Rúnar byrjaður að styrkja KR-liðið | Kristinn og Björgvin í KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2017 14:50 Kristinn Jónsson kemur frá Breiðbliki en Björgvin Stefánsson frá Haukum. Mynd/Twtter-síða KR Rúnar Kristinsson nýráðinn þjálfari KR er byrjaður að styrkja liðið sitt fyrir komandi tímabil í Pepsi-deildinni en KR-ingar sömdu í dag við bakvörðinn Kristinn Jónsson og framherjann Björgvin Stefánsson. Kristinn Jónsson kemur frá Breiðbliki en Björgvin Stefánsson frá Haukum. KR-ingar framlengdu líka samninga sína við þá Óskar Örn Hauksson og Skúla Jón Friðgeirsson. Allir þrír gerðu þeir þriggja ára samning við Vesturbæjarliðið. Það eru liðin tólf ár síðan að Óskar Örn Hauksson kom fyrst í KR.@kiddijons90@badgalbjoggipic.twitter.com/zr4h1DOedF — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) October 19, 2017 Kristinn Jónsson er 27 ára sókndjarfur vinstri bakvörður sem var á sínum tíma í kringum íslenska A-landsliðið og spilaði síðast með landsliðinu á móti Mexíkó í febrúar síðastliðnum. Kristinn Jónsson hefur spilað allan ferill sinn á Íslandi með Breiðabliki en hann kom í Kópavoginn um mitt síðasta sumar og kláraði tímabilið með Blikum í Pepsi-deildinni. Kristinn lék átta leiki með Blikum í sumar og var með eina stoðsendingu. Sú stoðsendingu var fyrir sigurmark Blika á móti ÍBV en mark Sveins Arons Guðjohnsen gulltryggði endanlega sæti Breiðabliksliðsins í Pepsi-deildinni. Kristinn hafði þar áður spilað með norsku liðunum Sarpsborg 08 og Sogndal eftir að hann yfirgaf Blikarna eftir 2015-tímabilið. Kristinn var stoðsendingakóngur Pepsi-deildarinnar 2015. Blikar lánuðu Kristinn til sænska liðsins Brommapojkarna sumarið 2014 en hann hann hefur alls spilað 148 leiki fyrir Blika í efstu deild og er einn leikjahæsti maður félagsins frá upphafi. Björgvin Stefánsson er 23 ára framherji sem hefur raðað inn mörkum í b-deildinni síðustu ár en á enn eftir að sanna sig í Pepsi-deildinni. Björgvin Stefánsson var næstmarkahæsti leikmaður Inkasso-deildarinnar í sumar en hann skoraði þá 14 mörk í 19 leikjum með Haukum. Hann skoraði hinsvegar bara 2 mörk í 16 leikjum með Haukum og Þrótti í Pepsi-deildinni 2016 eftir að hafa markakóngur b-deildarinnar með 20 mörk í 22 leikjum sumarið 2015. Björgvin kom til Rúnars á reynslu í Noregi þegar Rúnar var þjálfari Lilleström-liðsins og Rúnar var hrifinn af því sem hann sýndi honum þar. Rúnar talað um það á blaðamannafundi í dag að hann væri viss um að Björgvin gæti staðið sig í Pepsi-deildinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Rúnar Kristinsson nýráðinn þjálfari KR er byrjaður að styrkja liðið sitt fyrir komandi tímabil í Pepsi-deildinni en KR-ingar sömdu í dag við bakvörðinn Kristinn Jónsson og framherjann Björgvin Stefánsson. Kristinn Jónsson kemur frá Breiðbliki en Björgvin Stefánsson frá Haukum. KR-ingar framlengdu líka samninga sína við þá Óskar Örn Hauksson og Skúla Jón Friðgeirsson. Allir þrír gerðu þeir þriggja ára samning við Vesturbæjarliðið. Það eru liðin tólf ár síðan að Óskar Örn Hauksson kom fyrst í KR.@kiddijons90@badgalbjoggipic.twitter.com/zr4h1DOedF — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) October 19, 2017 Kristinn Jónsson er 27 ára sókndjarfur vinstri bakvörður sem var á sínum tíma í kringum íslenska A-landsliðið og spilaði síðast með landsliðinu á móti Mexíkó í febrúar síðastliðnum. Kristinn Jónsson hefur spilað allan ferill sinn á Íslandi með Breiðabliki en hann kom í Kópavoginn um mitt síðasta sumar og kláraði tímabilið með Blikum í Pepsi-deildinni. Kristinn lék átta leiki með Blikum í sumar og var með eina stoðsendingu. Sú stoðsendingu var fyrir sigurmark Blika á móti ÍBV en mark Sveins Arons Guðjohnsen gulltryggði endanlega sæti Breiðabliksliðsins í Pepsi-deildinni. Kristinn hafði þar áður spilað með norsku liðunum Sarpsborg 08 og Sogndal eftir að hann yfirgaf Blikarna eftir 2015-tímabilið. Kristinn var stoðsendingakóngur Pepsi-deildarinnar 2015. Blikar lánuðu Kristinn til sænska liðsins Brommapojkarna sumarið 2014 en hann hann hefur alls spilað 148 leiki fyrir Blika í efstu deild og er einn leikjahæsti maður félagsins frá upphafi. Björgvin Stefánsson er 23 ára framherji sem hefur raðað inn mörkum í b-deildinni síðustu ár en á enn eftir að sanna sig í Pepsi-deildinni. Björgvin Stefánsson var næstmarkahæsti leikmaður Inkasso-deildarinnar í sumar en hann skoraði þá 14 mörk í 19 leikjum með Haukum. Hann skoraði hinsvegar bara 2 mörk í 16 leikjum með Haukum og Þrótti í Pepsi-deildinni 2016 eftir að hafa markakóngur b-deildarinnar með 20 mörk í 22 leikjum sumarið 2015. Björgvin kom til Rúnars á reynslu í Noregi þegar Rúnar var þjálfari Lilleström-liðsins og Rúnar var hrifinn af því sem hann sýndi honum þar. Rúnar talað um það á blaðamannafundi í dag að hann væri viss um að Björgvin gæti staðið sig í Pepsi-deildinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira