Dýpri lægð en spár gerðu ráð fyrir og tvær aðrar á leiðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2018 10:39 Frá Sæfarinu á Sæbraut í morgun þar sem blés hressilega. vísir/vilhelm Lægðin sem nú gengur yfir vestanvert landið með tilheyrandi hvassviðri og stormi varð dýpri en spár gerðu ráð fyrir í gær. Reikningar fyrir lægðina breyttust í nótt að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, og er því hvassara núna heldur en búist var við.Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið fram til hádegis eða þar um bil. Á Breiðafirði er gul viðvörun í gildi til klukkan þrjú. Veðrið hefur raskað bæði millilanda- og innanlandsflugi þar sem farþegar sitja fastir í sjö vélum á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki er hægt að setja upp landganga og þá liggur innanlandsflug niðri. Björgunarsveitirnar hafa svo verið kallaðar í á annan tug verkefna á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þannig eru þakplötur og skúr að fjúka í Kópavogi og trampólín í Garðabæ.Þetta jólatré reynir að standa af sér storminn í morgun.vísir/vilhelm„Með allra heitast lofti sem við sjáum í desember“ Lægðin hefur þó ekki aðeins áhrif á vestanverðu landinu heldur er varað við asahláku á Norðurlandi eystra þar sem von er á miklum hlýindum í dag eða allt að 10 til 15 stiga hita. „Þetta er með allra heitasta lofti sem við sjáum í desember en til þess að hlýindin náði niður þarf að blása og það gerist þegar það fer að hvessa undir hádegi. Þá verður kalda loftinu blásið burt,“ segir Teitur. Þrátt fyrir að viðvaranirnar verði ekki í gildi lengur en til klukkan 15 þá verður nokkuð hvasst áfram í dag og þar til í fyrramálið en eftir hádegi lægir um tíma. „En svo aðfaranótt fimmtudags þá nálgast næsta lægð og það verður hvasst aftur á fimmtudaginn. Svo verður jafnvel önnur svipuð lægð á föstudag svo tvær lægðir á fimmtudag og föstudag. En eins og spáin lítur út núna þá var versta veðrið nú í gærkvöldi, það er öflugasta lægðarkerfið af þessum sem verða nú í vikunni,“ segir Teitur. Það verður seint sagt að það sé jólalegt um að litast, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, nú þegar aðeins þrettán dagar eru til jóla. Teitur segir þó ekki hægt að útiloka að það verði hvít jól í Reykjavík eins og staðan er núna þar sem svo margt geti breyst í veðrinu á næstu dögum. „Það er allra veðra von á Íslandi í desember,“ segir hann.Fréttin var uppfærð klukkan 11:00 með nýrri upplýsingum um útköll björgunarsveita. Veður Tengdar fréttir Ferðir Strætó raskast á Suðurnesjum og Norðvesturlandi Röskun er á ferðum Strætó á Suðurnesjum og Norðvesturlandi í dag vegna veðurs. Gul viðvörun er á landinu í dag. 11. desember 2018 09:59 Yfir 20 metrar á sekúndu framan af degi Úrkoma fylgir hvassviðrinu suðvestanlands en draga á úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. 11. desember 2018 07:30 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Lægðin sem nú gengur yfir vestanvert landið með tilheyrandi hvassviðri og stormi varð dýpri en spár gerðu ráð fyrir í gær. Reikningar fyrir lægðina breyttust í nótt að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, og er því hvassara núna heldur en búist var við.Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið fram til hádegis eða þar um bil. Á Breiðafirði er gul viðvörun í gildi til klukkan þrjú. Veðrið hefur raskað bæði millilanda- og innanlandsflugi þar sem farþegar sitja fastir í sjö vélum á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki er hægt að setja upp landganga og þá liggur innanlandsflug niðri. Björgunarsveitirnar hafa svo verið kallaðar í á annan tug verkefna á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þannig eru þakplötur og skúr að fjúka í Kópavogi og trampólín í Garðabæ.Þetta jólatré reynir að standa af sér storminn í morgun.vísir/vilhelm„Með allra heitast lofti sem við sjáum í desember“ Lægðin hefur þó ekki aðeins áhrif á vestanverðu landinu heldur er varað við asahláku á Norðurlandi eystra þar sem von er á miklum hlýindum í dag eða allt að 10 til 15 stiga hita. „Þetta er með allra heitasta lofti sem við sjáum í desember en til þess að hlýindin náði niður þarf að blása og það gerist þegar það fer að hvessa undir hádegi. Þá verður kalda loftinu blásið burt,“ segir Teitur. Þrátt fyrir að viðvaranirnar verði ekki í gildi lengur en til klukkan 15 þá verður nokkuð hvasst áfram í dag og þar til í fyrramálið en eftir hádegi lægir um tíma. „En svo aðfaranótt fimmtudags þá nálgast næsta lægð og það verður hvasst aftur á fimmtudaginn. Svo verður jafnvel önnur svipuð lægð á föstudag svo tvær lægðir á fimmtudag og föstudag. En eins og spáin lítur út núna þá var versta veðrið nú í gærkvöldi, það er öflugasta lægðarkerfið af þessum sem verða nú í vikunni,“ segir Teitur. Það verður seint sagt að það sé jólalegt um að litast, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, nú þegar aðeins þrettán dagar eru til jóla. Teitur segir þó ekki hægt að útiloka að það verði hvít jól í Reykjavík eins og staðan er núna þar sem svo margt geti breyst í veðrinu á næstu dögum. „Það er allra veðra von á Íslandi í desember,“ segir hann.Fréttin var uppfærð klukkan 11:00 með nýrri upplýsingum um útköll björgunarsveita.
Veður Tengdar fréttir Ferðir Strætó raskast á Suðurnesjum og Norðvesturlandi Röskun er á ferðum Strætó á Suðurnesjum og Norðvesturlandi í dag vegna veðurs. Gul viðvörun er á landinu í dag. 11. desember 2018 09:59 Yfir 20 metrar á sekúndu framan af degi Úrkoma fylgir hvassviðrinu suðvestanlands en draga á úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. 11. desember 2018 07:30 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ferðir Strætó raskast á Suðurnesjum og Norðvesturlandi Röskun er á ferðum Strætó á Suðurnesjum og Norðvesturlandi í dag vegna veðurs. Gul viðvörun er á landinu í dag. 11. desember 2018 09:59
Yfir 20 metrar á sekúndu framan af degi Úrkoma fylgir hvassviðrinu suðvestanlands en draga á úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. 11. desember 2018 07:30
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent