Lífsvernd ófæddra er kristin skylda Jón Valur Jensson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Alvarlegasta málið á Alþingi nú er frumvarp heilbrigðisráðherra um fóstureyðingar. Afstaða Þjóðkirkjunnar til málsins birtist í samþykktum Kirkjuþings og Prestastefnu 1987 og 1988 og hefur ekki verið leyst af hólmi með neinni annarri samþykkt kirkjunnar. Hér er einróma samþykkt Kirkjuþings 1987: „Rétturinn til lífs er frumatriði allra mannréttinda. Þá kröfu verður að gera til ríkisvaldsins, að það verndi mannlegt líf og efli meðal almennings vitundina um mannhelgi. Löggjöf, sem í raun gerir hið ófædda líf réttlaust, brýtur gegn því grundvallarsjónarmiði kristindómsins, að sérhver einstaklingur eigi rétt til lífs, allt frá upphafi og þangað til dauðinn ber að dyrum með eðlilegum eða óviðráðanlegum hætti. Kirkjuþing skírskotar til frumvarpa um breytingu á lögum nr. 25 frá 22. maí 1975 og lögum nr. 67/1971 með áorðnum breytingum, sem flutt hafa verið, og frumvarps sem boðað er. Vill Kirkjuþing skora á Alþingi að breyta umræddum lögum í þá veru, að friðhelgi mannlegs lífs sé viðurkennd.“ Í skjölum sama Kirkjuþings árið 1987, þ.e. í greinargerð með ofangreindri samþykkt, segir orðrétt: „Kirkjuþing telur því brýna nauðsyn bera til, að lög kveði á um friðhelgi mannlegs lífs, tryggi rétt þess jafnt fyrir sem eftir fæðingu.“ Og ekki nóg með það, heldur einnig þetta: „Legvatnsrannsóknir og kannanir á ástandi fósturs má ekki framkvæma í öðru augnamiði en því að verða að liði, lækna, sé þess þörf og það mögulegt. Hitt má aldrei vaka fyrir að svipta barnið lífi, virðist eitthvað að.“ Prestastefna Íslands, sem lauk í Langholtskirkju 24. júní 1988, tók undir þessa ályktun kirkjuþings 1987 varðandi lög um fóstureyðingar. Þessar samþykktir kirkjunnar eru í fullu samræmi við kristna, biblíulega trú frá allt frá upphafi á 1. öld, sem kemur fram m.a. í Didache, ritum postullegu feðranna, kirkjuþinga og kirkjufeðra. Það er augljóst óheillaverk nokkurs löggjafarþings að gera heimildir til fóstureyðinga alfrjálsar af hvaða ástæðu sem er og engri, allt til loka 22. viku, þegar þroski hins ófædda er jafnvel kominn á það stig, að (a) fóstrið hefur haft fullt sársaukaskyn í a.m.k. hálfan mánuð (komið með skynnema um allan líkamann 20 vikna ásamt taugatengingum upp í heila), og (b) dæmi eru um, að 22 vikna fóstur hafi lifað af fæðingu. En hin kristna afstaða er skýr: Engar fóstureyðingar. Sr. Bjarni Karlsson ritar í Bakþönkum Fréttabl. 12. des. um það þegar barn er nýkomið í heiminn: „Allir fara hljóðlega og allt snýst um þarfir barnsins,“ eins og allir séu „undir valdi hins nýfædda. Getur hugsast að líkt og nýfætt barn er ekki eign foreldra sinna, heldur eru ástvinirnir handa barninu“ (BK), þannig eigum við líka að hugsa um hið ófædda barn, af hlýju og umhyggju fyrst og fremst, eins og kirkjan brýnir okkur til? Naumast bjóða þeir alþingismenn betur, sem vilja árás drápstóla á ófætt barn í móðurkviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Alvarlegasta málið á Alþingi nú er frumvarp heilbrigðisráðherra um fóstureyðingar. Afstaða Þjóðkirkjunnar til málsins birtist í samþykktum Kirkjuþings og Prestastefnu 1987 og 1988 og hefur ekki verið leyst af hólmi með neinni annarri samþykkt kirkjunnar. Hér er einróma samþykkt Kirkjuþings 1987: „Rétturinn til lífs er frumatriði allra mannréttinda. Þá kröfu verður að gera til ríkisvaldsins, að það verndi mannlegt líf og efli meðal almennings vitundina um mannhelgi. Löggjöf, sem í raun gerir hið ófædda líf réttlaust, brýtur gegn því grundvallarsjónarmiði kristindómsins, að sérhver einstaklingur eigi rétt til lífs, allt frá upphafi og þangað til dauðinn ber að dyrum með eðlilegum eða óviðráðanlegum hætti. Kirkjuþing skírskotar til frumvarpa um breytingu á lögum nr. 25 frá 22. maí 1975 og lögum nr. 67/1971 með áorðnum breytingum, sem flutt hafa verið, og frumvarps sem boðað er. Vill Kirkjuþing skora á Alþingi að breyta umræddum lögum í þá veru, að friðhelgi mannlegs lífs sé viðurkennd.“ Í skjölum sama Kirkjuþings árið 1987, þ.e. í greinargerð með ofangreindri samþykkt, segir orðrétt: „Kirkjuþing telur því brýna nauðsyn bera til, að lög kveði á um friðhelgi mannlegs lífs, tryggi rétt þess jafnt fyrir sem eftir fæðingu.“ Og ekki nóg með það, heldur einnig þetta: „Legvatnsrannsóknir og kannanir á ástandi fósturs má ekki framkvæma í öðru augnamiði en því að verða að liði, lækna, sé þess þörf og það mögulegt. Hitt má aldrei vaka fyrir að svipta barnið lífi, virðist eitthvað að.“ Prestastefna Íslands, sem lauk í Langholtskirkju 24. júní 1988, tók undir þessa ályktun kirkjuþings 1987 varðandi lög um fóstureyðingar. Þessar samþykktir kirkjunnar eru í fullu samræmi við kristna, biblíulega trú frá allt frá upphafi á 1. öld, sem kemur fram m.a. í Didache, ritum postullegu feðranna, kirkjuþinga og kirkjufeðra. Það er augljóst óheillaverk nokkurs löggjafarþings að gera heimildir til fóstureyðinga alfrjálsar af hvaða ástæðu sem er og engri, allt til loka 22. viku, þegar þroski hins ófædda er jafnvel kominn á það stig, að (a) fóstrið hefur haft fullt sársaukaskyn í a.m.k. hálfan mánuð (komið með skynnema um allan líkamann 20 vikna ásamt taugatengingum upp í heila), og (b) dæmi eru um, að 22 vikna fóstur hafi lifað af fæðingu. En hin kristna afstaða er skýr: Engar fóstureyðingar. Sr. Bjarni Karlsson ritar í Bakþönkum Fréttabl. 12. des. um það þegar barn er nýkomið í heiminn: „Allir fara hljóðlega og allt snýst um þarfir barnsins,“ eins og allir séu „undir valdi hins nýfædda. Getur hugsast að líkt og nýfætt barn er ekki eign foreldra sinna, heldur eru ástvinirnir handa barninu“ (BK), þannig eigum við líka að hugsa um hið ófædda barn, af hlýju og umhyggju fyrst og fremst, eins og kirkjan brýnir okkur til? Naumast bjóða þeir alþingismenn betur, sem vilja árás drápstóla á ófætt barn í móðurkviði.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar