Memphis stöðvaði Atlanta - Ást í loftinu hjá Cleveland | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2015 07:30 Marc Gasol átti flottan leik fyrir Memphis. vísir/epa Memphis Grizzlies kippti Atlanta Hawks um skamma stund niður á jörðina í nótt þegar bar sigur úr býtum í rimmu þeirra í Memphis í nótt, 94-88. Fyrir tveimur dögum síðan vann Atlanta toppliðið í vestrinu, Golden State, en Memphis, sem er í öðru sæti vesturdeildarinnar, ætlaði ekki að láta Haukana rúlla yfir tvö efstu lið vestursins í tveimur leikjum. Mike Conley, leikstjórnandi Memphis, skoraði mest fyrir heimamenn eða 21 stig auk þess sem hann gaf 6 stoðsendingar, en hann afgreiddi líka leikinn með fallegum flotbolta undir lokin sem sjá má í myndbandinu hér að neðan. Báðir stóru strákarnir í liði Grizzlies; Marc Gasol og Zach Randolph, buðu upp á myndarlegar tvennur. Spánverjinn skoraði 16 stig og tók 10 fráköst en Randolph skoraði 11 stig og tók 15 fráköst. Hjá gestunum frá Atlanta, sem hafa engu að síður unnið átta af tíu síðustu leikjum sínum, var Jeff Teague stigahæstur með 22 stig. Atlanta er áfram langefst í austrinu með 42 sigra og 10 töp, sjö sigrum á undan Toronto. Mike Conley gengur frá Hawks:LeBron James og Kevin Love náðu vel saman í nótt.vísir/epaÁstin er í loftinu hjá Cleveland, en Kevin Love skoraði 32 stig fyrir liðið og tók 10 fráköst er það vann auðveldan sigur á Los Angeles Lakers, 120-105 í nótt. Love og LeBron James náðu einstaklega vel saman í nótt og er Cleveland-liðið komið aftur á sigurbraut eftir að Indiana batt endi á tólf leikja sigurgöngu þess á föstudagskvöldið. Sjálfur var LeBron James tveimur stoðsendingum frá þrennunni, en hann skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar. Cleveland er í fimmta sæti austurdeildarinnar en Chicago lyfti sér upp í þriðja sætið með 32. sigrinum í nótt. Það vann nauman sigur á Orlando Magic á útivelli, 98-97, þökk sé Paul Gasol sem heldur áfram að spila eins og engill. Einu stigi undir þegar 9,4 sekúndur voru eftir tróð Gasol boltanum ofan í körfuna og kom Chicago yfir, en hann fylgdi þar eftir misheppnuðu skoti Derricks Rose. Í heildina skoraði Spánverjinn 25 stig og tók 14 fráköst.Úrslit næturinnar: Oklahoma City Thunder - Los Angeles Clippers 131-108 Cleveland Cavaliers - Los Angeles Lakers 120-105 Memphis Grizzlies - Atlanta Hawks 94-88 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 102-103 Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 101-112 Orlando Magic - Chicago Bulls 97-98 Hoston Rockets - Portland Trail Blazers 98-109 Toronto Raptors - San Antonio Spurs 87-82 Sacramento Kings - Phoenix Suns 85-83Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Memphis Grizzlies kippti Atlanta Hawks um skamma stund niður á jörðina í nótt þegar bar sigur úr býtum í rimmu þeirra í Memphis í nótt, 94-88. Fyrir tveimur dögum síðan vann Atlanta toppliðið í vestrinu, Golden State, en Memphis, sem er í öðru sæti vesturdeildarinnar, ætlaði ekki að láta Haukana rúlla yfir tvö efstu lið vestursins í tveimur leikjum. Mike Conley, leikstjórnandi Memphis, skoraði mest fyrir heimamenn eða 21 stig auk þess sem hann gaf 6 stoðsendingar, en hann afgreiddi líka leikinn með fallegum flotbolta undir lokin sem sjá má í myndbandinu hér að neðan. Báðir stóru strákarnir í liði Grizzlies; Marc Gasol og Zach Randolph, buðu upp á myndarlegar tvennur. Spánverjinn skoraði 16 stig og tók 10 fráköst en Randolph skoraði 11 stig og tók 15 fráköst. Hjá gestunum frá Atlanta, sem hafa engu að síður unnið átta af tíu síðustu leikjum sínum, var Jeff Teague stigahæstur með 22 stig. Atlanta er áfram langefst í austrinu með 42 sigra og 10 töp, sjö sigrum á undan Toronto. Mike Conley gengur frá Hawks:LeBron James og Kevin Love náðu vel saman í nótt.vísir/epaÁstin er í loftinu hjá Cleveland, en Kevin Love skoraði 32 stig fyrir liðið og tók 10 fráköst er það vann auðveldan sigur á Los Angeles Lakers, 120-105 í nótt. Love og LeBron James náðu einstaklega vel saman í nótt og er Cleveland-liðið komið aftur á sigurbraut eftir að Indiana batt endi á tólf leikja sigurgöngu þess á föstudagskvöldið. Sjálfur var LeBron James tveimur stoðsendingum frá þrennunni, en hann skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar. Cleveland er í fimmta sæti austurdeildarinnar en Chicago lyfti sér upp í þriðja sætið með 32. sigrinum í nótt. Það vann nauman sigur á Orlando Magic á útivelli, 98-97, þökk sé Paul Gasol sem heldur áfram að spila eins og engill. Einu stigi undir þegar 9,4 sekúndur voru eftir tróð Gasol boltanum ofan í körfuna og kom Chicago yfir, en hann fylgdi þar eftir misheppnuðu skoti Derricks Rose. Í heildina skoraði Spánverjinn 25 stig og tók 14 fráköst.Úrslit næturinnar: Oklahoma City Thunder - Los Angeles Clippers 131-108 Cleveland Cavaliers - Los Angeles Lakers 120-105 Memphis Grizzlies - Atlanta Hawks 94-88 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 102-103 Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 101-112 Orlando Magic - Chicago Bulls 97-98 Hoston Rockets - Portland Trail Blazers 98-109 Toronto Raptors - San Antonio Spurs 87-82 Sacramento Kings - Phoenix Suns 85-83Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira