Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2020 19:30 Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni Vísir/Vilhelm „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair í Reykjavík síðdegis í dag. Birna sagði stefnt að því að byrja á að fljúga til Berlínar, Frankfurt, Kaupmannahafnar og vonandi Óslóar að því gefnu að opnun landanna fari eins og félagið spáir fyrir um. „Svo vonandi bætast fleiri staðir á þessu svæði við: Stokkhólmur, London, Munchen, Amsterdam og þetta svæði.“ Hún sagði að gert verði bæði ráð fyrir því að Íslendingar fljúgi út sem og að erlendir ferðamenn komi hingað til landsins. „Við finnum alveg að landar okkar eru spenntir að kíkja aðeins til útlanda og vilja byrja kannski svona frekar nálægt heimahögunum. Svo auðvitað erum við í miklu samstarfi um allan heim við ferðaskrifstofur sem eru að flytja ferðamenn til Íslands.“ „Það er nú svo frábært að segja frá því að þar er mikill áhugi. Við erum að koma vel út úr þessari krísu og það er mikið fjallað um það þannig að þeir sem hafa komið með ferðamenn til Íslands og ætluðu að koma með ferðamenn til Íslands eru enn þá með það á sínum plönum,“ sagði Birna. Þá sagði hún enn óljóst hvort fólk þyrfti að fara í sóttkví á áfangastöðunum. „Flestar ríkisstjórnir þessara landa ætla að koma með nánari útfærslur fyrir lok maí. Það sem við erum að hugsa, því þetta breytist svo hratt, að við ætlum að setja upp eins mikið af upplýsingum á okkar síðu og við getum þannig að Íslendingar geti tekið eins upplýsta ákvörðun og hægt er um sín plön.“ „Utanríkisráðuneytið er að gera svipað og leyfir okkur að fylgjast með því sem er að gerast þannig við getum séð hvað er hægt að gera. Það sem við erum líka að safna saman og munum miðla þegar það er komið betur á hreint er hvað er raunverulega að gerast í hverri borg,“ sagði Birna. Hún sagði þá óljóst hve mörgum vélum verði flogið til að byrja með en allar þeirra vélar séu tilbúnar til starfa. „Við erum auðvitað öll sem erum hérna enn þá að vinna að því að fá sem flesta til baka eins hratt og við getum þannig að jú, um leið og við förum að sjá betur inn í það þá vonandi getum við farið að fá okkar góða samstarfsfólk aftur. Icelandair Reykjavík síðdegis Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég geri fastlega ráð fyrir því að við setjumst við borðið fyrr eða síðar“ Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Formaður Flugfreyjufélagsins segir ríkan samningsvilja hjá þeim. 25. maí 2020 13:50 „Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
„Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair í Reykjavík síðdegis í dag. Birna sagði stefnt að því að byrja á að fljúga til Berlínar, Frankfurt, Kaupmannahafnar og vonandi Óslóar að því gefnu að opnun landanna fari eins og félagið spáir fyrir um. „Svo vonandi bætast fleiri staðir á þessu svæði við: Stokkhólmur, London, Munchen, Amsterdam og þetta svæði.“ Hún sagði að gert verði bæði ráð fyrir því að Íslendingar fljúgi út sem og að erlendir ferðamenn komi hingað til landsins. „Við finnum alveg að landar okkar eru spenntir að kíkja aðeins til útlanda og vilja byrja kannski svona frekar nálægt heimahögunum. Svo auðvitað erum við í miklu samstarfi um allan heim við ferðaskrifstofur sem eru að flytja ferðamenn til Íslands.“ „Það er nú svo frábært að segja frá því að þar er mikill áhugi. Við erum að koma vel út úr þessari krísu og það er mikið fjallað um það þannig að þeir sem hafa komið með ferðamenn til Íslands og ætluðu að koma með ferðamenn til Íslands eru enn þá með það á sínum plönum,“ sagði Birna. Þá sagði hún enn óljóst hvort fólk þyrfti að fara í sóttkví á áfangastöðunum. „Flestar ríkisstjórnir þessara landa ætla að koma með nánari útfærslur fyrir lok maí. Það sem við erum að hugsa, því þetta breytist svo hratt, að við ætlum að setja upp eins mikið af upplýsingum á okkar síðu og við getum þannig að Íslendingar geti tekið eins upplýsta ákvörðun og hægt er um sín plön.“ „Utanríkisráðuneytið er að gera svipað og leyfir okkur að fylgjast með því sem er að gerast þannig við getum séð hvað er hægt að gera. Það sem við erum líka að safna saman og munum miðla þegar það er komið betur á hreint er hvað er raunverulega að gerast í hverri borg,“ sagði Birna. Hún sagði þá óljóst hve mörgum vélum verði flogið til að byrja með en allar þeirra vélar séu tilbúnar til starfa. „Við erum auðvitað öll sem erum hérna enn þá að vinna að því að fá sem flesta til baka eins hratt og við getum þannig að jú, um leið og við förum að sjá betur inn í það þá vonandi getum við farið að fá okkar góða samstarfsfólk aftur.
Icelandair Reykjavík síðdegis Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég geri fastlega ráð fyrir því að við setjumst við borðið fyrr eða síðar“ Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Formaður Flugfreyjufélagsins segir ríkan samningsvilja hjá þeim. 25. maí 2020 13:50 „Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
„Ég geri fastlega ráð fyrir því að við setjumst við borðið fyrr eða síðar“ Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Formaður Flugfreyjufélagsins segir ríkan samningsvilja hjá þeim. 25. maí 2020 13:50
„Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01
„Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32