Rödd jarðar Andri Snær og 21. öldin Ásta Arnardóttir skrifar 23. júní 2016 14:52 Þegar ég heyrði fyrst af framboði Andra Snæs þá fann ég uppstreymi innra með mér og löngun til að breiða út vængina og taka flugið. Það kom yfir mig svipuð tilfinning einsog á fjöllum þegar augnablikið er víðáttumikið og innihaldsríkt og tengingin við eilífðina eins og raungerist í tilvist öræfablóms á Sprenigsandi, söng himbrimans á Langasjó, ylminum af hreindýrahjörð á Kringilsárrana. Einhver ólýsanleg von og fögnuður fyllir hjartað. Ég ætla að kjósa Andra Snæ til forseta vegna þess að jörðin þarf á því að halda. Andri Snær hefur fylgt sínum hjartans málum í tugi ára á skapandi og djúpstæðan hátt. Hann hefur tekið virkan þátt í að vernda náttúruna og efla meðvitund um mikilvægi þess að vernda lífríki jarðar, hann hefur hlúð að barnamenningu og sköpunargáfu barna og gefið ferska nærveru sína í hugmyndaspmiðjur og samsköpun meðal ólíkra fyrirtæka og fagaðila. Það sem einkennir alla hans nálgun er traust, opinn og frjáls hugur með djúpt innsæi og sprúðlandi sköpunargáfu. Þegar við veljum forseta 21. öldinni þá erum við ekki bara að kjósa fulltrúa þjóðarinnar heldur líka fulltrúa jarðarinnar. Það er eitt mál sem er mál málanna í dag og það er náttúruvernd. Eins og Andri Snær kom að í ræðu sinni á kosningafundi í gær þá er móðurfrétt allra frétta hlýnun jarðar og allir mánuðir þessa árs hafa mælst heitustu mánuðir jarðar síðan mælingar hófust. Jörðin þarf á fulltrúum að halda. Þjóðarleiðtogar 21. aldarinnar eiga að hafa brennandi ástríðu fyrir því að bjarga jörðinni. Það er nánast of gott til að vera satt að við skulum á Íslandi hafa forsetaframbjóðanda sem lifir þann veruleika með þeim kærleika og því andlega þreki sem þarf til að stíga næstu skref. Það má segja að lífríki jarðarinnar sé á síðustu mínútu leiktímans en við vonumst eftir framlengingu og sigurmarkinu. Við þurfum góða leikmenn í allar stöður og forseti Íslands gegnir mikilvægri stöðu, samsköpun þjóðanna á 21. öldinni snýst um að bjarga jörðinni. Það sem þarf er kærleikur, þekking og viljinn til verka. Jörðin er gömul og geymir djúpstæð lögmál visku og kærleika. Andri Snær er skýr og afdráttarlaus rödd jarðarinnar. Núna er tækifæri takk fyrir það Andri Snær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Þegar ég heyrði fyrst af framboði Andra Snæs þá fann ég uppstreymi innra með mér og löngun til að breiða út vængina og taka flugið. Það kom yfir mig svipuð tilfinning einsog á fjöllum þegar augnablikið er víðáttumikið og innihaldsríkt og tengingin við eilífðina eins og raungerist í tilvist öræfablóms á Sprenigsandi, söng himbrimans á Langasjó, ylminum af hreindýrahjörð á Kringilsárrana. Einhver ólýsanleg von og fögnuður fyllir hjartað. Ég ætla að kjósa Andra Snæ til forseta vegna þess að jörðin þarf á því að halda. Andri Snær hefur fylgt sínum hjartans málum í tugi ára á skapandi og djúpstæðan hátt. Hann hefur tekið virkan þátt í að vernda náttúruna og efla meðvitund um mikilvægi þess að vernda lífríki jarðar, hann hefur hlúð að barnamenningu og sköpunargáfu barna og gefið ferska nærveru sína í hugmyndaspmiðjur og samsköpun meðal ólíkra fyrirtæka og fagaðila. Það sem einkennir alla hans nálgun er traust, opinn og frjáls hugur með djúpt innsæi og sprúðlandi sköpunargáfu. Þegar við veljum forseta 21. öldinni þá erum við ekki bara að kjósa fulltrúa þjóðarinnar heldur líka fulltrúa jarðarinnar. Það er eitt mál sem er mál málanna í dag og það er náttúruvernd. Eins og Andri Snær kom að í ræðu sinni á kosningafundi í gær þá er móðurfrétt allra frétta hlýnun jarðar og allir mánuðir þessa árs hafa mælst heitustu mánuðir jarðar síðan mælingar hófust. Jörðin þarf á fulltrúum að halda. Þjóðarleiðtogar 21. aldarinnar eiga að hafa brennandi ástríðu fyrir því að bjarga jörðinni. Það er nánast of gott til að vera satt að við skulum á Íslandi hafa forsetaframbjóðanda sem lifir þann veruleika með þeim kærleika og því andlega þreki sem þarf til að stíga næstu skref. Það má segja að lífríki jarðarinnar sé á síðustu mínútu leiktímans en við vonumst eftir framlengingu og sigurmarkinu. Við þurfum góða leikmenn í allar stöður og forseti Íslands gegnir mikilvægri stöðu, samsköpun þjóðanna á 21. öldinni snýst um að bjarga jörðinni. Það sem þarf er kærleikur, þekking og viljinn til verka. Jörðin er gömul og geymir djúpstæð lögmál visku og kærleika. Andri Snær er skýr og afdráttarlaus rödd jarðarinnar. Núna er tækifæri takk fyrir það Andri Snær.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun