Brasilískur fótboltamaður segist vera hrifinn af íslensku leiðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2020 09:00 Fred Saraiva í leik með Fram á móti Álftanesi í Mjólkurbikarnum. Vísir/HAG Framarar hafa vakið athygli í íslenska fótboltanum í sumar og þá ekki síst Brasilíumaðurinn í Safamýrarliðinu sem er markahæsti leikmaður liðsins. Framliðið er aðeins tveimur stigum frá toppsæti Lengjudeildarinnar og einu stigi frá sæti sem hefur þátttökurétt í Pepsi Max deildinni á næsta ári. Framarar eru einnig komnir áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Markahæsti leikmaður Framliðsins er Braslíumaður sem ákvað fjórtán ára gamall að elta drauminn sinn að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Hann byrjaði hjá Gremio en þar byrjuðu heimsfrægir leikmenn eins og Ronaldinho og Emerson ferill sinn. Frederico Bello Saraiva er 23 ára gamall og var því ekki gamall þegar hann kom til Framara fyrir þremur árum síðan. Hann er nú markahæsti leikmaður Fram í deild og bikar með 8 mörk í 11 leikjum í sumar. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Fred, eins og hann er kallaður, frá því að það fór ekki vel í föður hans þegar hann ákvað að fara til Íslands. „Ég elska fjöllin og íslensku náttúruna, mig langaði til að koma og þurfti að rífast við föður minn til að gera það! Ég sé ekki eftir því að hafa komið, ég elska að vera hérna,“ sagði Fred Saraiva í viðtali við Kristófer Kristjánsson á Morgunblaðinu. Brasilíumaðurinn hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á Íslandi. https://t.co/8SpRuO3p3d pic.twitter.com/rWkrvjXVfi— mbl.is SPORT (@mblsport) August 3, 2020 Í viðtalinu talar Fred Saraiva meðal annars um viðbrigðin að fara úr hitanum í suður Brasilíu í kuldann og rokið á Íslandi. Hann lýsir því meðal annars að hafa aldrei kynnst öðru eins og rokinu í leik í Grindavík. Eftir erfit tvö ár með Fram hefur gengið verið allt annað og betra í sumar. Þannig ætlar Safamýrarliðið sér að endurheimta langþráð sæti í efstu deild. „Ég held að við getum spilað í úrvalsdeildinni. Við mætum þessum liðum á undirbúningstímabilinu og þetta eru erfiðir leikir, auðvitað, en við stöndum í þessum liðum. Ég vil vera áfram í Fram, mér líður vel þar og ég vil vera áfram á Íslandi. Ég gæti verið hérna það sem eftir er ævinnar,“ sagði Fred í viðtalinu og það virðist líka vera sem svo að íslenski fótboltinn henti honum vel. „Þetta er öðruvísi; meiri harka, meiri hraði. Í Brasilíu snýst allt um að stjórna leiknum og senda til hliðar. Ég er hrifinn af íslensku leiðinni. Hér þarftu að vera tilbúinn að berjast og hlaupa í 90 mínútur,“ sagði Fred en það má lesa allt viðtalið við hann með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Framarar hafa vakið athygli í íslenska fótboltanum í sumar og þá ekki síst Brasilíumaðurinn í Safamýrarliðinu sem er markahæsti leikmaður liðsins. Framliðið er aðeins tveimur stigum frá toppsæti Lengjudeildarinnar og einu stigi frá sæti sem hefur þátttökurétt í Pepsi Max deildinni á næsta ári. Framarar eru einnig komnir áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Markahæsti leikmaður Framliðsins er Braslíumaður sem ákvað fjórtán ára gamall að elta drauminn sinn að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Hann byrjaði hjá Gremio en þar byrjuðu heimsfrægir leikmenn eins og Ronaldinho og Emerson ferill sinn. Frederico Bello Saraiva er 23 ára gamall og var því ekki gamall þegar hann kom til Framara fyrir þremur árum síðan. Hann er nú markahæsti leikmaður Fram í deild og bikar með 8 mörk í 11 leikjum í sumar. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Fred, eins og hann er kallaður, frá því að það fór ekki vel í föður hans þegar hann ákvað að fara til Íslands. „Ég elska fjöllin og íslensku náttúruna, mig langaði til að koma og þurfti að rífast við föður minn til að gera það! Ég sé ekki eftir því að hafa komið, ég elska að vera hérna,“ sagði Fred Saraiva í viðtali við Kristófer Kristjánsson á Morgunblaðinu. Brasilíumaðurinn hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á Íslandi. https://t.co/8SpRuO3p3d pic.twitter.com/rWkrvjXVfi— mbl.is SPORT (@mblsport) August 3, 2020 Í viðtalinu talar Fred Saraiva meðal annars um viðbrigðin að fara úr hitanum í suður Brasilíu í kuldann og rokið á Íslandi. Hann lýsir því meðal annars að hafa aldrei kynnst öðru eins og rokinu í leik í Grindavík. Eftir erfit tvö ár með Fram hefur gengið verið allt annað og betra í sumar. Þannig ætlar Safamýrarliðið sér að endurheimta langþráð sæti í efstu deild. „Ég held að við getum spilað í úrvalsdeildinni. Við mætum þessum liðum á undirbúningstímabilinu og þetta eru erfiðir leikir, auðvitað, en við stöndum í þessum liðum. Ég vil vera áfram í Fram, mér líður vel þar og ég vil vera áfram á Íslandi. Ég gæti verið hérna það sem eftir er ævinnar,“ sagði Fred í viðtalinu og það virðist líka vera sem svo að íslenski fótboltinn henti honum vel. „Þetta er öðruvísi; meiri harka, meiri hraði. Í Brasilíu snýst allt um að stjórna leiknum og senda til hliðar. Ég er hrifinn af íslensku leiðinni. Hér þarftu að vera tilbúinn að berjast og hlaupa í 90 mínútur,“ sagði Fred en það má lesa allt viðtalið við hann með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira