Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. janúar 2017 07:00 Fyrsti þingdagur eftir jólaleyfi verður jafnframt fyrsti þingdagurinn eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum. vísir/anton brink Alþingi kemur saman á þriðjudag í næstu viku eftir rúmlega mánaðarlangt jólaleyfi. Við hefðbundin þingstörf bætist að kjósa þarf nýjan forseta Alþingis, sem meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur komið sér saman um að verði Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá þarf að kjósa í nefndir og formenn nefnda. Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, segir að dagskrá fyrsta fundardags liggi nokkuð klár fyrir en ekki sé hægt að upplýsa um hana opinberlega fyrr en hann hafi fundað með formönnum flokka.Pawel BartoszekStrax í aðdraganda fyrsta þingfundar er útlit fyrir að þingstörf hefjist í ágreiningi. Í fyrsta lagi er ósamkomulag um það hvernig skipta eigi formennsku í fastanefndum Alþingis milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Greint hefur verið frá því að meirihlutinn geri tilkall til sex formannssæta og að stjórnarandstaðan fái formennsku í velferðarnefnd og svo stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þingskaparlög gera ráð fyrir að formenn þingflokkanna komi sér saman um niðurstöðu í þessum efnum. Þeir hittust í gær til að fara yfir stöðuna en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins náðist ekki samkomulag. Þingskaparlögin gera ráð fyrir að í slíkum aðstæðum kjósi nefndirnar sjálfar formannTheódóra S. ÞorsteinsdóttirÞá hefur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra valdið minnihluta í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vonbrigðum með því að afþakka boð á fund sem á að fara fram á föstudaginn. „Þetta er allt voðalega óheppilegt svo maður segi það nú bara. Það er mjög vont hvernig andinn er þegar þingið fer af stað,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og nefndarmaður. Hún segir nefndinni hafa borist orðsending um að Bjarni færi ekki á fundinn með þeim skýringum að hann væri þegar búinn að tjá sig um málið opinberlega. „Ég hefði talið eðlilegt að ráðherra ætti samskipti beint við nefndina en ekki bara í gegnum fjölmiðla.“ Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, tekur undir með Katrínu: „Mér finnst að Bjarni eigi að mæta.“ Theodóra S. Þorsteinsdóttir, nýr þingmaður Bjartrar framtíðar, hafði ekki heyrt af ákvörðun Bjarna og gat því ekki tjáð sig um hana.Katrín JakobsdóttirHún segist þó hafa miklar væntingar til komandi þings. „Ég vænti þess að við náum að vinna vel saman til að ná betri árangri. Auðvitað hlakka ég til að fara að vinna efnislega að þeim málum sem eru í þessum stjórnarsáttmála. Það er mjög margt gott í honum og margt sem Björt framtíð stefnir að,“ segir hún. Í fjölmiðlum hefur verið rætt um að þeir þingmenn Bjartrar framtíðar sem tóku ráðherrasæti segi af sér þingmennsku svo þingmenn eigi betri kost á að sinna vinnu í fastanefndum. Theodóra segist ekki gera ráð fyrir að af þessu verði. „Við höldum þessu bara svona,“ segir Theodóra og bætir við að þeir þingmenn flokksins sem ekki skipa ráðherrasæti verði einfaldlega að sýna hvað í þeim býr. Ráðgert er að stefnuræða ráðherra verði flutt fljótlega eftir fyrsta þingfundardag, jafnvel í næstu viku. Á sama tíma verður þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar birt opinberlega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gagnrýna að borgin eigi Höfða Viðskiptaráð Íslands birti í gær samantekt á markaðshlutdeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem Reykjavíkurborg á auk þess að skipa í stjórn fyrirtækisins. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Sjá meira
Alþingi kemur saman á þriðjudag í næstu viku eftir rúmlega mánaðarlangt jólaleyfi. Við hefðbundin þingstörf bætist að kjósa þarf nýjan forseta Alþingis, sem meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur komið sér saman um að verði Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá þarf að kjósa í nefndir og formenn nefnda. Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, segir að dagskrá fyrsta fundardags liggi nokkuð klár fyrir en ekki sé hægt að upplýsa um hana opinberlega fyrr en hann hafi fundað með formönnum flokka.Pawel BartoszekStrax í aðdraganda fyrsta þingfundar er útlit fyrir að þingstörf hefjist í ágreiningi. Í fyrsta lagi er ósamkomulag um það hvernig skipta eigi formennsku í fastanefndum Alþingis milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Greint hefur verið frá því að meirihlutinn geri tilkall til sex formannssæta og að stjórnarandstaðan fái formennsku í velferðarnefnd og svo stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þingskaparlög gera ráð fyrir að formenn þingflokkanna komi sér saman um niðurstöðu í þessum efnum. Þeir hittust í gær til að fara yfir stöðuna en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins náðist ekki samkomulag. Þingskaparlögin gera ráð fyrir að í slíkum aðstæðum kjósi nefndirnar sjálfar formannTheódóra S. ÞorsteinsdóttirÞá hefur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra valdið minnihluta í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vonbrigðum með því að afþakka boð á fund sem á að fara fram á föstudaginn. „Þetta er allt voðalega óheppilegt svo maður segi það nú bara. Það er mjög vont hvernig andinn er þegar þingið fer af stað,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og nefndarmaður. Hún segir nefndinni hafa borist orðsending um að Bjarni færi ekki á fundinn með þeim skýringum að hann væri þegar búinn að tjá sig um málið opinberlega. „Ég hefði talið eðlilegt að ráðherra ætti samskipti beint við nefndina en ekki bara í gegnum fjölmiðla.“ Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, tekur undir með Katrínu: „Mér finnst að Bjarni eigi að mæta.“ Theodóra S. Þorsteinsdóttir, nýr þingmaður Bjartrar framtíðar, hafði ekki heyrt af ákvörðun Bjarna og gat því ekki tjáð sig um hana.Katrín JakobsdóttirHún segist þó hafa miklar væntingar til komandi þings. „Ég vænti þess að við náum að vinna vel saman til að ná betri árangri. Auðvitað hlakka ég til að fara að vinna efnislega að þeim málum sem eru í þessum stjórnarsáttmála. Það er mjög margt gott í honum og margt sem Björt framtíð stefnir að,“ segir hún. Í fjölmiðlum hefur verið rætt um að þeir þingmenn Bjartrar framtíðar sem tóku ráðherrasæti segi af sér þingmennsku svo þingmenn eigi betri kost á að sinna vinnu í fastanefndum. Theodóra segist ekki gera ráð fyrir að af þessu verði. „Við höldum þessu bara svona,“ segir Theodóra og bætir við að þeir þingmenn flokksins sem ekki skipa ráðherrasæti verði einfaldlega að sýna hvað í þeim býr. Ráðgert er að stefnuræða ráðherra verði flutt fljótlega eftir fyrsta þingfundardag, jafnvel í næstu viku. Á sama tíma verður þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar birt opinberlega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gagnrýna að borgin eigi Höfða Viðskiptaráð Íslands birti í gær samantekt á markaðshlutdeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem Reykjavíkurborg á auk þess að skipa í stjórn fyrirtækisins. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Sjá meira
Gagnrýna að borgin eigi Höfða Viðskiptaráð Íslands birti í gær samantekt á markaðshlutdeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem Reykjavíkurborg á auk þess að skipa í stjórn fyrirtækisins. 19. janúar 2017 07:00