Hetja, skúrkur og svo aftur hetja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2014 06:00 Kevin Love, Kyrie Irving og LeBron James spila saman hjá Cleveland-liðinu. Fréttablaðið/AFP NBA-deildin er farin af stað og tvö fyrstu leikkvöldin eru að baki. Það eru mjög margir sem hafa beðið eftir kvöldinu í kvöld. Það er nefnilega í kvöld sem liðið Cleveland Cavaliers spilar sinn fyrsta leik þegar New York Knicks kemur í heimsókn í Quicken Loans Arena. En hvað er svona merkilegt við Cleveland Cavaliers? Lið sem hefur ekki komist í úrslitakeppnina fjögur tímabil í röð og vann bara 31 prósent leikja sinna frá 2010 til 2014. Allt breyttist í kjölfarið á einni ákvörðun sumarið 2010 og það þurfti aðra sumarákvörðun til að koma Cavaliers-liðinu aftur í hóp þeirra liða sem skipta máli í deildinni. Stærsta saga sumarsins er að LeBron James, besti körfuboltamaður heims, er kominn heim og allt er breytt hjá Cavaliers. LeBron er nefnilega ekki kominn heim til að „deyja“ eins oft er sagt um íþróttamenn sem snúa margir aftur á heimaslóðirnar á síðustu árum ferilsins þegar er farið að hægja vel á þeim. Nei, Lebron er kominn heim, enn álitinn besti leikmaður deildarinnar, reynslunni ríkari eftir tvo titla með Miami Heat, og nú mættur til þess að færa Cleveland-borg fyrsta meistaratitilinn í 51 ár. LeBron James er stærsta breytingin á liðinu en langt frá því að vera sú eina. Cleveland náði í nýjan þjálfara, David Blatt, sigursælan þjálfara úr Evrópuboltanum, sem er að stíga sín fyrstu spor í NBA. Cleveland ákvað líka að skipta út nýliðanum stórefnilega Andrew Wiggins ásamt fleirum fyrir framherjann Kevin Love. Love hefur verið í hópi bestu leikmanna deildarinnar samkvæmt tölfræðinni. Hann hefur aldrei spilað leik í úrslitakeppni en fær loksins tækifæri til að spila með góðu liði. Love og James voru báðir í hópi fjögurra stigahæstu leikmanna deildarinnar á síðustu leiktíð og í 2. og 3. sæti í framlagi. Þeir bætast við Kyrie Irving sem er einn af mest spennandi yngri leikstjórnendum deildarinnar. Í viðbót hafa nokkrir fínustu rullu-leikmenn stokkið upp á Lebron-vagninn og fyrir vikið eru sumir spekingar farnir að spá Cleveland Cavaliers NBA-titlinum. LeBron er í það minnsta loksins búinn að hreinsa ímynd sína af „Ákvörðuninni“ umdeildu frá 2010. Hann er kominn heim með stóru H-i. Hann fæddist og ólst upp í Akron, nágrannborg Cleveland, spilaði alla skólagöngu sína í Akron og spilaði síðan fyrstu sjö tímabil sín með Cleveland. Hann komst tvisvar í lokaúrslitin með Cavaliers en vann ekki titilinn langþráða fyrr en hann færði sig suður til Miami. Nú er hann kominn aftur. Hetjan sem varð skúrkur er aftur orðin hetja og allir vita að stærsti sigur hans á ferlinum væri að vinna NBA-titilinn með „sínu“ félagi. Hvort það gerist í vetur er þó ekki víst. Blatt er kannski með efnið í meistarakökuna en óvíst að hann finni rétta uppskrift fyrr en á næsta tímabili. Á meðan fylgist NBA-áhugafólk spennt með. NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
NBA-deildin er farin af stað og tvö fyrstu leikkvöldin eru að baki. Það eru mjög margir sem hafa beðið eftir kvöldinu í kvöld. Það er nefnilega í kvöld sem liðið Cleveland Cavaliers spilar sinn fyrsta leik þegar New York Knicks kemur í heimsókn í Quicken Loans Arena. En hvað er svona merkilegt við Cleveland Cavaliers? Lið sem hefur ekki komist í úrslitakeppnina fjögur tímabil í röð og vann bara 31 prósent leikja sinna frá 2010 til 2014. Allt breyttist í kjölfarið á einni ákvörðun sumarið 2010 og það þurfti aðra sumarákvörðun til að koma Cavaliers-liðinu aftur í hóp þeirra liða sem skipta máli í deildinni. Stærsta saga sumarsins er að LeBron James, besti körfuboltamaður heims, er kominn heim og allt er breytt hjá Cavaliers. LeBron er nefnilega ekki kominn heim til að „deyja“ eins oft er sagt um íþróttamenn sem snúa margir aftur á heimaslóðirnar á síðustu árum ferilsins þegar er farið að hægja vel á þeim. Nei, Lebron er kominn heim, enn álitinn besti leikmaður deildarinnar, reynslunni ríkari eftir tvo titla með Miami Heat, og nú mættur til þess að færa Cleveland-borg fyrsta meistaratitilinn í 51 ár. LeBron James er stærsta breytingin á liðinu en langt frá því að vera sú eina. Cleveland náði í nýjan þjálfara, David Blatt, sigursælan þjálfara úr Evrópuboltanum, sem er að stíga sín fyrstu spor í NBA. Cleveland ákvað líka að skipta út nýliðanum stórefnilega Andrew Wiggins ásamt fleirum fyrir framherjann Kevin Love. Love hefur verið í hópi bestu leikmanna deildarinnar samkvæmt tölfræðinni. Hann hefur aldrei spilað leik í úrslitakeppni en fær loksins tækifæri til að spila með góðu liði. Love og James voru báðir í hópi fjögurra stigahæstu leikmanna deildarinnar á síðustu leiktíð og í 2. og 3. sæti í framlagi. Þeir bætast við Kyrie Irving sem er einn af mest spennandi yngri leikstjórnendum deildarinnar. Í viðbót hafa nokkrir fínustu rullu-leikmenn stokkið upp á Lebron-vagninn og fyrir vikið eru sumir spekingar farnir að spá Cleveland Cavaliers NBA-titlinum. LeBron er í það minnsta loksins búinn að hreinsa ímynd sína af „Ákvörðuninni“ umdeildu frá 2010. Hann er kominn heim með stóru H-i. Hann fæddist og ólst upp í Akron, nágrannborg Cleveland, spilaði alla skólagöngu sína í Akron og spilaði síðan fyrstu sjö tímabil sín með Cleveland. Hann komst tvisvar í lokaúrslitin með Cavaliers en vann ekki titilinn langþráða fyrr en hann færði sig suður til Miami. Nú er hann kominn aftur. Hetjan sem varð skúrkur er aftur orðin hetja og allir vita að stærsti sigur hans á ferlinum væri að vinna NBA-titilinn með „sínu“ félagi. Hvort það gerist í vetur er þó ekki víst. Blatt er kannski með efnið í meistarakökuna en óvíst að hann finni rétta uppskrift fyrr en á næsta tímabili. Á meðan fylgist NBA-áhugafólk spennt með.
NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira