Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Anton Ingi Leifsson skrifar 21. maí 2020 10:00 Jürgen Klopp er litríkur karakter. Getty/Mike Kireev Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. Klopp var í viðtali við Sky Sports í gær eftir fyrstu æfingu Liverpool eftir að félögin á Englandi fengu loksins leyfi frá ríkisstjórninni og heilbrigðisyfirvöldum að æfa. Þeir þurfa þó að virða fjarlægðartakmörk og hóparnir telja ekki fleiri en tíu. Þrátt fyrir það var sá þýski glaður að komast út á völlinn en ítrekar það að leikmenn hafi fengið val hvort að þeir myndu mæta aftur. „Þetta er val leikmanna og það er klárt fyrir þeim. Ég sagði fyrir æfinguna: Þið eruð hér af fúsum og frjálsum vilja. Venjulega þá skrifiði undir samning og mætið hérna þegar ég segi ykkur að mæta en ef ykkur líður ekki vel þá þurfi þið ekki að vera hérna,“ sagði Klopp fyrir æfingu liðsins í gær. „Það eru engar hömlur, refsingar eða neitt. Þetta er þeirra ákvörðun og við virðum þá skoðun. Strákarnir eru fínir. Við myndum aldrei setja neinn í hættu til þess að gera eitthvað sem við viljum gera. Já, við elskum fótbolta, já þetta er starfið okkar en þetta er ekki mikilvægara en lífið okkar eða líf annarra.“ "Yes, we love football, yes, it's our job, but it's not more important than our lives or the lives of other people." Jurgen Klopp vows never to endanger players as #LFC training resumes — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 20, 2020 Klopp segist hafa notið þess að mæta aftur á Melwood æfingasvæðið í dag og sjá drengina sína á nýjan leik. „Frábært. Ég naut þess. Veðrið er frábært og strákarnir eru í góðum gír. Við þurftum að mæta klæddir svo mér leið eins og lögreglumanni í gallanum mínum - loksins aftur í honum. Að koma á Melwood og sjá alla strákana aftur var gott. Áður en við byrjuðum gáfum við þeim upplýsingar um hvað má. Þetta var stuttur fundur og svo byrjuðum við að æfa.“ Sá þýski hefur fylgst vel með The Football Show á Sky Sports þar sem Gary Neville og Jamie Carragher en hann segir að Gary Neville hafi haft ansi mikið að gera undanfarna daga og vikur. „Ég horfi yfirleitt ekki á þetta en í útgöngubanninu hef ég haft of mikinn tíma og ég hef horft á mikið og lesið blöðin. Ég held að þetta sé ekki Gary Neville að kenna. Hann fær margar spurningar og verður að gefa mörg svör en ég hef tekið eftir því að þetta er meira en nokkru sinni fyrr!“ „Vonandi getum við farið að fylla blöðin á ný með einhverju öðru og hann getur fengið meira frí. Ég myndi óska þess hans vegna,“ sagði Klopp léttur. Enski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. Klopp var í viðtali við Sky Sports í gær eftir fyrstu æfingu Liverpool eftir að félögin á Englandi fengu loksins leyfi frá ríkisstjórninni og heilbrigðisyfirvöldum að æfa. Þeir þurfa þó að virða fjarlægðartakmörk og hóparnir telja ekki fleiri en tíu. Þrátt fyrir það var sá þýski glaður að komast út á völlinn en ítrekar það að leikmenn hafi fengið val hvort að þeir myndu mæta aftur. „Þetta er val leikmanna og það er klárt fyrir þeim. Ég sagði fyrir æfinguna: Þið eruð hér af fúsum og frjálsum vilja. Venjulega þá skrifiði undir samning og mætið hérna þegar ég segi ykkur að mæta en ef ykkur líður ekki vel þá þurfi þið ekki að vera hérna,“ sagði Klopp fyrir æfingu liðsins í gær. „Það eru engar hömlur, refsingar eða neitt. Þetta er þeirra ákvörðun og við virðum þá skoðun. Strákarnir eru fínir. Við myndum aldrei setja neinn í hættu til þess að gera eitthvað sem við viljum gera. Já, við elskum fótbolta, já þetta er starfið okkar en þetta er ekki mikilvægara en lífið okkar eða líf annarra.“ "Yes, we love football, yes, it's our job, but it's not more important than our lives or the lives of other people." Jurgen Klopp vows never to endanger players as #LFC training resumes — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 20, 2020 Klopp segist hafa notið þess að mæta aftur á Melwood æfingasvæðið í dag og sjá drengina sína á nýjan leik. „Frábært. Ég naut þess. Veðrið er frábært og strákarnir eru í góðum gír. Við þurftum að mæta klæddir svo mér leið eins og lögreglumanni í gallanum mínum - loksins aftur í honum. Að koma á Melwood og sjá alla strákana aftur var gott. Áður en við byrjuðum gáfum við þeim upplýsingar um hvað má. Þetta var stuttur fundur og svo byrjuðum við að æfa.“ Sá þýski hefur fylgst vel með The Football Show á Sky Sports þar sem Gary Neville og Jamie Carragher en hann segir að Gary Neville hafi haft ansi mikið að gera undanfarna daga og vikur. „Ég horfi yfirleitt ekki á þetta en í útgöngubanninu hef ég haft of mikinn tíma og ég hef horft á mikið og lesið blöðin. Ég held að þetta sé ekki Gary Neville að kenna. Hann fær margar spurningar og verður að gefa mörg svör en ég hef tekið eftir því að þetta er meira en nokkru sinni fyrr!“ „Vonandi getum við farið að fylla blöðin á ný með einhverju öðru og hann getur fengið meira frí. Ég myndi óska þess hans vegna,“ sagði Klopp léttur.
Enski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira