Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. apríl 2015 10:30 Aron Einar Gunnarsson vill að Ólafur og Pétur njóti virðingar fyrir það sem þeir gerðu. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, spilaði 50. landsleikinn sinn á dögunum þegar Ísland vann Kasakstan, 3-0, í undankeppni EM 2016 í Astana. Aron Einar fékk fyrst tækifæri í landsliðinu þegar hann byrjaði leik á móti Hvíta-Rússlandi á æfingamóti á Möltu árið 2008. Hann var þá 18 ára gamall. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var þá landsliðsþjálfari karla og gaf mikið af ungum leikmönnum tækifæri í liðinu, en fyrir það er Aron honum og aðstoðarþjálfaranum Pétri Péturssyni þakklátur. „Ég fékk tækifærið á sínum tíma hjá Óla Jóh og Pétri. Það var þvílík snilld hjá þeim að koma öllum þessum leikmönnum af stað. Við værum ekki þar sem við erum í dag hefðu þeir ekki komið okkur öllum inn og gefið okkur sénsinn,“ segir Aron Einar í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut.Ólafur Jóhannesson stýrði íslenska liðinu áður en Lars Lagerbäck tók við.vísir/afpÓlafur og Pétur hafa fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarin misseri, en nokkur fjöldi landsliðsmanna hefur talað um það hversu miklu betra allt sé í kringum liðið undir stjórn Lars Lagerbäcks en það var undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Þetta líkar Aroni illa. „Það fer svolítið í taugarnar á mér þegar ég sé leikmenn vera að tala illa um fyrrverandi þjálfarana sína. Þó það gekk ekki vel voru þetta mennirnir sem komu okkur af stað og gáfu okkur tækifæri,“ segir Aron Einar. „Það var kominn tími á kynslóðaskipti. Það var mikil breyting á þeim tíma og núna erum við að ná úrslitum. Auðvitað fær Lars allan heiðurinn vegna þess að hann er þjálfarinn í dag, en þetta er mikið Óla og Pétri að þakka ef maður á að vera hreinskilinn,“ segir Aron Einar.Kári Árnason talaði um landsliðið á árum áður sem staðnaðan vinaklúbb.vísir/epaLandsliðsmennirnir Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, sem voru samherjar hjá Helsingborg í Svíþjóð á síðustu leiktíð, töluðu um menninguna í kringum landsliðið í viðtali við Helsingborgs Dagblad á síðasta ári. Þar sögðu þeir landsliðsferðir fyrir nokkrum árum hafa snúist um vinahittinga og að fara út á lífið með landsliðsfélögunum. Guðlaugur Victor sagði orð þeirra slitin úr samhengi eftir að viðtalið birtist. Kári Árnason, landsliðsmiðvörður, var í viðtali í sama þætti og Aron Einar í síðustu viku og lýsti þar landsliðinu áður en Lagerbäck tók við sem stöðnuðum vinaklúbbi. Fyrirliðinn vísar ummælum Arnórs og Victors til föðurhúsanna, en tekur fram að hann trúir ekki að þeir hafi látið þetta út úr sér og orð þeirra hafi verið rangtúlkuð.Landsliðsfyrirliðinn er búinn að spila 50 leiki.vísir/andri marinó„Ég veit alveg hvað þú ert að tala um. Þeir fóru í viðtal og kannski var eitthvað mistúlkað hjá þeim. Þetta voru engar fyllerísferðir, ég get sagt þér það,“ segir Aron Einar. „Það kom fyrir að menn kíktu út á lífið eftir leiki þegar þeir fengu leyfi. Það var ekkert að því. Þetta er kannski orðið aðeins atvinnumannslegra umhverfi þar sem við erum með atvinnuþjálfara sem hefur gengið gegnum ýmislegt með Svíþjóð.“ „Hann hefur brennt sig á hlutum sem hafa komið fyrir áður eins og þegar hann þurfti að senda Zlatan heim. Hann hefur brennt sig á því og þess vegna er þetta allt á hreinu. Á sínum tíma fengu menn leyfi til að kíkja út, fara í bíó, það var allt í lagi.“ „Það fór í taugarnar á mér að sjá þetta á netinu en ég held þeir hafi ekkert verið að segja þetta. Þetta var mistúlkað en þeir hafa kannski nefnt þetta einhvernveginn.“ „Ég ber engan kala til þeirra; Gulla og Arnórs Smára. Þetta eru flottir gaurar og ég held að þeir séu aldrei að fara að skíta út liðsfélaga sína í landsliðinu. Það er ekki séns,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Allan þáttinn má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, spilaði 50. landsleikinn sinn á dögunum þegar Ísland vann Kasakstan, 3-0, í undankeppni EM 2016 í Astana. Aron Einar fékk fyrst tækifæri í landsliðinu þegar hann byrjaði leik á móti Hvíta-Rússlandi á æfingamóti á Möltu árið 2008. Hann var þá 18 ára gamall. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var þá landsliðsþjálfari karla og gaf mikið af ungum leikmönnum tækifæri í liðinu, en fyrir það er Aron honum og aðstoðarþjálfaranum Pétri Péturssyni þakklátur. „Ég fékk tækifærið á sínum tíma hjá Óla Jóh og Pétri. Það var þvílík snilld hjá þeim að koma öllum þessum leikmönnum af stað. Við værum ekki þar sem við erum í dag hefðu þeir ekki komið okkur öllum inn og gefið okkur sénsinn,“ segir Aron Einar í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut.Ólafur Jóhannesson stýrði íslenska liðinu áður en Lars Lagerbäck tók við.vísir/afpÓlafur og Pétur hafa fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarin misseri, en nokkur fjöldi landsliðsmanna hefur talað um það hversu miklu betra allt sé í kringum liðið undir stjórn Lars Lagerbäcks en það var undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Þetta líkar Aroni illa. „Það fer svolítið í taugarnar á mér þegar ég sé leikmenn vera að tala illa um fyrrverandi þjálfarana sína. Þó það gekk ekki vel voru þetta mennirnir sem komu okkur af stað og gáfu okkur tækifæri,“ segir Aron Einar. „Það var kominn tími á kynslóðaskipti. Það var mikil breyting á þeim tíma og núna erum við að ná úrslitum. Auðvitað fær Lars allan heiðurinn vegna þess að hann er þjálfarinn í dag, en þetta er mikið Óla og Pétri að þakka ef maður á að vera hreinskilinn,“ segir Aron Einar.Kári Árnason talaði um landsliðið á árum áður sem staðnaðan vinaklúbb.vísir/epaLandsliðsmennirnir Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, sem voru samherjar hjá Helsingborg í Svíþjóð á síðustu leiktíð, töluðu um menninguna í kringum landsliðið í viðtali við Helsingborgs Dagblad á síðasta ári. Þar sögðu þeir landsliðsferðir fyrir nokkrum árum hafa snúist um vinahittinga og að fara út á lífið með landsliðsfélögunum. Guðlaugur Victor sagði orð þeirra slitin úr samhengi eftir að viðtalið birtist. Kári Árnason, landsliðsmiðvörður, var í viðtali í sama þætti og Aron Einar í síðustu viku og lýsti þar landsliðinu áður en Lagerbäck tók við sem stöðnuðum vinaklúbbi. Fyrirliðinn vísar ummælum Arnórs og Victors til föðurhúsanna, en tekur fram að hann trúir ekki að þeir hafi látið þetta út úr sér og orð þeirra hafi verið rangtúlkuð.Landsliðsfyrirliðinn er búinn að spila 50 leiki.vísir/andri marinó„Ég veit alveg hvað þú ert að tala um. Þeir fóru í viðtal og kannski var eitthvað mistúlkað hjá þeim. Þetta voru engar fyllerísferðir, ég get sagt þér það,“ segir Aron Einar. „Það kom fyrir að menn kíktu út á lífið eftir leiki þegar þeir fengu leyfi. Það var ekkert að því. Þetta er kannski orðið aðeins atvinnumannslegra umhverfi þar sem við erum með atvinnuþjálfara sem hefur gengið gegnum ýmislegt með Svíþjóð.“ „Hann hefur brennt sig á hlutum sem hafa komið fyrir áður eins og þegar hann þurfti að senda Zlatan heim. Hann hefur brennt sig á því og þess vegna er þetta allt á hreinu. Á sínum tíma fengu menn leyfi til að kíkja út, fara í bíó, það var allt í lagi.“ „Það fór í taugarnar á mér að sjá þetta á netinu en ég held þeir hafi ekkert verið að segja þetta. Þetta var mistúlkað en þeir hafa kannski nefnt þetta einhvernveginn.“ „Ég ber engan kala til þeirra; Gulla og Arnórs Smára. Þetta eru flottir gaurar og ég held að þeir séu aldrei að fara að skíta út liðsfélaga sína í landsliðinu. Það er ekki séns,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Allan þáttinn má sjá hér að neðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Sjá meira