Hvassviðri, rigning og „snúnari“ lægð væntanleg á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2018 08:01 Rigning og vindur í kortunum, ótrúlegt en satt. VÍSIR/ERNIR Skil lægðar eru nú á leið yfir landið og á eftir kemur allhvasst eða hvasst skúraveður, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Lægð dagsins í dag mun halda sig nálægt Grænlandi á leið sinni norðureftir en lægð morgundagsins verður „öllu snúnari“, líkt og veðurfræðingur kemst að orði. Síðarnefnda lægðin kemur upp að Reykjanesinu snemma í fyrramálið með hvassan vind og talsverða rigningu að auki. Einna hvassast verður sunnan lægðarmiðjunar, sem og mesta úrkoman. Búist er við því að versta veðrið verði á Suður- og Suðausturland í fyrramálið. Þó ber að athuga að spáin gæti breyst ef breytingar verða á landgöngu lægðarinnar. Þá er íbúum höfuðborgarsvæðisins bent á að hreinsa frá niðurföllum og minnka þannig hættu á vatnsskemmdum, þar sem gert er ráð fyrir mikilli rigningu á höfuðborgarsvæðinu um tíma í fyrramálið.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á þriðjudag:Suðvestan 13-18 m/s með úrhellisrigningu, en mun hægari og úrkomuminna nyrðra. Hiti 6 til 11 stig. Lægir mikið með kvöldinu og dregur úr vætu S- og V-til.Á miðvikudag:Norðvestlæg átt, 5-10 m/s með skúrum eða slydduéljum N- og A-lands, en annars hægari vestlæg átt og skýjað með köflum. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst.Á fimmtudag:Vestlæg átt og skúrir eða slydduél, en bjartviðri eystra. Hiti 1 til 6 stig.Á föstudag:Suðvestanhvassviðri með rigningu og hlýnandi veðri, en lengst af þurrt eystra.Á laugardag:Útlit fyrir vestlæga með skúrum eða slydduéljum, en norðlægari með éljum og kólnandi veðri seinnipartinn, einkum norðantil.Á sunnudag:Líkur á vaxandi suðvestanátt með vætu og hlýnandi veðri þegar líður á daginn. Veður Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Skil lægðar eru nú á leið yfir landið og á eftir kemur allhvasst eða hvasst skúraveður, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Lægð dagsins í dag mun halda sig nálægt Grænlandi á leið sinni norðureftir en lægð morgundagsins verður „öllu snúnari“, líkt og veðurfræðingur kemst að orði. Síðarnefnda lægðin kemur upp að Reykjanesinu snemma í fyrramálið með hvassan vind og talsverða rigningu að auki. Einna hvassast verður sunnan lægðarmiðjunar, sem og mesta úrkoman. Búist er við því að versta veðrið verði á Suður- og Suðausturland í fyrramálið. Þó ber að athuga að spáin gæti breyst ef breytingar verða á landgöngu lægðarinnar. Þá er íbúum höfuðborgarsvæðisins bent á að hreinsa frá niðurföllum og minnka þannig hættu á vatnsskemmdum, þar sem gert er ráð fyrir mikilli rigningu á höfuðborgarsvæðinu um tíma í fyrramálið.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á þriðjudag:Suðvestan 13-18 m/s með úrhellisrigningu, en mun hægari og úrkomuminna nyrðra. Hiti 6 til 11 stig. Lægir mikið með kvöldinu og dregur úr vætu S- og V-til.Á miðvikudag:Norðvestlæg átt, 5-10 m/s með skúrum eða slydduéljum N- og A-lands, en annars hægari vestlæg átt og skýjað með köflum. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst.Á fimmtudag:Vestlæg átt og skúrir eða slydduél, en bjartviðri eystra. Hiti 1 til 6 stig.Á föstudag:Suðvestanhvassviðri með rigningu og hlýnandi veðri, en lengst af þurrt eystra.Á laugardag:Útlit fyrir vestlæga með skúrum eða slydduéljum, en norðlægari með éljum og kólnandi veðri seinnipartinn, einkum norðantil.Á sunnudag:Líkur á vaxandi suðvestanátt með vætu og hlýnandi veðri þegar líður á daginn.
Veður Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira