Varaþingmaður Pírata gengur líka í Sósíalistaflokkinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2017 15:42 Þór Saari sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og síðar Hreyfinguna á árunum 2009 til 2013. Vísir/GVA Þór Saari hefur svarað kalli sósíalista landsins og er sá 58. til að skrá sig í nýstofnaðan Sósíalistaflokk. Frá þessu greinir hann á Facebook. Þór hefur skipt reglulega um stjórnmálaflokka undanfarin ár en hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og gengdi formennsku hjá þingflokki Hreyfingarinnar. Síðastliðið sumar tilkynnti Þór að hann væri genginn til liðs við Pírata. Nú, níu mánuðum síðar, er hann orðinn Sósíalisti en það sem vekur athygli er að hann er ekki á þeim buxunum að yfirgefa Pírata heldur. Hrannar Björn Arnarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur í hennar ráðherratíð, spurði Þór út í breytingarnar. Hrannar: „Ertu hættur í Pírötum? Þór: „Ónei, en það er engin ástæða til annars en að styðja öll góð málefni.“Hrannar: „Ok. Þið eruð svo frjálslega í Pírötum... einhverstaðar hefðu það talist fréttir að varaþingmaður skrái sig sem stofnfélagi í nýjum stjórnmálaflokki... en það er auvðitað enn stærri frétt að þú ætlir að vera í þeim báðum!“Þór: Það er nú sem betur fer félagafrelsi hér á landi og mönnum frjálst að styðja þau málefni sem þeim sýnist. Píratar eru góðir fyrir sinn hatt og eru í raun eina von íslenskra stjórnmála. Hvert það nýtt framboð sem getur hoggið í hina pólitísku yfirstétt landsins, a.k.a. Fjórflokkinn er þó stuðnings vert. Þó Samfó hafi brugðist og sé horfin þá væri núkannski ráð fyrir þig að hætta þessari sút og rýna í af hverju, og ganga svo til lið við Sósíalistaflokkinn, þ.e. hafirðu einhvern tíma verið jafnaðarmaður.Hrannar þakkar Þór hugulsemina en segist klárlega á réttum stað í jafnaðarmannaflokki Íslands.„Við breytum litlu með því að stofna nýja flokka í hvert sinn sem okkur mislíkar eithvað í fari samferðafólksins eða í þjóðmálaumræðunni…“Þór svarar að bragði: „Við breytum kannsi litlu en við breytum engu með því að styðja flokka sem fara fram á fölskum forsendum sem jafnaðarmannaflokkar eins og Samfylkingin hefur gert.“Hvaða flokk Þór mun svo kjósa í næstu kosningum til Alþingis verður að koma í ljós. Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína "Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir þingkona Samfylkingarinnar. 11. apríl 2017 14:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Þór Saari hefur svarað kalli sósíalista landsins og er sá 58. til að skrá sig í nýstofnaðan Sósíalistaflokk. Frá þessu greinir hann á Facebook. Þór hefur skipt reglulega um stjórnmálaflokka undanfarin ár en hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og gengdi formennsku hjá þingflokki Hreyfingarinnar. Síðastliðið sumar tilkynnti Þór að hann væri genginn til liðs við Pírata. Nú, níu mánuðum síðar, er hann orðinn Sósíalisti en það sem vekur athygli er að hann er ekki á þeim buxunum að yfirgefa Pírata heldur. Hrannar Björn Arnarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur í hennar ráðherratíð, spurði Þór út í breytingarnar. Hrannar: „Ertu hættur í Pírötum? Þór: „Ónei, en það er engin ástæða til annars en að styðja öll góð málefni.“Hrannar: „Ok. Þið eruð svo frjálslega í Pírötum... einhverstaðar hefðu það talist fréttir að varaþingmaður skrái sig sem stofnfélagi í nýjum stjórnmálaflokki... en það er auvðitað enn stærri frétt að þú ætlir að vera í þeim báðum!“Þór: Það er nú sem betur fer félagafrelsi hér á landi og mönnum frjálst að styðja þau málefni sem þeim sýnist. Píratar eru góðir fyrir sinn hatt og eru í raun eina von íslenskra stjórnmála. Hvert það nýtt framboð sem getur hoggið í hina pólitísku yfirstétt landsins, a.k.a. Fjórflokkinn er þó stuðnings vert. Þó Samfó hafi brugðist og sé horfin þá væri núkannski ráð fyrir þig að hætta þessari sút og rýna í af hverju, og ganga svo til lið við Sósíalistaflokkinn, þ.e. hafirðu einhvern tíma verið jafnaðarmaður.Hrannar þakkar Þór hugulsemina en segist klárlega á réttum stað í jafnaðarmannaflokki Íslands.„Við breytum litlu með því að stofna nýja flokka í hvert sinn sem okkur mislíkar eithvað í fari samferðafólksins eða í þjóðmálaumræðunni…“Þór svarar að bragði: „Við breytum kannsi litlu en við breytum engu með því að styðja flokka sem fara fram á fölskum forsendum sem jafnaðarmannaflokkar eins og Samfylkingin hefur gert.“Hvaða flokk Þór mun svo kjósa í næstu kosningum til Alþingis verður að koma í ljós.
Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína "Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir þingkona Samfylkingarinnar. 11. apríl 2017 14:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58
Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína "Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir þingkona Samfylkingarinnar. 11. apríl 2017 14:36