Aumingjaskapur að kynda undir deilum Sveinn Arnarsson skrifar 6. september 2017 06:00 Fjárlagafrumvarpið gæti reynst prófsteinn á heilsu ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. VÍSIR/PJETUR Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir eins manns meirihluta á þingi ekki valda sér áhyggjum þegar kemur að fjárlagavinnu í haust. Hann telur aumingjaskap að ætla að gera ágreining um einstök atriði í forgangsröðun framkvæmda þegar svo vel árar í ríkisrekstrinum. Alþingi verður sett á þriðjudaginn og eins og lög gera ráð fyrir mun fyrsta fjárlagfrumvarp þessarar ríkisstjórnar líta dagsins ljós í kjölfarið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir fjárlög hljóða upp á 1,6 prósenta afgang. Forystumenn stjórnarandstöðunnar á þingi telja það verða mjög erfitt fyrir sitjandi ríkisstjórn að ná frumvarpinu í gegn í sæmilegri sátt innan stjórnarliðsins.Áhyggjur af launahækkunum „Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að vera með eins manns meirihluta,“ segir Bjarni. „Flokkarnir róa í sömu átt þó misjafnlega sé lagst á árarnar á stundum. Einnig verð ég að segja það vera aumingjaskap að ætla að stefna öllu í ósætti yfir einstökum liðum þegar svo vel árar sem nú.“ Deilur á vinnumarkaði munu að mati stjórnar- og stjórnarandstöðu setja sterkan svip á þingveturinn fram undan. Í haust mun líklega verða tekist á um hvort samningar á almennum vinnumarkaði haldi. „Ég hef áhyggjur af því að við gætum stefnt kaupmætti í hættu ef við hækkum laun umfram framleiðni. Ef það gerist þá taka lögmál hagfræðinnar við eins og við höfum svo oft áður séð í íslensku efnahagslífi,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana sammála um stóru myndina. Flokkarnir muni ná saman um fjárlagafrumvarpið. „Ég hef trú á að við náum saman um þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Allir eru sammála um það markmið að varðveita gott efnahagsástand, litla verðbólgu og lítið atvinnuleysiSegir stjórnina veika Formaður Vinstri grænna segir ríkisstjórnina fljóta áfram þrátt fyrir að þreytan í samstarfinu sé öllum ljós. Ríkisstjórnin nái saman um hægrisinnaða fjármálaáætlun og ríkisrekstur í heilbrigðisþjónustu en þar við sitji. „Við förum inn í veturinn í sérstöku árferði. Þegar stjórnin er svona veik og ágreiningur um ýmis stór mál virðist eina límið vera hreinræktuð hægristefna. Samnefnarinn er þessi hreina hægristefna þegar kemur að ríkisrekstri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Sigurður Ingi Jóhannsson telur það geta verið erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að gagnrýna ríkisstjórn sem viti ekki hvert hún stefni. „Við búum við stjórnarsáttmála sem ber með sér að lítið standi til hjá ríkisstjórninni. Því er erfitt að festa fingur á hvað við þurfum að gagnrýna í vetur; hvort það verður aðgerðaleysið eða að leyfa hlutum að þróast í átt að einkavæðingu án þess að gripið sé inn í,“ segir hann. „Fjárlögin munu reynast ríkisstjórninni erfið. Þar þurfa menn að ákveða virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu og komugjöld farþega. Verði því slegið á frest vantar milljarða upp á tekjuöflun ríkissjóðs.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir eins manns meirihluta á þingi ekki valda sér áhyggjum þegar kemur að fjárlagavinnu í haust. Hann telur aumingjaskap að ætla að gera ágreining um einstök atriði í forgangsröðun framkvæmda þegar svo vel árar í ríkisrekstrinum. Alþingi verður sett á þriðjudaginn og eins og lög gera ráð fyrir mun fyrsta fjárlagfrumvarp þessarar ríkisstjórnar líta dagsins ljós í kjölfarið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir fjárlög hljóða upp á 1,6 prósenta afgang. Forystumenn stjórnarandstöðunnar á þingi telja það verða mjög erfitt fyrir sitjandi ríkisstjórn að ná frumvarpinu í gegn í sæmilegri sátt innan stjórnarliðsins.Áhyggjur af launahækkunum „Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að vera með eins manns meirihluta,“ segir Bjarni. „Flokkarnir róa í sömu átt þó misjafnlega sé lagst á árarnar á stundum. Einnig verð ég að segja það vera aumingjaskap að ætla að stefna öllu í ósætti yfir einstökum liðum þegar svo vel árar sem nú.“ Deilur á vinnumarkaði munu að mati stjórnar- og stjórnarandstöðu setja sterkan svip á þingveturinn fram undan. Í haust mun líklega verða tekist á um hvort samningar á almennum vinnumarkaði haldi. „Ég hef áhyggjur af því að við gætum stefnt kaupmætti í hættu ef við hækkum laun umfram framleiðni. Ef það gerist þá taka lögmál hagfræðinnar við eins og við höfum svo oft áður séð í íslensku efnahagslífi,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana sammála um stóru myndina. Flokkarnir muni ná saman um fjárlagafrumvarpið. „Ég hef trú á að við náum saman um þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Allir eru sammála um það markmið að varðveita gott efnahagsástand, litla verðbólgu og lítið atvinnuleysiSegir stjórnina veika Formaður Vinstri grænna segir ríkisstjórnina fljóta áfram þrátt fyrir að þreytan í samstarfinu sé öllum ljós. Ríkisstjórnin nái saman um hægrisinnaða fjármálaáætlun og ríkisrekstur í heilbrigðisþjónustu en þar við sitji. „Við förum inn í veturinn í sérstöku árferði. Þegar stjórnin er svona veik og ágreiningur um ýmis stór mál virðist eina límið vera hreinræktuð hægristefna. Samnefnarinn er þessi hreina hægristefna þegar kemur að ríkisrekstri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Sigurður Ingi Jóhannsson telur það geta verið erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að gagnrýna ríkisstjórn sem viti ekki hvert hún stefni. „Við búum við stjórnarsáttmála sem ber með sér að lítið standi til hjá ríkisstjórninni. Því er erfitt að festa fingur á hvað við þurfum að gagnrýna í vetur; hvort það verður aðgerðaleysið eða að leyfa hlutum að þróast í átt að einkavæðingu án þess að gripið sé inn í,“ segir hann. „Fjárlögin munu reynast ríkisstjórninni erfið. Þar þurfa menn að ákveða virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu og komugjöld farþega. Verði því slegið á frest vantar milljarða upp á tekjuöflun ríkissjóðs.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira