðgerð við fimm prósentustiga hækkun neðra þreps tekjuskattsins, að mati Guðmundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar. Hann leggur til hækkun persónuafsláttar í staðinn. Fyrstu umræðu um tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar og virðisaukaskattsfrumvarpið er lokið á Alþingi. Nú mun umræðan fara fram í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem Guðmundur situr. Hann telur að það yrði mun sanngjarnara, einkum fyrir barnlaust fólk og umgengnisforeldra, að hækka persónuafslátt sem mótvægisaðgerð við hækkun neðra virðisaukaskattsþrepsins. Ekkert sé gert til að mæta þessum hópi.Guðmundur Steingrímsson„Þetta eru meðlagsgreiðendur margir og ég held að þeir hafi það margir mjög skítt. Þeir eru skráðir núna sem einstæðingar en þeir eru uppalendur barna og foreldrar. Barnabætur ná ekkert til þessa hóps og við erum að nota tækifærið og vekja máls á þessu fyrst barnabætur eru eina mótvægisaðgerðin við hækkun á matarskatti,“ segir hann. Að sögn Guðmundar gagnast persónuafsláttur öllum sem hafi úr litlu að spila. „Sú leið nær líka til umgengnisforeldra, hún nær til námsmanna og hún nær til aldraðra og örorkubótaþega. Mér finnst það sanngjarnara ef hún nær til allra hópa sem mótvægisaðgerð við aðgerð sem kemur niður á öllum hópum.“Karl GarðarssonKarl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, segir hækkun á neðra þrepi ekki mega fara í tólf prósent. „Ég vil ekki nefna tölu núna en ég tel að hún þyrfti að vera lægri auk þess sem mótvægisaðgerðirnar þyrftu að ná til fleiri hópa. Það er ekki nóg að þær nái bara til barnafólks. Það eru svo margir aðrir stórir hópar sem yrðu skildir út undan,“ segir hann. Karl segir að sú hugmynd að hækka persónuafslátt hljómi ekki illa, en vandamálið sé að þá kæmu mótvægisaðgerðir líka til móts við þá sem eru með mestu tekjurnar og það sé kannski fullmikið. „Þó mér finnist alveg sjálfsagt að skoða það,“ segir hann.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira